Njarðvík fór í gang í seinni hálfleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2015 20:59 Björg Guðrún Einarsdóttir og stöllur hennar þurftu að játa sig sigraðar í kvöld. vísir/vilhelm Njarðvík varð í kvöld þriðja liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Powerade-bikarsins í körfubolta kvenna þegar liðið lagði KR, 56-49, suður með sjó. Liðin buðu ekki upp á neina skotsýningu í Ljónagryfjunni í kvöld en skotnýing liðanna var með slakasta móti. KR-konur hittu aðeins úr 39% skota sinna innan teigs og 14% úr þriggja stiga skotum. Skotnýting Njarðvíkur var snöggtum skárri; 37% innan teigs og 26% fyrir utan. Gestirnir úr Vesturbænum voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum með 14 stigum, 16-30, en Njarðvík skoraði aðeins fimm stig í 2. leikhluta. Seinni hálfleikurinn var hins vegar eign heimakvenna. KR spilaði ágætlega fyrstu mínútur hans en Njarðvík skellti í lás í vörninni um miðjan 3. leikhluta. Njarðvíkurstúlkur breyttu stöðunni úr 19-37 í 33-37 á síðustu fimm mínútum leikhlutans og náðu svo loks forystunni þegar þrjár mínútur voru eftir, 52-49. KR skoraði ekki stig á síðustu fimm mínútum leiksins og svo fór að Njarðvík vann sjö stiga sigur, 56-49. Nikitta Gartrell var atkvæðamest í liði Njarðvíkur með 24 stig, 15 fráköst og fimm stoðsendingar. Björk Gunnarsdóttir kom næst með 10 stig. Bergþóra Holton Tómasdóttir skoraði mest fyrir KR, eða 11 stig. Hún tók einnig 10 fráköst. Í gær tryggðu Snæfell og Grindavík sér sæti í undanúrslitunum en það ræðst á morgun hvort það verður Keflavík eða Breiðablik sem verður fjórða liðið í undanúrslitunum.Tölfræði leiks: Njarðvík-KR 56-49 (11-16, 5-14, 17-7, 23-12)Njarðvík: Nikitta Gartrell 24/15 fráköst/5 stoðsendingar, Björk Gunnarsdótir 10/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 8/4 fráköst, Erna Hákonardóttir 8/6 fráköst, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir 6, Svala Sigurðadóttir 0, Snjólaug Ösp Jónsdóttir 0, María Ben Jónsdóttir 0, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 0, Júlia Scheving Steindórsdóttir 0, Elínora Guðlaug Einarsdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0.KR: Bergþóra Holton Tómasdóttir 11/10 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Simone Jaqueline Holmes 10/13 fráköst, Helga Einarsdóttir 10/12 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 6/5 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 2, Perla Jóhannsdóttir 0, Elín Þóra Helgadóttir 0, Salvör Ísberg 0, Anna María Ævarsdóttir 0, Þórkatla Dagný Þórarinsdóttir 0.Dómarar: Halldor Geir Jensson, Steinar Orri Sigurðsson Dominos-deild kvenna Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Njarðvík varð í kvöld þriðja liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Powerade-bikarsins í körfubolta kvenna þegar liðið lagði KR, 56-49, suður með sjó. Liðin buðu ekki upp á neina skotsýningu í Ljónagryfjunni í kvöld en skotnýing liðanna var með slakasta móti. KR-konur hittu aðeins úr 39% skota sinna innan teigs og 14% úr þriggja stiga skotum. Skotnýting Njarðvíkur var snöggtum skárri; 37% innan teigs og 26% fyrir utan. Gestirnir úr Vesturbænum voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum með 14 stigum, 16-30, en Njarðvík skoraði aðeins fimm stig í 2. leikhluta. Seinni hálfleikurinn var hins vegar eign heimakvenna. KR spilaði ágætlega fyrstu mínútur hans en Njarðvík skellti í lás í vörninni um miðjan 3. leikhluta. Njarðvíkurstúlkur breyttu stöðunni úr 19-37 í 33-37 á síðustu fimm mínútum leikhlutans og náðu svo loks forystunni þegar þrjár mínútur voru eftir, 52-49. KR skoraði ekki stig á síðustu fimm mínútum leiksins og svo fór að Njarðvík vann sjö stiga sigur, 56-49. Nikitta Gartrell var atkvæðamest í liði Njarðvíkur með 24 stig, 15 fráköst og fimm stoðsendingar. Björk Gunnarsdóttir kom næst með 10 stig. Bergþóra Holton Tómasdóttir skoraði mest fyrir KR, eða 11 stig. Hún tók einnig 10 fráköst. Í gær tryggðu Snæfell og Grindavík sér sæti í undanúrslitunum en það ræðst á morgun hvort það verður Keflavík eða Breiðablik sem verður fjórða liðið í undanúrslitunum.Tölfræði leiks: Njarðvík-KR 56-49 (11-16, 5-14, 17-7, 23-12)Njarðvík: Nikitta Gartrell 24/15 fráköst/5 stoðsendingar, Björk Gunnarsdótir 10/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 8/4 fráköst, Erna Hákonardóttir 8/6 fráköst, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir 6, Svala Sigurðadóttir 0, Snjólaug Ösp Jónsdóttir 0, María Ben Jónsdóttir 0, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 0, Júlia Scheving Steindórsdóttir 0, Elínora Guðlaug Einarsdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0.KR: Bergþóra Holton Tómasdóttir 11/10 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Simone Jaqueline Holmes 10/13 fráköst, Helga Einarsdóttir 10/12 fráköst, Sara Mjöll Magnúsdóttir 6/5 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 2, Perla Jóhannsdóttir 0, Elín Þóra Helgadóttir 0, Salvör Ísberg 0, Anna María Ævarsdóttir 0, Þórkatla Dagný Þórarinsdóttir 0.Dómarar: Halldor Geir Jensson, Steinar Orri Sigurðsson
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn