Handbolti

Þriðja tap Hvít-Rússa í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/AFP
Brasilíumenn hafa verið að bíta frá sér í fyrstu tveimur leikjum sínum á HM í handbolta en fagnaði loksins fyrsta sigrinum í dag þegar brasilíska liðið vann fimm marka sigur á Hvít-Rússum, 34-29.

Hvít-Rússar hafa þar með tapað fyrstu þremur leikjum sínum á heimsmeistaramótinu. Þeir komust í 2-0 og 3-1 en Brassarnir náðu fljótlega frumkvæðinu og héldu því út leikinn.

Brasilíska liðið tapaði fyrir Katar í fyrsta leik og tapaði síðan með aðeins tveimur mörkum á móti heimsmeisturum Spánverja í leiknum á undan.

Brasilíumenn voru 16-12 yfir í hálfleik og náðu mest sex marka forskoti í seinni hálfleiknum en munurinn var þó aðeins eitt mark eftir átta mínútna leik í seinni hálfleiknum.  

Felipe Ribeiro var með níu mörk úr tíu skotum fyrir Brasilíu og hin hárfagri Fabio Chiuffa bætti við sjö mörkum úr átta skotum. Siarhei Rutenka og Dzianis Rutenka skoruðu báðir sex mörk fyrir Hvít-Rússa alveg eins og Dzmitry Nikulenkau.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×