Fleiri fréttir

Bjarni: Auðveldara að peppa sig upp í stærri leiki
Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar var allt annað en sáttur við spilamennsku síns liðs í Grindavík í kvöld þar sem liðið skiptust á skiptan hlut 2-2.

Ólafur Páll: Það ná fá lið ná stigum hér í Krikanum
„Það er góð tilfinning að slá ríkjandi bikarmeistara út af laginu,“ sagði Ólafur Páll Snorrason, leikmaður FH, eftir sigurinn gegn KR í kvöld.

Kjartan: Þetta er súr tilfinning
„Þetta er mjög súr tilfinning,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, eftir leikinn í kvöld.

Haukur Páll: Þurfum að koma fjárhagslegu málunum úr hausnum á okkur
"Að sjálfsögðu erum við sárir. Við ætluðum að selja okkur dýrt eins og við vissum að þeir myndu gera en það gekk ekki upp í dag," sagði Haukur Páll Sigurðsson svekktur eftir 1-0 tap á heimavelli gegn Keflavík.

Atli: Vorum betri aðilinn nánast allan leikinn
„Það er alltaf gaman að vinna sama á móti hverjum það er, en það er samt eitthvað sérstakt við að leggja KR af velli,“ sagði Atli Guðnason, leikmaður FH, eftir leikinn í kvöld.

Rúnar: Aldrei gaman að tapa fótboltaleikjum
„Það er aldrei gaman að tapa fótboltaleikjum,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld.

Kristján: Launamálin hafa gríðarleg áhrif á okkur
Kristján Guðmundsson þjálfari Valsmanna sagðist svekktur með 1-0 tapið gegn Keflvíkingum. Hann tók undir með blaðamanni að færin hefðu verið af skornum skammti.

Heimir: Sem betur fer náðum við að sigla þessu heim
„Þetta er mjög góð tilfinning og virkilega góður leikur hjá FH í kvöld,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn í kvöld.

Willum Þór: Hroðalegt ef maður fer í punktatalningu
Willum Þór Þórsson var afar ánægður með sigur sinna manna á Valsmönnum. Sigurinn var langþráður enda Keflvíkingar ekki unnið leik síðan í lok júlímánaðar.

Cleverley verður frá í einn mánuð - er ekki fótbrotinn
Tom Cleverley, miðjumaður Manchester United, er ekki fótbrotinn eins og Sir Alex Ferguson óttaðist um eftir leik Manchester United og Bolton í ensku úrvalsdeildinni í gær. Liðbönd í vinstra fæti sködduðust hinsvegar og verður Cleverley frá í einn mánuð.

Frakkar hvíldu bestu mennina sína í stórtapi á móti Spánverjum
Evrópumeistarar Spánverja urðu fyrstir til að vinna Frakka á Evrópumótinu í körfubolta í dag þegar þeir unnu 27 stiga stórsigur, 96-69, í lokaleik liðanna í milliriðli eitt. Bæði lið voru búin að tryggja sér tvö efstu sætin í riðlinum sem og sæti í átta liða úrslitum keppninnar.

Alexis Sanchez verður frá í tvo mánuði
Knattspyrnumaðurinn, Alexis Sanchez, meiddist nokkuð illa í gær þegar Barcelona var í heimsókn hjá Real Sociedad.

Füchse Berlin vann þýsku meistarana - Alexander með 6 mörk
Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin eru áfram með fullt hús í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir 26-25 sigur á Þýskalandsmeisturum HSV Hamburg í kvöld. Füchse Berlin hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína og er á toppnum en THW Kiel, Rhein-Neckar Löwen og MT Melsungen eru öll búin að vinna báða sína leiki.

Halldór Hermann: Höfum spilað gífurlega vel í síðustu þremur leikjum
Halldór Hermann Jónsson átti fínan leik á miðju Framara þegar liðið vann mikilvægan 1-0 sigur á Breiðabliki í Pepsi-deild karla í dag. Þetta var annar sigur Framara í röð á Laugardalsvellinum sem sá ekki Framsigur í fyrstu sjö leikjunum liðsins í sumar.

Ólafur: Það gerist of oft hjá okkur að það vanti grimmd og kraft
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki ánægður með leik sinna manna eftir 0-1 tap á móti Fram á Laugardalsvellinum í kvöld. Úrslitin þýða að Blikar eiga enn á hættu áð falla úr Pepsi-deildinni þótt að margt þurfi nú að gerast til að allt fari á versta veg í Kópavoginum.

Umfjöllun: Ótrúleg dramatík í lokin þegar Fylkir vann Víking
Ásgeir Örn Arnþórsson tryggði Fylki 2-1 sigur á Víkingi með síðustu spyrnu leiksins þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Staða Víkinga versnaði því enn en þeir eru einir á botni deildarinnar níu stigum frá öruggu sæti.

