Káta kylfinginn í landsliðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. janúar 2015 06:45 Fyrirliðinn Guðjón Valur fann hamingjustaðinn sinn í gær. fréttablaðið/eva björk Það kann að hljóma furðulega en landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson sagði eftir fyrsta sigur Íslands á HM í Katar að margt mætti læra af kylfingnum Happy Gilmore úr samnefndri kvikmynd frá tíunda áratug síðustu aldar.* Ísland vann í gær átta marka sigur á Alsír, 32-24, eftir að hafa lent 6-0 undir eftir sjö mínútna leik. Strákarnir héldu uppteknum hætti frá síðasta leik og fóru ítrekað illa með hvert dauðafærið á fætur öðru. Það var svo loks í síðari hálfleik að strákarnir fóru að spila af eðlilegri getu í sóknarleiknum og tóku loksins völdin eftir erfiðan fyrri hálfleik. „Ég veit að það hljómar asnalega en til þess að spila vel þarftu að eiga þinn „happy place“ – alveg eins og Happy Gilmore,“ sagði Guðjón Valur en fyrir ókunnuga þá átti kylfingurinn kröftugi í stöðugum vandræðum með púttin sín þar til að hann róaði taugarnar og kom sér á góðan stað í huganum – fann sitt „happy place“. „Það er alveg eins hjá okkur. Þetta er ekkert annað en andlegt vandamál. Það er ekki eins og við höfum gleymt því að skjóta á markið en við þurftum bara að komast á góðan stað í huganum til að spila vel. Það vilja allir standa sig vel í vinnunni sinni og okkur líður illa þegar við stöndum okkur illa í okkar vinnu.“Tonni léttari „Mér finnst eins og að ég sé tonni léttari en ég var,“ sagði hann og bendir réttilega á að þrátt fyrir allt hafi liðið ekki verið að spila illa framan af leik. „Þeir hefðu aldrei skorað sex mörk ef þeir hefðu ekki keyrt í bakið á okkur eftir hvert klúður á fætur öðru hjá okkur.“ Hann segir að það hafi verið erfitt að halda rónni en nauðsynlegt að komast inn í leikinn og vinna sigur. „Það var helvíti erfitt en maður sá hvernig lundin varð léttari með hverjum unnum bolta og hverju hraðaupphlaupsmarki. Um leið varð þetta allt miklu auðveldara.“ Þrátt fyrir að strákarnir hafi heilt yfir ekki náð að sýna sitt rétta andlit nema á stuttum köflum hér og það er ljóst að liðið á enn alla möguleika á að fara langt hér í Katar. Til þess þarf íslenska liðið að stórbæta sinn leik – svo mikið er ljóst – en Guðjón Valur er þess fullviss að það takist. „Við þurfum hver á stuðningi annars að halda. Við erum einn maður – einn hugur – og spiluðum sem slíkur í dag. Við ætlum okkur að halda áfram að gera það,“ segir hann og bendir á að Ísland hafi áður gert góða hluti á stórmótum þrátt fyrir erfiða byrjun. „Við unnum silfur í Peking 2008 og brons í Austurríki 2010 en í báðum mótum voru riðlarnir ekkert frábærir. Svo eru mót eins og HM 2011 og ÓL 2012 þar sem við unnum allt í riðlinum en stóðum svo eftir með ekki neitt,“ segir hann. „Við þurfum stíganda. Eftir riðlakeppnina tekur við bikarkeppni [í 16 liða úrslitunum] og við þurfum að komast þangað. Hvernig við gerum það – mér gæti ekki verið meira sama. Ég vil bara að við verðum betri og betri og mér fannst leikurinn í kvöld vera skref í rétta átt,“ segir hann ákveðinn. „Ef við mínusum frá fyrstu mínúturnar, það er að segja,“ bætir hann brosandi við. HM 2015 í Katar Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Sjá meira
Það kann að hljóma furðulega en landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson sagði eftir fyrsta sigur Íslands á HM í Katar að margt mætti læra af kylfingnum Happy Gilmore úr samnefndri kvikmynd frá tíunda áratug síðustu aldar.* Ísland vann í gær átta marka sigur á Alsír, 32-24, eftir að hafa lent 6-0 undir eftir sjö mínútna leik. Strákarnir héldu uppteknum hætti frá síðasta leik og fóru ítrekað illa með hvert dauðafærið á fætur öðru. Það var svo loks í síðari hálfleik að strákarnir fóru að spila af eðlilegri getu í sóknarleiknum og tóku loksins völdin eftir erfiðan fyrri hálfleik. „Ég veit að það hljómar asnalega en til þess að spila vel þarftu að eiga þinn „happy place“ – alveg eins og Happy Gilmore,“ sagði Guðjón Valur en fyrir ókunnuga þá átti kylfingurinn kröftugi í stöðugum vandræðum með púttin sín þar til að hann róaði taugarnar og kom sér á góðan stað í huganum – fann sitt „happy place“. „Það er alveg eins hjá okkur. Þetta er ekkert annað en andlegt vandamál. Það er ekki eins og við höfum gleymt því að skjóta á markið en við þurftum bara að komast á góðan stað í huganum til að spila vel. Það vilja allir standa sig vel í vinnunni sinni og okkur líður illa þegar við stöndum okkur illa í okkar vinnu.“Tonni léttari „Mér finnst eins og að ég sé tonni léttari en ég var,“ sagði hann og bendir réttilega á að þrátt fyrir allt hafi liðið ekki verið að spila illa framan af leik. „Þeir hefðu aldrei skorað sex mörk ef þeir hefðu ekki keyrt í bakið á okkur eftir hvert klúður á fætur öðru hjá okkur.“ Hann segir að það hafi verið erfitt að halda rónni en nauðsynlegt að komast inn í leikinn og vinna sigur. „Það var helvíti erfitt en maður sá hvernig lundin varð léttari með hverjum unnum bolta og hverju hraðaupphlaupsmarki. Um leið varð þetta allt miklu auðveldara.“ Þrátt fyrir að strákarnir hafi heilt yfir ekki náð að sýna sitt rétta andlit nema á stuttum köflum hér og það er ljóst að liðið á enn alla möguleika á að fara langt hér í Katar. Til þess þarf íslenska liðið að stórbæta sinn leik – svo mikið er ljóst – en Guðjón Valur er þess fullviss að það takist. „Við þurfum hver á stuðningi annars að halda. Við erum einn maður – einn hugur – og spiluðum sem slíkur í dag. Við ætlum okkur að halda áfram að gera það,“ segir hann og bendir á að Ísland hafi áður gert góða hluti á stórmótum þrátt fyrir erfiða byrjun. „Við unnum silfur í Peking 2008 og brons í Austurríki 2010 en í báðum mótum voru riðlarnir ekkert frábærir. Svo eru mót eins og HM 2011 og ÓL 2012 þar sem við unnum allt í riðlinum en stóðum svo eftir með ekki neitt,“ segir hann. „Við þurfum stíganda. Eftir riðlakeppnina tekur við bikarkeppni [í 16 liða úrslitunum] og við þurfum að komast þangað. Hvernig við gerum það – mér gæti ekki verið meira sama. Ég vil bara að við verðum betri og betri og mér fannst leikurinn í kvöld vera skref í rétta átt,“ segir hann ákveðinn. „Ef við mínusum frá fyrstu mínúturnar, það er að segja,“ bætir hann brosandi við.
HM 2015 í Katar Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Fleiri fréttir Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Sjá meira