Handbolti

Nancy tapaði þrátt fyrir stórleik Elvars

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elvar (fyrir miðju) var frábær með íslenska landsliðinu á EM fyrr á þessu ári.
Elvar (fyrir miðju) var frábær með íslenska landsliðinu á EM fyrr á þessu ári. Sanjin Strukic/Getty Images

Elvar Ásgeirsson átti stórleik er Nancy tapaði með fjögurra marka mun fyrir Chambéry í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, lokatölur 32-36.

Nancy var fyrir leik kvöldsins á botni deildarinnar með aðeins fjögur stig eftir 17 stig. Elvar gerði svo sannarlega sitt besta er liðið reyndi að landa fyrsta sigrinum í heila eilífð. 

Allt kom fyrir ekki en Nancy tapaði enn á ný þrátt fyrir að Elvar hafi skorað sex mörk. Hann var markahæstur í liði Nancy.

Antoine Tissot var markahæstur allra á vellinum en hann skoraði sjö mörk fyrir Chamberý sem vann leikinn 36-32.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×