Handbolti

HM-Handvarpið: Íslenskur úrslitaleikur í Katar?

Ísland er með tvö stig eftir tvo leiki í C-riðli HM í handbolta, en það svaraði fyrir skelfilegan leik gegn Svíum með því að vinna Alsír þrátt fyrir erfiða byrjun.

Tómas Þór Þórðarson og Ásgeir Jónsson fara yfir fyrstu tvo leikdagana í HM-Handvarpinu, hlaðvarpi Vísis um HM í handbolta.

Sjá einnig:HM-Handvarpið: Hitað upp fyrir Katar

Dagur Sigurðsson fær mikið lof fyrir byrjun sinna manna og þá var Guðmundur Guðmundsson með Danina á 4-18 tíma myndbandsfundi eftir jafnteflið gegn Argentínu.

Dómgæslan á mótinu er gagnrýnd harkalega og þá er spænskur leikmaður kominn í harða samkeppni við einn danskan um besta útlitið á mótinu.

Hægt er að hlusta á annan þátt HM-Handvarpsins í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Káta kylfinginn í landsliðið

Ísland er komið af stað á HM í handbolta þrátt fyrir pínlega byrjun gegn Alsír í gær. Strákarnir unnu sín fyrstu stig á mótinu en fyrirliðinn segir deginum ljósara hvað þurfi að gera til að ná árangri í Katar.

Arnór hefur ekki áhyggjur af lærinu

Arnór Þór Gunnarsson fékk þungt högg framan á hægra lærið í leiknum gegn Alsír í gær og var hann nokkra stund að hrista það af sér. Hann hefur þó ekki áhyggjur af því að það muni há honum í keppninni.

Snorri Steinn með tvöfalt tímamótamark á móti Alsír

Snorri Steinn Guðjónsson skoraði sögulegt mark fyrir íslenska handboltalandsliðið í sigurleiknum á móti Alsír á HM í handbolta í gær. Fyrra mark Snorra í leiknum var nefnilega tvöfalt tímamótamark.

Aron með flestar stoðsendingar á HM til þessa

Aron Pálmarsson er efstur í stoðsendingum hjá mótshöldurum eftir tvær fyrstu umferðirnar á HM í handbolta í Katar og hann er jafnframt í 3. sæti yfir þá sem hafa átt þátt í flestum mörkum.

Aron Rafn: Gaui er búinn að tala um að hann geti þetta ennþá

Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson stóð sig mjög vel þegar hann kom inná í leiknum gegn Alsír í gær. Hann varði 6 af 9 skotum á lokakaflanum þegar Íslendingar náðu að sigla sigrinum í höfn. Aron Rafn bíður spenntur eftir leiknum við Frakka en Arnar Björnsson hitti á hann í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×