Handbolti

Lærisveinar Patreks fengu stig gegn Túnis

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
vísir/afp
Lærisveinar Patreks Jóhannessonar voru óheppnir að vinna ekki Túnis í þriðju umferð B-riðils á HM í handbolta í kvöld, en liðin skildu jöfn, 25-25.

Túnis var marki yfir í hálfleik, 15-14, og skoraði fyrstu tvö mörkin í seinni hálfleik, en þá tóku strákarnir hans Patta við sér.

Eftir að Austurríki jafnaði metin í 17-17 var nánast jafnt á öllu tölum, en Austurríkismenn komust marki yfir, 25-24, þegar þrjár og hálf mínúta var eftir.

Aðeins eitt mark var skorað á svakalega spennandi lokamínútum þar sem markverðir liðanna fóru á kostum, en það skoraði hinn stífgreiddi Amine Bannour fyrir Túnis og tryggði sínum mönnum eitt stig, 26-26.

Austurríki er með þrjú stig eftir þrjá leiki í B-riðlinum, en þetta var fyrsta stigið sem Túnis fær á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×