Fleiri fréttir

Nesta orðaður við Guðlaug Victor og félaga

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Alessandro Nesta, varnarmaður AC Milan, íhugi það að ganga til liðs við bandaríska knattspyrnufélagið New York Red Bulls.

Tito stígur úr skugga Guardiola

Pep Guardiola hefur ákveðið að hætta hjá Barcelona eftir fjögur afar farsæl ár sem knattspyrnustjóri liðsins. Aðstoðarmaður hans, Tito Vilanova, tekur við af honum og fær tækifæri til að sanna sig á stóra sviðinu.

Wigan slátraði Newcastle | Stoke hélt jöfnu gegn Arsenal

Wigan heldur áfram ótrúlegu gengi sínu á lokasprettinum í ensku úrvalsdeildinni og í dag fékk Newcastle að kenna á því. Nikica Jelavic skoraði tvívegis í 4-0 sigri Everton á Fulham. Þá skildu Stoke og Arsenal jöfn 1-1 auk þess sem Wolves náði í stig í ótrúlegu 4-4 jafntefli gegn Swansea.

Gylfi byrjar en enginn Grétar hjá Bolton

Gylfi Þór Sigurðsson er á sínum stað í byrjunarliði Swansea sem tekur á móti Wolves í enska boltanum í dag. Eggert Gunnþór Jónsson er á bekknum hjá Úlfunum.

Samþykkt að fækka erlendum leikmönnum í körfuboltanum

Samþykkt var að gera róttækar breytingar á leikmannamálum í körfuboltanum á formannafundi KKÍ sem haldinn var í dag. Hefur stjórn KKÍ verið falið að útfæra tillögurnar sem samþykktar voru. Þetta kom fram á vef KKÍ í kvöld.

Mist hetja Vals | Björk með þrennu

Valur tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Stjörnunni í framlengdum leik í Egilshöll. Mist Edvardsdóttir, miðvörður Vals, skoraði bæði mörk Valskvenna.

Afturelding hafði betur í fyrstu rimmunni

Afturelding vann í kvöld mikilvægan sigur á Stjörnunni, 26-22, í fyrsta leik liðanna í úrslitum umspils um sæti í N1-deild karla á næstu leiktíð.

Ljónin hans Guðmundar úr leik í EHF-bikarnum

Rhein-Neckar Löwen tapaði í kvöld með fjórum mörkum í síðari undanúrslitaviðureign sinni gegn Göppingen í EHF-bikarnum. Löwen er úr leik eftir eins marks sigur í fyrri leiknum.

Vidal er ekki til sölu

Juventus hefur komið þeim skilaboðum áleiðis til Real Madrid að miðjumaðurinn Arturo Vidal sé ekki til sölu en Real hefur verið að sýna leikmanninum áhuga.

Alfreð tryggði Helsingborg stig

Landsliðsmaðurinn Alfreð Finnbogason skoraði eina mark Helsingborg í 1-1 jafntefli gegn Mjällby í efstu deild sænsku knattspyrnunnar í kvöld.

Ancelotti vill fá Suarez í sumar

Carlo Ancelotti, þjálfari franska liðsins PSG, er þegar farinn að huga að liðsstyrk fyrir næsta tímabil. Hann hefur nú viðurkennt áhuga sinn á Luis Suarez, framherja Liverpool.

Mancini: Man. City er fullkomið lið fyrir Hazard

Man. City er eitt þeirra félaga sem hefur mikinn áhuga á Belganum Eden Hazard hjá franska félaginu Lille. Roberto Mancini, stjóri Man. City, hefur staðfest áhuga sinn á leikmanninum.

Leikur nr. 2 í úrslitaeinvígi Þórs og Grindavíkur í heild sinni á Vísi

Þór frá Þorlákshöfn og Grindavík mættust í annað sinn á fimmtudaginn í úrslitum Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Grindavík hafði betur, 79-64, en það lið sem fyrr sigrar í þremur leikjum verður Íslandsmeistari. Leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 sport þar sem að Arnar Björnsson og Svali Björgvinsson lýstu leiknum. Allur leikurinn er nú aðgengilegur á sjónvarpshluta Vísis. Næsti leikur fer fram í Grindavík á sunnudaginn og þar geta Grindvíkingar landað Íslandsmeistaratitlinum.

