Fleiri fréttir

Elliðaár: Umsóknir verða færðar til

"Það hefur verið vinnuregla undanfarin ár að þeim sem ekki komast að á morgunvöktum er reynt að koma fyrir á vaktir eftir hádegið," segir Ásmundur Helgason, stjórnarmaður í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur (SVFR), í stuttu spjalli við Veiðivísir.

Laudrup: Jafntefli voru sanngjörn úrslit

Michael Laudrup, knattspyrnustjóri Swansea, var á þeirri skoðun að jafntefli hefði verið sanngjörn úrslit þegar lið hans gerði jafntefli, 2-2, við Arsenal í ensku bikarkeppninni í dag.

Cavani skaut Roma í kaf

Napoli vann frábæra og sannfærandi sigur, 4-1, á Roma í ítölsku seríu A-deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Helena og félagar bikarmeistarar í Slóvakíu

Helena Sverrisdóttir og félagar í Good Angels Kosice tryggðu sér slóvakíska bikarmeistaratitilinn í körfubolta í kvöld með 76-58 sigri á MBK Ruzomberok í úrslitaleik. Þetta er þriðji stóri titilinn sem Helena vinnur með slóvakíska félaginu en liðið vann tvöfalt á hennar fyrsta tímabili í fyrra.

Rodgers: Markið átti aldrei að standa

"Sturridge er markaskorari en hann á langt í land að vera komin í gott leikform," sagði Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir sigurinn á Mansfield í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu í dag.

Dean Saunders tekur við Wolves

Samkvæmt heimildum Sky Sports hefur Dean Saunders verið ráðinn nýr knattspyrnustjóri Wolves, en Ståle Solbakken var í gær rekinn frá félaginu eftir að liðið tapaði fyrir Luton og féll úr leik í enska bikarnum.

Lampard: Vill þakka aðdáendum Chelsea fyrir allt

Frank Lampard, leikmaður Chelsea, vildi ólmur þakka aðdáendum Chelsea fyrir stuðninginn í gegnum tíðina eftir bikarleikinn gegn Southampton og vill hann meina að þeir eigi sérstakan stað í hjarta Englendingsins.

Snæfell kærir þátttöku Butler

Snæfellingar hafa lagt fram formlega kæru til KKÍ vegna þátttöku Jaleesu Butler, leikmanns Vals, í leik Snæfells og Vals í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í gær.

Dean Saunders gæti tekið við Wolves

Forráðarmenn fyrstu deildarfélagsins Doncaster hafa gefið grænt ljós á viðræður milli Dean Saunders, knattspyrnustjóra Doncaster, og Wolves en síðarnefna félagið rak stjóra sinn Ståle Solbakken í gær og leita óðum að arftaka hans.

Ólafsvíkur Víkingar eru Íslandsmeistarar í futsal

Víkingar frá Ólafsvík tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í innanhússknattspyrnu, futsal, eftir 5-2 sigur á Val í úrslitaleiknum í Laugardalshöllinni í dag en Ólafsvíkingar voru búnir að tapa úrslitaleiknum í þessari keppni undanfarin tvö ár. Valsmenn náðu því ekki að vinna tvöfalt en Valskonur urðu Íslandsmeistarar kvenna fyrr í dag.

Drátturinn í 4. umferð enska bikarsins

Dregið var í dag í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar og þar má helst nefna möguleg viðureign Stoke og Manchester City en Stoke þarf samt sem áður að vinna leik sinn gegn Crystal Palace til að komast áfram.

U-21 landsliðið fer ekki á HM

Íslenska U-21 landsliðið í handbolta mun ekki taka þátt á Heimsmeistaramótinu í Bosníu sem fram fer í júlí næsta sumar.

Rodgers mun bjóða Carragher nýjan samning

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, mun ræða við Jamie Carragher um að dvelja áfram hjá félaginu en stjórinn telur að varnarmaðurinn eigi enn nokkur góð tímabil eftir.

Valskonur Íslandsmeistarar í futsal kvenna

Svava Rós Guðmundsdóttir tryggði Valskonum Íslandsmeistaratitilinn í innanhússknattspyrnu, futsal, þegar hún skoraði sigurmarkið þremur sekúndum fyrir leikslok í dramatískum 6-5 sigri á ÍBV í úrslitaleik í Laugardalshöllinni í dag. ÍBV komst í 5-2 í úrslitaleiknum en Valskonur skoruðu fjögur mörk á síðustu fimm mínútum leiksins.

96 auð sæti á leik Mansfield og Liverpool í dag

Enska utandeildarliðið Mansfield Town spilar í dag stærsta leikinn í sögu félagsins þegar Liverpool kemur í heimsókn á Field Mill völlinn í 3. umferð ensku bikarkeppninnar. Það er setið um alla miða á leikinn en samt verða 96 auð sæti á þessum leik. Völlurinn tekur 7.574 manns.

Laudrup: Pressan er á Arsenal

Michael Laudrup, knattspyrnustjóri Swansea, segir að sitt lið hafi allt að vinna í bikarleiknum á móti Arsenal í dag. Swansea er aðeins þremur sætum á eftir Arsenal í stigatöflunni en Laudrup talar samt um sína menn sem pressulausa liðið í þessum leik.

Aron tekur þrjá markverði með - valdi 17 manna hóp

Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, hefur tilkynnt 17 manna hóp sinn fyrir Heimsmeistaramótið á Spáni sem hefst um næstu helgi. Aron valdi HM-hópinn sinn eftir æfingu liðsins í morgun en næst á dagskrá er æfingaleikur á móti Svíum í Helsingborg Arena á þriðjudaginn kemur.

