Handbolti

Einar Rifill og dætur sóttar heim | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Einar Rifill og dætur.
Einar Rifill og dætur. mynd/skjáskot
Einar Guðlaugsson, eða Rifilinn eins og hann er oft kallaður, er einn helsti stuðningsmaður íslenska landsliðsins í handbolta en hann hefur fylgt því á mörg stórmót. Dætur hans, Guðlaug og Margrét, hafa verið með í för síðustu ár en Valtýr Björn Valtýsson hitti feðginin að máli áður en þau héldu til Katar til að fylgjast með Heimsmeistaramótinu þar í landi.

Aðspurður hvort hann sé stuðningsmaður Íslands númer eitt segir Einar: „Stelpurnar segja að ég sé númer þrjú, þær vilja meina að ég kalli ekki orðið nóg. Þær vilja vera númer eitt og tvö.“

Valtýr spurði feðginin einnig um uppáhalds leikmenn þeirra í landsliðinu. Einar sagði varnarjaxlana vera sína menn, en Björgvin Páll Gústavsson, Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson eru í uppáhaldi hjá Guðlaugu. Margrét heldur heldur hins vegar mest upp á Arnór Þór Gunnarsson og Björgvin.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan en óhætt er að mæla með lokakafla þess.


Tengdar fréttir

Snorri Steinn: Fór aðeins um mig

"Það er engin spurning að mér er létt. Dagurinn eftir Svíaleikinn var erfiður og það er gott að vera kominn á kortið þó svo byrjun þessa leiks hafi ekki alveg verið sú sem maður óskaði sér," sagði Snorri Steinn Guðjónsson, leikstjórnandi íslenska landsliðsins, eftir Alsír-leikinn.

Aron: Hafði aldrei áhyggjur

Aron Pálmarsson var maður leiksins í sigri Íslands á Alsír í kvöld en eftir erfiða fæðingu er Íslands loksins komið á blað á HM í handbolta.

Tuttugu boðið til Katar | Einar "Riffill" fer með

Handknattleikssamband Íslands fékk það einstaka tækifæri frá mótshöldurum á HM í Katar að senda 20 stuðningsmenn frítt á mótið. Það er allt í boði heimamanna - flug, gisting og miðar á mótið.

Einkunnir Gaupa: Aron Pálmarsson bestur

Eftir hvern leik íslenska liðsins mun Guðjón Guðmundsson, handboltasérfræðingur Stöðvar 2 Sports, gefa leikmönnum og þjálfaranum einkunnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×