Samþykkt að fækka erlendum leikmönnum í körfuboltanum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. apríl 2012 21:46 J'Nathan Bullock hefur slegið í gegn með Grindavík í vetur. Samþykkt var að gera róttækar breytingar á leikmannamálum í körfuboltanum á formannafundi KKÍ sem haldinn var í dag. Hefur stjórn KKÍ verið falið að útfæra tillögurnar sem samþykktar voru. Þetta kom fram á vef KKÍ í kvöld. Samkvæmt þeim verður aðeins heimilt að hafa tvo erlenda leikmenn á vellinum hverju sinni í leikjum í úrvalsdeild karla. Í leikjum 1. deildar karla og úrvalsdeildar kvenna má nú aðeins vera með einn erlendan leikmann inn á í einu. Hingað til hefur liðum verið heimilt að vera með tvo bandaríska leikmenn og svo ótakmarkaðan fjölda leikmanna með evrópskt ríkisfang í leikmannahópnum. Reglubreytingarnar banna í sjálfu sér ekki að vera með fleiri en tvo erlenda leikmenn í hópnum en þær setja liðum takmarkanir um notkun þeirra í leikjum. Þá var einnig mælt með því að breyta félagaskiptareglunum. Opið verður fyrir félagaskipti frá 1. júní til 15. nóvember og svo aftur frá 1. janúar til 31. janúar. Hingað til hefur verið heimilt að skipta út bandarískum leikmönnum fyrirvaralaust og þess vegna í miðri úrslitakeppni - eins og Þórsarar gerðu vegna meiðsla Matthew Hairston fyrr í þessu mánuði. Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdarstjóri KKÍ, sagði við Vísi í kvöld að sú regla sé orðin 30 ára gömul og því sé um mikla breytingu að ræða fyrir körfuboltahreyfinguna. Félagaskiptaglugginn fyrir íslenska og evrópska leikmenn hefur hingað til aðeins verið lokaður frá 5. febrúar til 31. maí. Nýju dagsetningarnar munu ná yfir alla leikmenn. Gert er ráð fyrir því að félög muni byrja að vinna eftir þessum reglum eftir nokkrar vikur, þegar stjórn KKÍ hefur skilað af sér tillögum að reglubreytingum. Þær verða þó ekki formlega samþykktar fyrr en á næsta formannafundi KKÍ, sem haldinn verður í ágúst. Friðrik Ingi sagði að þessar tillögur hefðu verið samþykktar af miklum meirihluta fundarmanna í dag. Dominos-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira
Samþykkt var að gera róttækar breytingar á leikmannamálum í körfuboltanum á formannafundi KKÍ sem haldinn var í dag. Hefur stjórn KKÍ verið falið að útfæra tillögurnar sem samþykktar voru. Þetta kom fram á vef KKÍ í kvöld. Samkvæmt þeim verður aðeins heimilt að hafa tvo erlenda leikmenn á vellinum hverju sinni í leikjum í úrvalsdeild karla. Í leikjum 1. deildar karla og úrvalsdeildar kvenna má nú aðeins vera með einn erlendan leikmann inn á í einu. Hingað til hefur liðum verið heimilt að vera með tvo bandaríska leikmenn og svo ótakmarkaðan fjölda leikmanna með evrópskt ríkisfang í leikmannahópnum. Reglubreytingarnar banna í sjálfu sér ekki að vera með fleiri en tvo erlenda leikmenn í hópnum en þær setja liðum takmarkanir um notkun þeirra í leikjum. Þá var einnig mælt með því að breyta félagaskiptareglunum. Opið verður fyrir félagaskipti frá 1. júní til 15. nóvember og svo aftur frá 1. janúar til 31. janúar. Hingað til hefur verið heimilt að skipta út bandarískum leikmönnum fyrirvaralaust og þess vegna í miðri úrslitakeppni - eins og Þórsarar gerðu vegna meiðsla Matthew Hairston fyrr í þessu mánuði. Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdarstjóri KKÍ, sagði við Vísi í kvöld að sú regla sé orðin 30 ára gömul og því sé um mikla breytingu að ræða fyrir körfuboltahreyfinguna. Félagaskiptaglugginn fyrir íslenska og evrópska leikmenn hefur hingað til aðeins verið lokaður frá 5. febrúar til 31. maí. Nýju dagsetningarnar munu ná yfir alla leikmenn. Gert er ráð fyrir því að félög muni byrja að vinna eftir þessum reglum eftir nokkrar vikur, þegar stjórn KKÍ hefur skilað af sér tillögum að reglubreytingum. Þær verða þó ekki formlega samþykktar fyrr en á næsta formannafundi KKÍ, sem haldinn verður í ágúst. Friðrik Ingi sagði að þessar tillögur hefðu verið samþykktar af miklum meirihluta fundarmanna í dag.
Dominos-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Sport Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira