Fleiri fréttir

Gunnar Einarsson aftur til Leiknis

Varnarmaðurinn Gunnar Einarsson verður aftur spilandi aðstoðarþjálfari Leiknis í 1. deildinni, eftir stutt stop hjá Víkingi í sumar.

Ferguson óánægður með Liverpool og ummæli Poyet

Alex Ferguson vildi lítið segja um kynþáttaníðsdeiluna á milli Luis Suarez og Patrice Evra en sagði þó að Liverpool hafa ekki farið eftir fyrirmælum enska knattspyrnusambandsins í málinu. Hann var einnig ósáttur við ummæli Gus Poyet.

Rakel með slitið krossband og missir af HM

Rakel Dögg Bragadóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, verður ekki með Íslandi á HM í Brasilíu sem hefst eftir tvær vikur þar sem hún er með slitið krossband í hné.

Þórir Ólafsson: Ekki bara Lödur á götunni hérna

Hornamaðurinn Þórir Ólafsson ákvað að söðla um í sumar. Eftir sex góð ár í Þýskalandi ákvað hann að reyna fyrir sér í Póllandi, fyrstur allra Íslendinga. Fleiri Íslendingar hafa fengið boð um að fara þangað en ekki verið til í að taka slaginn.

Kolbeinn er enn í göngugifsi og á hækjum

Kolbeinn Sigþórsson var búinn að stimpla sig inn í Ajax-liðið í haust, hafði skorað fimm mörk í fyrstu sjö leikjunum og fram undan var mikið ævintýratímabil með toppbaráttu í Hollandi og leikjum í Meistaradeildinni. Í millitíðinni kom hann heim og tryggði íslenska karlalandsliðinu langþráðan sigur í undankeppni með sínu fjórða A-landsliðsmarki í aðeins átta leikjum.

Guðmundur æfir mögulega með MLS-liðinu New England

„Það verður ekkert af því að ég fari í atvinnumennsku að þessu sinni. Þá er bara að skella sér til Harvard og mér finnst það alls ekkert verra,“ sagði Guðmundur Reynir Gunnarsson kátur, en hann fer í skiptinám í hinn heimsfræga Harvard-háskóla eftir áramótin.

Huddersfield hefur spilað 42 leiki í röð án þess að tapa

Harðjaxlinn Lee Clark hefur náð frábærum árangri með Huddersfield, en liðið hefur undir stjórn hans ekki enn tapað deildarleik á árinu 2011. Ef liðið tapar ekki fyrir Notts County í ensku C-deildinni um helgina slær það 33 ára gamalt met Nottingham Forest, sem lék 42 leiki í röð án taps undir stjórn hins goðsagnakennda Brians Clough.

Jón Arnór og Haukur Helgi mætast á morgun

Það verður söguleg stund fyrir íslenskan körfubolta í hádeginu á morgun þegar Assignia Manresa tekur á móti CAI Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Með þessum liðum spila nefnilega íslenskir landsliðsmenn og verður þetta í fyrsta sinn sem Íslendingar mætast í bestu körfuboltadeild í Evrópu.

Tap Man. City nam 36,3 milljörðum

Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City gaf það út í gær að tap félagsins á rekstrarárinu 2010-2011 hefði alls numið 194,9 milljónum punda, eða tæplega 36,3 milljörðum króna.

Kjarnorkuvetur í NBA: Við búum bara til nýja deild

Billy Hunter, framkvæmdastjóri NBA-leikmannasamtakanna sem voru leyst upp í byrjun síðustu viku, hefur talað um þann möguleika að NBA-leikmennirnir taki sig saman og stofni bara nýja deild. Kjarnorkuveturinn er hafinn í NBA-deildinni eftir að leikmennirnir ákváðu að fara með deiluna í réttarsalinn og samningarviðræður við eigendur NBA-liðanna fóru í algjört frost.

City virðist óstöðvandi - fyrst til að vinna Newcastle

Manchester City vann í dag enn einn sigurinn í ensku úrvalsdeildinni, í þetta sinn gegn Newcastle í toppslag deildarinnar. Newcastle tapaði þar með sínum fyrsta deildarleik á tímabilinu en City trónir á topppi deildarinnar með væna forystu.

United vann nauman sigur á Swansea

Manchester United náði að halda í við Manchester City í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar með naumum 1-0 útisigri á Swansea í lokaleik dagsins í enska boltanum.

Stuðningsmaður Man. Utd vill selja Aguero bílnúmerið KUN16

Ryder Owen, klettharður stuðningsmaður Man. Utd, hélt hann væri að gera gáfulegan hlut er hann greiddi háar fjárhæðir fyrir bílnúmeraplötuna: "KUN16". Owen hélt á þeim tíma að Sergio Aguero væri á leið til Man. Utd en úr varð nokkru síðar að hann samdi við erkifjendurna í Man. City.

Birgir Leifur með neðstu mönnum

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson náði sér engan veginn á strik á þriðja hring úrtökumótsins fyrir PGA-mótaröðina í Bandaríkjunum. Birgir Leifur lék á 76 höggum sem hans langslakasti hringur á mótinu. Birgir Leifur er í 58.-63. sæti og því með neðstu mönnum. Aðeins um 20 fara áfram og möguleikar Birgis á því að komast áfram eru því væntanlega úr sögunni.

Sigurganga KFÍ heldur áfram | öll úrslit kvöldsins í 1. deild karla

Fimm leikir fóru fram í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurganga KFÍ frá Ísafirði heldur áfram en liðið sigraði ÍG í Grindavík örugglega 78-120. KFÍ hefur unnið alla sex leiki sína. Skallagrímur er í öðru sæti deildarinnar með 10 stig eftir 7 leiki en Borgnesingar unnu Ármenninga á útivelli, 77-98. Þór frá Akureyri er eina liðið í deildinni sem er án stiga en Þórsarar töpuðu sínum sjöunda leik í kvöld og nú gegn Hetti frá Egilsstöðum 74-84.

Úrslit kvöldsins í N1-deild kvenna

Þrír leikir fóru fram í N1-deild kvenna í kvöld og er óhætt að segja að afar lítil spenna hafi verið í leikjum kvöldsins. Hún var reyndar engin því Valur, Fram og Stjarnan unnu leiki sína afar örugglega.

Eftirmaður Hiddink ráðinn í Tyrklandi

Abdullah Avci, fyrrum þjálfari U-17 liðs Tyrklands, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Tyrklands en Guus Hiddink var sagt upp störfum á dögunum.

Vieira: City á Tevez mikið að þakka

Patrick Vieira, fyrrum leikmaður Manchester City og nú einn yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu, segir að félagið eigi þrátt fyrir allt Carlos Tevez mikið að þakka.

Sexwale: Ummæli Blatter óheppileg

Suður-Afríkumaðurinn Tokyo Sexwale segir að ummælin sem Sepp Blatter, forseti FIFA, lét falla í gær hafi verið óheppileg.

Rakel samdi við Breiðablik

Breiðablik fékk góðan liðsstyrk í dag þegar landsliðskonan Rakel Hönnudóttir skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Rakel kemur til félagsins frá KA/Þór þar sem hún hefur verið í algjöru lykilhlutverki undanfarin ár. Missir Akureyrarliðsins er því mikill.

Beckham segir lítið um framtíðina

David Beckham hefur lítið vilja segja um hvað taki við hjá honum eftir að keppnistímabilinu í bandarísku MLS-deildinni lýkur um helgina.

Cleverly frá fram að jólum

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur staðfest að miðjumaðurinn Tom Cleverley verði frá vegna meiðsla fram að jólum.

Gibbs og Jenkinson báðir meiddir

Arsenal varð fyrir áfalli í dag er fréttir bárust af því að bakvörðurinn Kieran Gibbs verði frá næsta mánuðinn vegna meiðsla.

Norðmenn fyrirmynd í laxeldi?

Merkilegur fréttaflutningur átti sér stað í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkveldi. Þar var fjallað um laxeldi hérlendis en því miður með mjög einhliða hætti.

The Mirror: Lögreglan vill kæra Terry

Enska götublaðið The Mirror staðhæfir í dag að lögreglan í Lundúnum ætli að krefjast þess að John Terry verði kærður af saksóknara bresku krúnunnar.

Ágúst hættir hjá Levanger eftir tímabilið

Ágúst Þór Jóhannsson mun hætta að þjálfa norska úrvalsdeildarfélagið Levanger eftir að keppnistímabilinu lýkur. Þetta kemur fram í staðarblaðinu Trönder Avisa.

Poyet: Evra er grenjuskjóða

Gus Poyet, knattspyrnustjóri Brighton, hefur komið landa sínum, Luis Suarez, til varnar í kynþáttaníðsdeilunni á milli þess síðarnefnda og Patrice Evra, bakverði Manchester United.

Stabæk greiðir Nancy 33 milljónir vegna sölu Veigars Páls

Forráðamenn norska félagsins Stabæk hafa tilkynnt að félagið hafi komist að samkomulagi við Nancy í Frakklandi um að greiða því 1,6 millón norskra króna, um 33 milljónir króna, vegna sölunnar á Veigar Páli Gunnarssyni til Vålerenga. Þetta gætu reynst góð tíðindi fyrir Stjörnuna og KR.

Edda samdi á ný við KIF Örebro

Edda Garðarsdóttir hefur samið á ný við sænska fótboltaliðið KIF Örebro og er samningurinn til þriggja ára. Landsliðskonan hefur verið hjá Örebro frá árinu 2009.

Pétur verður eftirmaður Péturs hjá Haukum

Pétur Rúðrik Guðmundsson var í gærkvöldi ráðinn þjálfari körfuknattleiksliðs Hauka í Iceland Express-deild karla. Tekur hann við af Pétri Ingvarssyni sem hætti með liðið í síðustu viku.

Tiger tapaði en Bandaríkin í forystu

Tiger Woods er enn án sigurs í Forsetabikarnum í golfi en lið Bandaríkjanna hefur engu að síður forystu gegn heimsúrvalinu eftir fyrstu tvo keppnisdagana.

Sigfús: Þarf bara að taka aðeins af varaforðanum

Valsmaðurinn Sigfús Sigurðsson hefur verið orðaður við endurkomu í íslenska landsliðið að undanförnu en hann meiddist á ökkla í fyrri hálfleik í sigri Vals á Gróttu í gær og kom ekki meira við sögu í leiknum.

Magnús og Marvin skora mest Íslendinga

Íslenskir leikmenn eru ekki mjög áberandi meðal stigahæstu leikmanna Iceland Express-deildar karla í körfubolta, en sex umferðir eru nú búnar af deildinni. Enginn kemst inn á topp tíu og aðeins þrír eru á topp tuttugu ef við teljum Justin Shouse með, en hann fékk íslenskan ríkisborgararétt í sumar.

Kemur umboðsmaðurinn til bjargar?

Skotinn Willie McKay er umdeildur umboðsmaður knattspyrnumanna og meðal þeirra þekktustu í sinni starfsstétt. Hann var einn þeirra sem rannsóknarnefnd enska knattspyrnusambandsins tók sérstaklega fyrir árið 2007 þegar grunur lék á um stórfellda mútustarfsemi í tengslum við félagaskipti knattspyrnumanna.

Fram flaug á toppinn - myndir

Fram er í toppsæti N1-deildar karla eftir dramatískan sigur á Íslandsmeisturum FH í Safamýri í gær. Leikurinn var afar sveiflukenndur en Framarar mörðu sigur undir lokin.

Romanov setur Hearts á sölu

Litháinn Vladimír Romanov hefur ákveðið að setja skoska knattspyrnufélagið Hearts á sölu, þar sem hann er orðinn þreyttur á fótbolta. Hann keypti félagið árið 2005 en landsliðsmaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson er á mála hjá félaginu.

Sjá næstu 50 fréttir