Er þetta ótrúlegasta þriggja stiga karfa allra tíma? | Skeleskotið

Körfuboltamenn í Eistlandi er ekki mjög þekktir á Íslandi en það gæti verið að nafn Armands Skele verði þekkt stærð í framtíðinn. Bakvörðurinn Skele er leikmaður Kalev/Cramo og hann tók sig til og hitti í körfuna með ótrúlegum hætti í úrslitakeppninni gegn Rakvala Tarvas. Atvikið má sjá í myndbandinu sem segir allt sem segja þarf en þess má geta að með þessu skoti náði Skele að minnka forskot Rakvala Tarvas í þrjú stig, 77-74 og á endanum hafði lið hans betur, 92-84.

Tito Vilanova tekur við Barcelona | Guardiola hættir eftir tímabilið

Tito Vilanova mun taka við sem þjálfari stórliðsins Barcelona en Pep Guardiola mun hætta sem þjálfari liðsins í lok leiktíðar. Frá þessu var greint á blaðamannafundi í Barcelona í dag þar sem Guardiola tilkynnti um brotthvarf sitt. Hann sagði m.a. að í desember á s.l. ári hafi hann fyrst rætt við forseta liðsins um ákvörðun.

Pardew og Redknapp halda með FC Bayern gegn Chelsea

Knattpsyrnustjórarnir Alan Pardew hjá Newcastle og Harry Redknapp hjá Tottenham fara ekki leynt með þá skoðun sína að þeir munu báðir halda með þýska liðinu FC Bayern München í úrslitaleik Meistaradeild Evrópu. Chelsea leikur þar til úrslita og möguleikar Newcastle og Tottenham um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eru úr sögunni nái Chelsea að vinna Meistaradeildina.

NBA: Durant stigakóngur þriðja árið í röð

Kevin Durant framherji Oklahoma Thunder skoraði flest stig að meðaltali í NBA deildinni í körfubolta í deildarkeppninni sem lauk í nótt. Þetta er þriðja tímabili í röð þar sem hinn 23 ára gamli Durant er stigahæsti leikmaður deildarinnar. Durant, sem er 2.06 m á hæð skoraði 28 stig að meðaltali í leik í vetur en Kobe Bryant leikmaður LA Lakers kom þar næstur með 27,8 stig að meðaltali.

Guardiola hættur | Barcelona boðar til blaðamannafundar í dag

Forráðamenn spænska fótboltaliðsins Barcelona hafa boðað til blaðamannafundar í hádeginu þar sem tilkynnt verður að Pep Guardiola sé hættur sem þjálfari liðsins. Hinn 41 árs gamli þjálfari hefur samkvæmt heimildum breskra netmiðla verið í viðræðum við stjórn félagsins um starfslok sín en samningur hans rennur út i lok leiktíðar. Sömu heimildir greina frá því að Guardiola hafi tilkynnt leikmönnum um ákvörðun sína á æfingu liðsins í morgun.

UEFA gefur grænt ljós á að John Terry lyfti bikarnum á loft

John Terry fyrirliði enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea er enn helsta fréttaefnið á Bretlandseyjum og víðar eftir að hann fékk rauða spjaldið í undanúrslitum Meistaradeildarinnar gegn Barcelona frá Spáni. Chelsea leikur til úrslita gegn FC Bayern á heimavelli þýska liðsins í München þann 19. maí. Terry verður í leikbanni en í gær gaf UEFA það út að Terry geti tekið þátt í verðlaunaafhendingunni eftir leik fari svo að Chelsea verði Evrópumeistari.

NBA: Hvaða lið mætast í úrslitakeppninni?

Chicago tryggði sér heimavallarétt í gegnum alla úrslitakeppnina með 107-75 sigri gegn Cleveland í lokaumferð NBA deildarinnar í nótt. Chicago er með bestan árangur allra liða í deildinni. Meistarlið Dallas hefur ekki náð sér á strik í vetur og endaði liðið í 7. sæti Vesturdeildar og miklar líkur á því að liðið nái ekki að komast í gegnum gríðarlega sterka Oklahoma lið í fyrstu umferð.