Umfjöllun: Langþráður sigur Keflvíkinga
Keflvíkingar unnu mikilvægan 1-0 sigur á Valsmönnum á Hlíðarenda í dag. Leikurinn var nokkuð jafn en mark Ísaks Arnar Þórðarsonar skildu liðin að. Hagur Keflvíkinga í botnbaráttunni vænkast en draumur Valsmanna um Evrópusæti er veikari þó hann sé enn á lífi.

Umfjöllun: Jafntefli í Grindavík
Grindavík og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik í Grindavík í kvöld. Bæði lið eru því ósigruð í sex leikjum en bæði lið gera full mikið af jafnteflum til að færa sig ofar í töflunni.

Joe Cole lagði upp mark í sínum fyrsta leik með Lille
Enski knattspyrnumaðurinn, Joe Cole, byrjaði vel með Lille í sínum fyrsta leik með franska félaginu, en hann lagði upp eitt mark þegar liðið vann Saint- Etienne ,3-1, í frönsku úrvalsdeildinni.

Mörkin stóðu ekki á sér í ítalska boltanum
Sjö leikir fóru fram í ítölsku seríu A-deildinni í dag og mörkin stóðu ekki á sér. Helst ber að nefna að Juventus rústaði Parma 4-1 með mörkum frá Stephan Lichtsteiner, Simone Pepe, Arturo Vidal og Claudio Marchisio.

Spear nýtti tækifærið vel og Eyjamenn eru komnir í toppsætið
Englendingurinn Aaron Spear nýtti vel tækifæri sitt í byrjunarliði ÍBV í dag og skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Eyjamanna á Þórsurum á Hásteinsvellinum í 18. umferð Pepsi-deildar karla.

Karlalandsliðið í körfuknattleik tapaði aftur gegn Kínverjum
Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik tapaði síðari vináttulandsleiknum gegn Kínverjum í dag, en leiknum lauk með þrettán stiga sigri heimamanna, 66-79.

Fulham og Blacburn gerðu jafntefli og sitja bæði áfram í fallsæti
Fulham og Blackburn gerðu 1-1 jafntefli á Craven Cottaga í ensku úrvalsdeildinni í dag og eru því bæði áfram meðal þriggja neðstu liða deildarinnar.

Sebastian Vettel vann kappaksturinn í Monza
Sebastian Vettel, Reb Bull, kom fyrstu í mark í Formúli 1 kappakstrinum í Monza á Ítalíu í dag, en hann færist óðum nær heimsmeistaratitli ökumanna.

Búið að steypa Shaq í brons hjá LSU
Shaquille O'Neal var viðstaddur þegar LSU vígði nýja styttu af kappanum á dögunum fyrir utan Pete Maravich höllina í Baton Rouge í Louisiana. Þar spilar körfuboltalið Louisiana State University heimaleiki sína og þar lék Shaquille O'Neal með skólaliðinu frá 1989 til 1992.

Arnar tryggði Fram mikilvægan sigur á Blikum
Framarar eru ekki búnir að gefast upp í fallbaráttu Pepsi-deildar karla því þeir náðu í þrjú mikilvæg stig með því að vinna 1-0 sigur á fráfarandi Íslandsmeisturum Breiðabliks á Laugardalsvellinum í dag. Arnar Gunnlaugsson skoraði eina mark leiksins um miðjan fyrri hálfleikinn.

Ferguson: Ég er viss um að Rooney slær markamet Booby Charlton
Manchester United bætti í gær eins árs gamalt markamet Chelsea í fyrstu fjórum leikjunum með því að vinna 5-0 útisigur á Bolton og vera þar með búið að skora 18 mörk í fyrstu fjórum umferðunum. Chelsea skoraði 17 mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum í fyrra.

Fimmtán mörk og fullt hús hjá City en Mancini vill meira
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, er ekki nógu sáttur með leik sinna manna þrátt fyrir að liðið sé með fullt hús eftir fjórar umferðir og hafi þegar skorað fimmtán mörk. City er í öðru sæti á eftir United sem er með aðeins betri markatölu.

Eiga Frakkar möguleika á að vinna fyrsta gullið sitt í körfunni?
Franska landsliðið í körfubolta hélt sigurgöngu sinni áfram á EM í körfubolta á föstudaginn þegar liðið vann sex stiga sigur á heimamönnum í Litháen, 73-67. Frakkar hafa unnið alla sjö leiki sína í keppninni til þessa og gera frábæra hluti undir stjórn Vincent Collet.

Bikar á loft upp á Skaga í gær - myndir
Skagamenn eru 1. deildarmeistarar í ár og þeir fengu bikarinn afhendan eftir 5-0 stórsigur á KA á Akranesi í gær. Skagamenn tryggðu sér sæti í Pepsi-deildinni fyrir 25 dögum og voru fyrir nokkru orðnir B-deildarmeistarar.

