Snæfellingar hafa lagt fram formlega kæru til KKÍ vegna þátttöku Jaleesu Butler, leikmanns Vals, í leik Snæfells og Vals í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í gær.
Valskonur tefldu fram Butler í gær en hún er nýgenginn í raðir liðsins. Snæfellingar telja að leikmaðurinn hafi ekki verið komin með leikheimild með liðinu og því sendu forráðamenn félagsins formlega kvörtun.
Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ, staðfesti þetta í samtali við íþróttadeild Morgunblaðsins en leikmaðurinn var í raun ekki komin með leikheimild og því þátttaka hennar ólögleg.
Valur vann leikinn nokkuð sannfærandi 81-64 en líklega fá Snæfellingar sigurinn dæmdan sér í hag 20-0.
Þess má geta að í byrjun síðasta tímabils kærði Valur Snæfell við svipaðar aðstæður og var þeim dæmdur sigur eftir að aga-og úrskurðarnefnd KKÍ fór yfir málið.
Snæfell kærir þátttöku Butler
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

Gott silfur gulli betra en hvað nú?
Enski boltinn


„Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“
Enski boltinn



„Ég veit ekkert hverjir þetta voru“
Íslenski boltinn

Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu
Fótbolti

Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina
Enski boltinn

Hato mættur á Brúnna
Enski boltinn