Michael Jordan á lélegasta lið allra tíma í NBA deildinni

Deildarkeppninni í NBA deildinni í körfuknattleik í Bandaríkjunum lauk í nótt og er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni. Charlotte Bobcats, liðið sem Michael Jordan á, náði ekki að landa sigri í lokaumferðinni og er Charlotte þar með lélegasta lið NBA deildarinnar frá upphafi. Liðið tapaði 104-84 gegn New York á útivelli og var þetta 23. tapleikur liðsins í röð.

Quashie sá rautt í sínum fyrsta leik með ÍR

Englendingurinn Nigel Quashie fékk að líta rauða spjaldið skömmu eftir að hafa komið inn á sem varamaður í fyrsta leik sínum með ÍR í kvöld. Vefsíðan fotbolti.net greinir frá þessu.

Engin tilboð borist í Gylfa

Markus Babbel, knattspyrnustjóri Hoffenheim í Þýskalandi, segir að engin tilboð hafi enn sem komið er borist í landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson. Gylfi er nú í láni hjá Swansea í ensku úrvalsdeildinni en þar hefur hann slegið í gegn. Hann er hins vegar samningsbundinn Hoffenheim til 2014.

Tekur Villas-Boas við Barcelona?

Flestir fjölmiðlar á Spáni og víðar um Evrópu virðast nú á einu máli um að Pep Guardiola muni tilkynna á morgun að hann muni hætta sem knattspyrnustjóri Barcelona í lok leiktíðar.

Breytingar á Veiðivísi

Aukinn kraftur verður settur í umfjöllun um veiði á Veiðivísi frá og með þriðjudeginum 1. maí. Fjórir blaðamenn hafa verið fengnir til að sinna vefnum.

Kaka vinsælasta íþróttastjarna heims á Twitter

Brasilíumaðurinn Kaka er vinsælasti íþróttamaðurinn á Twitter í heiminum í dag. Hann er sá eini úr röðum íþróttamanna sem á meira en 10 milljónir fylgjendur á vefsíðunni vinsælu.

Anzhi ætlar að reyna að kaupa Alves

Rússneska félagið Anzhi Makhachkala er ekki hætt að eyða stjarnfræðilegum peningum í leikmenn og félagið ætlar nú að gera bakverði Barcelona, Dani Alves, tilboð sem hann getur ekki hafnað.

Umfjöllun og viðtöl: Þór - Grindavík 64-79

Grindavík er einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum í körfubolta eftir magnaðan útisigur á Þór í Þorlákshöfn í kvöld. Grindavík er komið með 2-0 forskot í einvíginu.

Salgado gæti spilað með Beckham á ný

Varnarmaðurinn Michel Salgado mun yfirgefa herbúðir Blackburn í sumar. Salgado var arfaslakur fyrir Blackburn fyrri hluta móts og hefur ekki spilað mínútu eftir áramót.

Örvar ráðinn til Njarðvíkur

Örvar Þór Kristjánsson hefur verið ráðinn til síns gamla félags, Njarðvíkur, og mun hann verða aðstoðarþjálfari Einars Árna Jóhannessyni næstu tvö árin hið minnsta.

Gerrard nær bikarúrslitaleiknum

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, segir að fyrirliðinn Steven Gerrard hafi jafnað sig fyllilega á meiðslum sínum og að hann verði klár í slaginn þegar að liðið mætir Chelsea í úrslitum ensku bikarkeppninnar þann 5. maí.

Fjórði sigur Elfsborg í röð

Skúli Jón Friðgeirsson sneri aftur eftir meiðsli og spilaði síðustu mínúturnar er lið hans, Elfsborg, vann sinn fjórða leik í röð í sænsku úrvalsdeildinni.

Sunderland hjálpar Larsson við að komast á EM

Svíinn Sebastian Larsson er farinn í stutt sumarfrí enda getur hann ekki leikið fleiri leiki með Sunderland í vetur vegna meiðsla. Sömu sögu er að segja af Kieran Richardson en báðir hafa þurft að fara í aðgerða vegna meiðsla sinna.

Olic fer til Wolfsburg í sumar

Markamaskínan Ivica Olic er á förum frá FC Bayern í sumar en mun spila áfram í Þýskalandi því hann er búinn að semja við Wolfsburg til tveggja ára.

Sjá næstu 50 fréttir