Reykjavíkurúrvalið vann KPMG-bikarinn og setti met
Reykjavíkurúrvalið vann öruggan sigur á Landsbyggðinni í KPMG bikarnum í golfi sem lauk í gær á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Lokatölur urðu 18 vinningar gegn 6 sem er stærsti sigurinn í keppninni til þessa en þetta er í fyrsta sinn sem Reykjavíkurúrvalið vinnur í þessari árlegu keppni.

Man United óttast það að Kevin Davies hafi fótbrotið Cleverley í gær
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sagði það í viðtali við MUTV í gærkvöldi að hann óttist það að miðjumaðurinn Tom Cleverley hafi fótbrotnað í gær eftir ruddatæklingu frá Kevin Davies, fyrirliða Bolton.

Umfjöllun: FH-ingar fyrstir til að vinna KR-inga í sumar
FH varð í kvöld fyrsta liðið til að leggja KR-inga af velli í sumar, en þeir unnu bikarmeistarana ,2-1, á Kaplakrikavelli. FH-ingar léku líklega sinn besta leik í sumar og voru með undirtökin nánast allan leikinn.

Fyrsti sigur West Bromwich í höfn
West Bromwich Albion vann fínan sigur á Norwich, 1-0, en leikurinn fór fram á Carrow Road, heimavelli Norwich.

Miðstöð Boltavaktarinnar - allt á einum stað
Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum á að fylgjast með öllum leikjum dagsins í Pepsi-deild karla samtímis en þá fer fram 18. umferð deildarinnar.

Wenger: Arteta hefur allt til að verða fullkominn Arsenal-leikmaður
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, fagnaði langþráðum sigri í dag þegar Arsenal vann 1-0 heimasigur á nýliðum Swansea. Þetta var fyrsti sigur Arsenal í ensku úrsvalsdeildinni á þessu tímabili. Wenger setti nýju mennina Per Mertesacker og Mikel Arteta beint í byrjunarliðið sitt.

Rússar með sjöunda sigurinn í röð á EM í körfu
Rússar héldu sigurgöngu sinni áfram á EM í körfubolta í Litháen í kvöld með því að vinna 16 stiga sigur á Grikkjum, 83-67. Grikkir eru samt þegar búnir að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum eftir að Slóvenar töpuðu í dag en Finnland og Slóvenía mætast í hreinum úrslitaleik um fjórða og síðasta sætið í lokaumferðinni.

Stjörnustelpur tóku við Íslandsbikarnum - myndir
Stjarnan tók í dag við Íslandsbikarnum í Pepsi-deild kvenna eftir 5-0 sigur á Breiðabliki í lokaleiknum sínum. Stjörnstúlkur voru búnir að tryggja sér titilinn fyrir ellefu dögum en fengu ekki bikarinn afhentan fyrr en eftir síðasta heimaleik sinn sem var í dag.

Snorri Steinn skoraði ellefu mörk í sigri AG - tuttugu íslensk mörk
Snorri Steinn Guðjónsson skoraði ellefu mörk fyrir AG Kaupmannahöfn í dag þegar liðið vann 37-29 útisigur á Århus Håndbold í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Vettel bjóst ekki við að verða fljótastur
Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu verður fremstur á ráslínu í Monza Formúlu 1 kappakstrinum á Ítalíu í morgun. Hann náði besta tíma í tímatökunni í dag, en Lewis Hamilton á McLaren verður annar á ráslínunni, Jenson Button þriðji á McLaren og Fernando Alonso á Ferrrari fjórði.

Kolbeinn ekki á skotskónum þegar Ajax vann 3-2
Kolbeinn Sigþórsson tókst ekki að skora í fjórða leiknum í röð með Ajax en það kom ekki að sök því Ajax tryggði sér toppsæti í hollensku úrvalsdeildinni með því að vinna 3-2 útisigur á Heracles Almelo.

Rooney: Hefðum getað skorað fleiri mörk
Wayne Rooney skoraði þrennu annan leikinn í röð þegar Manchester United vann 5-0 sigur á Bolton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og hefur þar með skorað átta mörk í fyrstu fjórum umferðunum.

Jóhann Berg lagði upp mark í stórsigri AZ
Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar sem vann 4-0 stórsigur á Vitesse í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. AZ fór á toppinn með þessum sigri þar sem að Twente tapaði fhyrir Roda JC fyrr í dag og Ajax er að spila sinn leik þessa stundina.

Real Madrid vann og hefur tveggja stiga forskot á Barca
Real Madrid vann 4-2 sigur á nágrönnum sínum í Getafe í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og náði þar með tveggja stiga forystu á erkifjendur sína í Barcelona sem gerðu 2-2 jafntefli við Real Sociedad fyrr í kvöld.

Stjörnustúlkur jöfnuðu stigamet Vals í dag
Stjarnan jafnaði stigamet Vals í úrvalsdeild kvenna í dag með því að vinna 5-0 sigur á Breiðabliki í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna. Stjarnan náði í 51 af 54 mögulegum stigum og jafnaði met Vals frá árinu 2008.