Handbolti

Aron tekur þrjá markverði með - valdi 17 manna hóp

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson.
Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson. Mynd/Vilhelm
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, hefur tilkynnt 17 manna hóp sinn fyrir Heimsmeistaramótið á Spáni sem hefst um næstu helgi. Aron valdi HM-hópinn sinn eftir æfingu liðsins í morgun en næst á dagskrá er æfingaleikur á móti Svíum í Helsingborg Arena á þriðjudaginn kemur.

Athygli vekur að Aron velur þrjá markmenn í hópinn að þessu sinni en það eru Aron Rafn Eðvarðsson, Björgvin Páll Gústavsson og Hreiðar Leví Guðmundsson.

Daníel Freyr Andrésson, Bjarki Már Elísson og Ernir Hrafn Arnarson detta því allir út úr hópnum í viðbót við þá Ólaf Stefánsson, Ólaf Bjarka Ragnarsson og Ingimund Ingimundarson sem eru allir meiddir.

Íslenska landsliðið leikur sinn fyrsta leik á HM á Spáni á laugardaginn þegar liðið mætir Rússum. Íslensku strákarnir eru einnig í riðli með Dönum, Makedóníumönnum, Sílebúum og Katarbúum.



Íslenski hópurinn á HM 2013:

Markmenn:

Aron Rafn Eðvarðsson, Haukar

Björgvin Páll Gústavsson, Magdeburg

Hreiðar Leví Guðmundsson, Nötteröy

Vinstri hornamenn:

Guðjón Valur Sigurðsson, THW Kiel

Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen

Vinstri skyttur:

Aron Pálmarsson, THW Kiel

Ólafur Andrés Guðmundsson, Kristianstad

Ólafur Gústafsson, SG Flensburg-Handewitt

Leikstjórnendur:

Snorri Steinn Guðjónsson, GOG

Fannar Þór Friðgeirsson, Wetzlar

Hægri skyttur:

Ásgeir Örn Hallgrímsson, Paris Handball

Hægri hornamenn:

Þórir Ólafsson, KS Vive Targi Kielce

Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische handball club

Línumenn:

Róbert Gunnarsson, Paris Handball

Kári Kristján Kristjánsson, HSG Wetzlar

Vignir Svavarsson, TWD Minden

Varnarmenn:

Sverre Andreas Jakobsson, TV Grosswallstadt

Þessir fara því ekki með:

Daníel Freyr Andrésson, FH

Bjarki Már Elísson, HK

Ernir Hrafn Arnarson, Emsdetten

Ingimundur Ingimundarson, ÍR (meiddur)

Ólafur Bjarki Ragnarsson, Emsdetten (meiddur)

Ólafur Stefánsson, Lakhwiya Sports Club (meiddur)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×