Handbolti

Bara tvö lið með fleiri skot en Ísland í stöng eða slá

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Gunnarsson.
Arnór Gunnarsson. Vísir/Eva Björk
Norður-Afríkuþjóðirnar Túnis og Alsír eru þær einu á HM í handbolta í Katar sem hafa slegið við íslenska landsliðinu í skotum í slá eða stöng á mörkum andstæðinganna.

Íslenska liðið hefur átt sjö stangar- og sláarskot í tveimur fyrstu leikjum sínum, sex á móti Svíþjóð og eitt á móti Alsír í gær.

Túnis og Alsír hafa bæði átt átta stangar- og sláarskot í tveimur fyrstu leikjum sínum en Alsíringar skutu þó aðeins einu sinni í stöngina á móti Íslandi í gær.

Aron Pálmarsson og Arnór Gunnarsson hafa báðir átti tvö skot í stöng eða slá en auk þeirra hafa þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason og Guðjón Valur Sigurðsson átti skot í tréverkið.



Flest stangar- og sláarskot á HM í handbolta 2015:

(Eftir tvo fyrstu leiki liðanna)

Túnis 8

Alsír 8

Ísland 7

Íran 7

Tékkland 6

Hvíta-Rússland 6

Austurríki 5

Danmörk 5

Spánn 5

Argentína 5

Sádí-Arabía 4

Frakkland 3

Bosnía 3

Katar 3

Síle 3

Makedónía 3

Rússland 3

Egyptaland 3

Svíþjóð 2

Pólland 2

Brasilía 2

Slóvenía 2

Þýskaland 1

Króatía 1

- Byggt á tölfræði mótshaldara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×