Fleiri fréttir

Steven Lennon aftur maðurinn á bak við sigur Fram - myndir

Steven Lennon skoraði þrennu á Laugardalsvellinum í gær þegar Framliðið vann 3-1 sigur á Val. Þetta var aðeins annar sigur Framliðsins í Pepsi-deildinni í sumar en Lennon skoraði einmitt sigurmarkið í hinum leiknum sem var gegn Víkingum í Víkinni.

Stjörnumenn tóku aftur stig af KR-ingum - myndir

Stjörnumenn juku spennuna í toppbaráttu Pepsi-deildar karla með því að taka stig af toppliði KR á KR-vellinum í gærkvöldi. Þetta var í annað skiptið í sumar sem KR og Stjarnan gera jafntefli en KR-ingar hafa aðeins tapað fjórum stigum í hinum tólf leikjum sínum í sumar.

Umfjöllun Vísis um leiki kvöldsins

Fjórir leikir fóru fram í Pepsi-deild karla í kvöld og var mikið um að vera. Hér má finna alla umfjöllun Vísis um leikina á einum stað.

Ætli þessi hafi sofið vel í nótt?

Yoshinari Takagi, markvörður Nagoya Grampus Eight í Japan, var svo sannarlega heppinn í leik liðs síns gegn Vegalta Sendai um helgina.

LeBron James heimsótti leikmenn Barcelona fótboltaliðsins

LeBron James, einn allra besti körfuboltamaður heimsins, heimsótti leikmenn Barcelona fótboltaliðsins, besta fótboltaliðs heims, á laugardagskvöldið. James hefur verið á ferðinni um Asíu og Evrópu síðustu vikurnar til að kynna fatalínu sem er með samning við hann.

Ólafur Örn: Vantar að menn séu með smá ís í maganum

„Við vorum mjög ósáttir fyrir fyrri hálfleik. Allir leikmenn áttu mikið inni. Við vorum með vind í bakið og þeir pressa okkur til að sparka langt og það er erfitt að gera það á blautum velli og því fór boltinn oft aftur fyrir. Við vildum gera betur. Það áttu allir mikið inni og það kom ágætlega fram í seinni hálfleik,“ sagði Ólafur Örn Bjarnason, þjálfari Grindavíkur eftir markalausa jafnteflið gegn Víkingi í kvöld.

Sir Alex: Þetta var frábær frammistaða

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var ánægður með sína menn eftir 3-0 sigur á Tottenham á Old Trafford í kvöld. United gerði út um leikinn með þremur mörkum á síðasta hálftíma leiksins.

Warnock ætlar að reyna að ná í Joe Cole til QPR

Neil Warnock, stjóri Queens Park Rangers, vonast til þess að eigandaskiptin hjá félaginu gefi honum færi á því að fá til sín Joe Cole, miðjumann Liverpool. Cole gæti því verið á leiðinni aftur til London eftir misheppnaða dvöl sína í Bítlaborginni.

Halldór Orri: Ekki sáttur við þessi úrslit

„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá er ég ekki sáttur við þessi úrslit,“ sagði Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir jafnteflið við KR í kvöld.

Guðjón: Okkar versti leikur í sumar

"Ég er mjög svekktur yfir því að hafa ekki tekið öllu þrjú stigin,“ sagði Guðjón Baldvinsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir leikinn.

Bjarni: Heilt yfir ánægður með mína menn

"Þetta var frábær leikur sem bauð upp á flottan fótbolta og heilt yfir er ég sáttur með spilamennskuna hjá mínum mönnum,“ sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn.

Kári: Þrjú stór stig

Kári Ársælsson var hetja Breiðabliks en hann tryggði sínum mönnum 2-1 sigur á Fylki í Árbænum í kvöld.

Macallister hættur hjá Breiðabliki

Dylan Macallister lék í kvöld sinn síðasta leik fyrir Breiðablik. Hann kvaddi liðið í 2-1 sigurleik gegn Fylki í Árbænum í kvöld.

Ólafur Þórðar: Vanur lélegum afmælisgjöfum

„Ég fékk líka svona afmælisgjöf í fyrra - þannig að ég er vanur,“ sagði afmælisbarnið Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, eftir tap sinna manna gegn Blikum í kvöld.

Fabregas skoraði sitt fyrsta mark fyrir Barcelona

Barcelona vann 5-0 sigur á Napoli í leik liðanna í árlegum leik um Joan Gamper bikarinn í kvöld en þetta var í 46. sinn sem Barcelona byrjar tímabilið á því að spila á þessu æfingamóti sem ávallt fer fram á Nývangi. Barcelona fór þarna illa með ítalska liðið en bæði liðin spila í Meistaradeildinni í vetur.

Sókndjarfur Svartfellingur á leiðinni til Blackburn

Simon Vukcevic, landsliðsmaður Svartfjallalands, er á leið til Blackburn Rovers ef marka má breska fjölmiðla. Leikmaðurinn er sá fjórði sem gengur til liðs við botnlið ensku úrvalsdeildarinnar.

Sunnudagsmessan kaupir leikmenn fyrir Arsenal

Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðarson rifu upp peningatöskuna í þætti sínum í gær. Félagarnir komu með sínar tillögur á því hvernig verja ætti þeim peningum sem Arsene Wenger hefur á milli handanna.