NBA: Anthony með 40 stig - LA Clippers og San Antonio sterk á heimavelli

Fullt af leikjum fórum fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Carmelo Anthony skoraði 40 stig í sigri New York Knicks, Los Angeles Clippers og San Antonio Spurs héldu bæði áfram sigurgöngu sinni á heimavelli, Rajon Rondo var með þrefalda tvennu í sigir Boston Celtics, Dallas tapaði í framlengingu í fyrsta leik Dirk Nowitzki í byrjunarliðinu og James Harden reif sig upp í lokin í enn einum sigri Houston Rockets.

Rosaleg helgi hjá stjóra Mansfield Town

Þetta er engin venjuleg helgi hjá Paul Cox, fertugum stjóra utandeildarliðsins Mansfield Town. Gifting, afmæli og stórleikur á móti Liverpool var allt á dagskránni hjá honum um þessa helgi.

Benitez: Torres og Ba geta spilað saman hjá Chelsea

Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að það komi alveg til greina að láta þá Demba Ba og Fernando Torres spila saman með Chelsea á þessu tímabili. Demba Ba kom inn fyrir Torres í 5-1 bikarsigri á Southampton í gær og skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik með félaginu.

Patrekur stýrði Austurríki til sigurs á móti Sviss

Austuríska handboltalandsliðið vann í gær eins marks sigur á nágrönnum sínum í Sviss, 32-31, á æfingamóti í Winterthur í Sviss en Patrekur Jóhannesson er þjálfari austurríska landsliðsins.

Daniel Agger valinn besti fótboltamaður Dana

Daniel Agger, leikmaður Liverpool, var í gærkvöldi valinn besti knattspyrnumaður Dana en það eru danskir fótboltamenn sem standa sjálfir að kjörinu. Þetta er í annað skiptið sem Agger fær þessi verðlaun en hann var einnig kjörinn árið 2007.

Tvö keppnissæti enn laus fyrir 2013

Enn á eftir að ráða í tvö keppnissæti fyrir næsta keppnistímabil í Formúlu 1. Force India og Caterham eiga eftir að ráða sér ökumenn þó leitin hafi verið verið þrengd nokkuð.

Newey: Við erum á eftir áætlun

Nú þegar keppnisliðin í Formúlu 1 keppast við að leggja lokahönd á keppnisbíla sína fyrir næsta tímabil eru heimsmeistarar Red Bull í vandræðum, að sögn Adrian Newey, aðalhönnuðar og tæknistjóra liðsins.

Real Madrid vann í sjö marka leik

Real Madrid vann sigur á Real Sociedad, 4-3, í hreint ótrúlegum leik á Santiago Bernabéu í spænsku úrvalsdeildinni nú síðdegis. Iker Casillas, markvörður Real Madrid, byrjaði annan leikinn í röð á varamannabekknum en það tók ekki langan tíma fyrir þann spænska að koma við sögu í leiknum.

Vilanova stýrir Barcelona-liðinu á morgun

Tito Vilanova er mættur aftur til starfa hjá Barcelona aðeins tveimur vikum eftir að hann gekkst undir krabbameinsaðgerð og mun því stýra liðinu í nágrannaslagnum á móti Espanyol á morgun.

Vinnur Valur tvöfalt í futsal á morgun?

Nú er ljóst hvaða félög leika til úrslita í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu, Futsal, á morgun en undanúrslitin voru leikin í Laugardalshöll í dag. Í kvennaflokki leika Valur og íBV til úrslita klukkan 12.15 og þar geta Vestmannaeyingar varið titil sinn. Í karlaflokki leika Valur og Víkingur Ólafsvík til úrslita klukkan 14.00. Þetta kom fram á heimasíðu KSÍ.

Hörður Axel með átta stig í sigri Mitteldeutscher

Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í Mitteldeutscher unnu fjórtán stiga heimasigur á s.Oliver Baskets, 80-66, í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld en þetta var fimmti sigur liðsins í síðustu sjö leikjum.

KA-menn sömdu við markakóng 2. deildarinnar

Níu leikmenn skrifuðu í dag undir samning við 1. deildarlið KA í fótboltanum en félagið ætlar sér stóra hluti í 1. deildinni næsta sumar undir stjórn Bjarna Jóhannssonar, fyrrum þjálfara Stjörnunnar.

Hans Lindberg markahæstur í stórsigri Dana

Danska handboltalandsliðið lenti í miklum vandræðum með Túnis í gær en sýndi styrk sinn í dag með því að vinna 17 marka sigur á Svarfjallalandi, 38-21, á Totalkredit æfingamótinu sem fram fer í Danmörku.

Fiskurinn undir ísnum

Vötn eru nú víða ísilögð og árstími ísdorgsins því runninn upp. Veiðivísir spjallaði við Ingimund Bergsson, hjá Veiðikortinu, af þessu tilefni.

Joe Cole: Með heimsklassamenn í Van Persie og Giggs

Joe Cole byrjaði frábærlega með West Ham í kvöld og það munaði ekki miklu að tvær stoðsendingar hans tryggðu West Ham sigur á Manchester United í enska bikarnum. Varamaðurinn Robin Van Persie tryggði hinsvegar United annan leik með því að skora jöfnunarmark í uppbótartíma leiksins.

Svíar og Þjóðverjar gerðu jafntefli

Svíþjóð og Þýskaland gerðu 28-28 jafntefli í æfingalandsleik í Hamborg í kvöld en íslenska landsliðið í handbolta spilar einmitt við Svía á þriðjudaginn kemur í síðasta æfingaleik sínum fyrir HM á Spáni.

Sjá næstu 50 fréttir