Fleiri fréttir

Dagur: Gaman að geta strítt Gumma

Það verður stór stund í sögu íslensks handbolta þegar tvö af stærstu handboltaveldum heims, Þýskaland og Danmörk, mætast á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar í kvöld. Bæði lið eru þjálfuð af Íslendingum.

Marussia bjargað á elleftu stundu?

Tekist hefur að blása lífi í vonarglæður yfirmanna Marussia liðsins um að það takist að bjarga liðini. Hætt hefur verið við loka uppboð á eignum liðsins.

Gunnar Magg: Frakkar með frábært lið en alls ekki ósigrandi

Gunnar Magnússon aðstoðarþjálfari landsliðsins gegnir þýðingarmiklu hlutverki í liðinu. Hann situr lengi fram eftir nóttu við að klippa myndir úr leikjum. Hann býr yfir mikilli þekkingu á næsta mótherja. En hversu góðir eru Frakkar?

Dóra María ekki í æfingahópi A-landsliðs kvenna

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur valið 23 manna æfingahóp fyrir æfingar landsliðsins 24. og 25. janúar næstkomandi en æfingarnar munu fara fram í Kórnum í Kópavogi. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Aron Rafn: Gaui er búinn að tala um að hann geti þetta ennþá

Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson stóð sig mjög vel þegar hann kom inná í leiknum gegn Alsír í gær. Hann varði 6 af 9 skotum á lokakaflanum þegar Íslendingar náðu að sigla sigrinum í höfn. Aron Rafn bíður spenntur eftir leiknum við Frakka en Arnar Björnsson hitti á hann í dag.

Jimmy Walker varði titilinn á Sony Open

Engum tókst að ógna Walker á lokahringnum sem nú hefur sigrað í fjórum mótum á PGA-mótaröðinni á stuttum tíma. Gerði mjög gott mót á Hawaii og heldur til meginlandsins 200 milljón krónum ríkari.

Þriðja tap Hvít-Rússa í röð

Brasilíumenn hafa verið að bíta frá sér í fyrstu tveimur leikjum sínum á HM í handbolta en fagnaði loksins fyrsta sigrinum í dag þegar brasilíska liðið vann fimm marka sigur á Hvít-Rússum, 34-29.

Spánverjar áttu sex markahæstu leikmenn vallarins

Heimsmeistarar Spánverjar áttu ekki í miklum vandræðum með að vinna Síle í fyrsta leik dagsins á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar en spænska liðið vann á endanum 21 marks sigur, 37-16.

Jeppe Hansen spilar aftur með Stjörnunni

Stjarnan og danska félagið Fredericia eru við það að ljúka samkomulagi um kaup Garðabæjarliðsins á danska framherjanum Jeppe Hansen en þetta kemur fram á heimsíðu Silfurskeiðarinnar, stuðningsmannasveitar Stjörnunnar.

Jafnteflisfaraldur í Afríkukeppninnni í fótbolta

Það er ekki hægt að hafa þetta jafnara en eftir fyrstu umferðina í B-riðli Afríkukeppninnar en báðir leikirnir enduðu með 1-1 jafntefli. Afríkukeppnin hefur farið af stað með þremur jafnteflum í fyrstu fjórum leikjunum.

Aron með flestar stoðsendingar á HM til þessa

Aron Pálmarsson er efstur í stoðsendingum hjá mótshöldurum eftir tvær fyrstu umferðirnar á HM í handbolta í Katar og hann er jafnframt í 3. sæti yfir þá sem hafa átt þátt í flestum mörkum.

Mourinho dreymdi um Gerrard í Chelsea-búningnum

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, viðurkenndi í viðtali við BBC að ein af mestu vonbrigðum hans á félagsskiptamarkaðnum var þegar honum tókst ekki að tæla Steven Gerrard frá Liverpool.

Asamoah Gyan greindist með malaríu

Asamoah Gyan, fyrirliði knattspyrnulandsliðs Gana, missir væntanlega af fyrsta leik þjóðar sinnar í Afríkukeppninni í dag því einn frægasti knattspyrnumaður Afríku hefur sýkst af malaríu.

NBA: Oklahoma City skoraði 79 stig í fyrri hálfleik | Myndbönd

Oklahoma City Thunder og San Antonio Spurs unnu bæði örugga sigra í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en Tyreke Evans tryggði hinsvegar fáliðuðu New Orleans Pelicans liði dramatískan sigur á Toronto með því að skora sigurkörfuna 1,6 sekúndum fyrir leikslok.

Káta kylfinginn í landsliðið

Ísland er komið af stað á HM í handbolta þrátt fyrir pínlega byrjun gegn Alsír í gær. Strákarnir unnu sín fyrstu stig á mótinu en fyrirliðinn segir deginum ljósara hvað þurfi að gera til að ná árangri í Katar.

Arnór hefur ekki áhyggjur af lærinu

Arnór Þór Gunnarsson fékk þungt högg framan á hægra lærið í leiknum gegn Alsír í gær og var hann nokkra stund að hrista það af sér. Hann hefur þó ekki áhyggjur af því að það muni há honum í keppninni.

Gaupi í HM-kvöldi: Alexander var of spenntur

Guðjón Guðmundsson og Júlíus Jónasson voru gestir Harðar Magnússonar í HM-kvöldi á Stöð 2 Sport 3 í kvöld þar sem þeir fóru yfir leik Íslands og Alsír á HM í Katar.

Einar Rifill og dætur sóttar heim | Myndband

Einar Guðlaugsson, eða Rifilinn eins og hann er oft kallaður, er einn helsti stuðningsmaður íslenska landsliðsins í handbolta en hann hefur fylgt því á mörg stórmót.

Juventus rúllaði yfir Emil og félaga

Carlos Tévez skoraði tvö mörk þegar Juventus vann stórsigur, 4-0, á Verona í síðasta leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Njarðvík fór í gang í seinni hálfleik

Njarðvík varð í kvöld þriðja liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Powerade-bikarsins í körfubolta kvenna þegar liðið lagði KR, 56-49, suður með sjó.

Sjá næstu 50 fréttir