Jósef Kristinn í leikmannahópi Grindavíkur

Jósef Krisinn Jósefsson er í leikmannahópi Grindavíkur sem tekur á móti Víkingum í kvöld. Alþjóðaknattspyrnusambandið úrskurðaði í síðustu viku að Jósef væri laus allra mála hjá fyrrum vinnuveitendum sínum í Búlgaríu.

Jordao Diogo semur við KR - lánaður til Grikklands

Það er skammt stórra högga á milli hjá Portúgalanum Jordao Diogo. Bakvörðurinn knái skrifaði nýverið undir samning við KR til 2013 og er nú farinn utan á lán til Pansarraikos í Grikklandi.

Dalglish hreinsar til - Kyrgiakos til Wolfsburg

Grikkinn Sotirios Kyrgiakos er á leið til þýska liðsins Wolsburg. Þýska blaðið Kicker greinir frá þessu á heimasíðu sinni í dag. Blaðið segir varnarmanninn hárprúða hafa skrifað undir tveggja ára samning.

Chicharito bíður eftir græna ljósinu frá Sir Alex

Javier „Chicharito" Hernandez er allur að koma til og það styttist í endurkomu Mexíkóbúans snaggaralega í Manchester United liðið. Það verður þó ekki fyrr en að Sir Alex Ferguson stjóri Manchester United, gefur grænt ljós.

Lineker tryggði Tottenham sinn síðasta sigur á Old Trafford

Það er óhætt að segja að líkurnar séu ekki með Tottenham sem sækir Manchester United heim í lokaumferð 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Old Trafford í kvöld. Tottenham vann síðast sigur á Old Trafford árið 1989 þegar Gary Lineker skoraði eina mark leiksins.

Meira sjálfstraust hjá Hamilton

Lewis Hamilton hjá McLaren telur að öllum Formúlu 1 ökumönnum hlakki til að keppa á Spa brautinni um næstu helgi, sem hann telur eina af bestu brautum heims. Hamilton er í þriðja sæti í stigakeppni ökumanna á eftir Sebastain Vettel og Mark Webber hjá Red Bull.

Góð kvöldveiði í Kleifarvatni

Fín veiði hefur verið í Kleifarvatni síðustu daga hjá þeim sem veiða helst á kvöldin og í ljósaskiptunum. Þá hefur urriðinn og bleikjan gengið nær landi tekið vel agn veiðimanna hvort sem um flugu eða beitu er að ræða.

Manchester United áfram á sigurbraut eftir 3-0 sigur á Tottenham

Manchester United hélt sigurgöngu sinni áfram þegar liðið vann 3-0 sigur á Tottenham á Old Trafford í lokaleik 2. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. United er með fullt hús á toppnum ásamt Manchester City og Wolves en er reyndar í 2. sætinu á eftir City þar sem United-liðið er með lakari markatölu.

Button elskar að keyra á Spa brautinni

Jenson Button hjá McLaren vann síðustu Formúlu 1 keppni, sem var í Ungverjalandi í lok júlí. Hann og Lewis Hamilton keppa á Spa brautinni um næstu helgi með McLaren, eftir sumarfrí keppnisliða sem var í ágúst.

Umfjöllun: Framarar á flugi í Laugardalnum - Lennon með þrennu

Steve Lennon var hetja Framarar þegar hann skoraði þrennu í fyrsta heimsigri liðsins í sumar. Fórnarlömbin voru Valsarar sem sáu aldrei til sólar í Laugardalnum. Lokatölur 3-1 og Framarar ekki af baki dottnir í fallbaráttunni en þeir eru ósigraðir í þremur leikjum.

Umfjöllun: Steindautt í Grindavík

Grindvíkingar og Víkingar gerðu steindautt markalaust jafntefli í leik liðanna í 16. umferð Pepsi-deild karla í Grindavík í kvöld. Það var því ekkert mark skorað í báðum innbyrðisleikjum liðanna í sumar því liðin gerðu líka markalaust jafntefli í fyrri leiknum í Víkinni.

Umfjöllun: Jafntefli niðurstaðan í Vesturbænum

KR og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld, en leikurinn fór fram á KR-vellinum. Heimamenn voru yfir í hálfleik en gestirnir mættu grimmir til leiks í þeim síðari og náðu að jafna metin. Guðjón Baldvinsson gerði mark KR-inga í leiknum og Ellert Hreinsson skoraði mark gestanna.

20 ár frá fyrsta Formúlu 1 móti Schumacher

Mercedes ökumennirnir Michael Schumacher og Nico Rosberg mæta til leiks í Formúlu 1 á Spa brautinni um næstu helgi, en þá fer tólfta Formúlu 1 mót ársins fram á braut sem margir ökumenn halda upp á. Schumacher ók í Formúlu 1 í fyrsta skipti í Formúlu 1 á Spa brautinni árið 1991 með Jordan liðinu, fyrir 20 árum síðan.

Neville: Andrúmsloftið neikvætt

Phil Neville, fyrirliði Everton, segir að frammistaða liðsins gegn QPR um helgina hafi verið léleg og að stemningin hjá félaginu sé heldur neikvæð.

Carragher ánægður með breiddina

Jamie Carragher, leikmaður Liverpool, er ánægður með að liðið skuli vera komið með eins mikla breidd í leikmmannahópinn og sýndi sig í leiknum gegn Arsenal um helgina.

Sjá næstu 50 fréttir