Fleiri fréttir

Stórsigur hjá Haugesund í fyrsta leik Andrésar

Andrés Már Jóhannesson var í byrjunarliði Haugesund sem vann 4-0 sigur á Sogndal í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Andrés Már var að leika sinn fyrsta leik með Haugesund eftir að félagið keypti hann frá Fylki á dögunum.

Pele varar Neymar við því að fara of snemma til Evrópu

Brasilíska goðsögnin Pele hvetur landa sinn Neymar til þess að vera áfram í herbúðum Santos frekar en að halda til Evrópu. Hinn 19 ára Neymar er orðaður við fjölmörg stórlið í Evrópu þar á meðal Chelsea og Manchester City.

Ólafur: Styttist í kynslóðaskipti hjá markvörðum landsliðsins

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari Íslands valdi í dag landsliðshóp sinn fyrir æfingaleikinn gegn Ungverjum í næstu viku. Ólafur valdi markverðina Hannes Þór Halldórsson og Harald Björnsson í hópinn. Ólafur segir kynslóðaskipti framundan hjá markvörðum landsliðsins.

Hargreaves sýnir Leicester engan áhuga

Sven-Göran Eriksson knattspyrnustjóri Leicester hefur útilokað að Owen Hargreaves gangi til liðs við félagið í Championship-deildinni. Að sögn Eriksson hefur Hargreaves ekki látið ná í sig sem Svíinn segir skrýtið.

Gunnleifur dottinn úr landsliðinu - Guðmundur Reynir valinn

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands sem mætir Ungverjum í vináttuleik ytra miðvikudaginn 10. ágúst. Tveir nýliðar eru í hópnum. Markverðirnir Haraldur Björnsson og Hannes Þór Halldórsson.

Knattspyrnumenn á Ítalíu hóta verkfalli

Leikmenn í Serie A hafa hótað því að fara í verkfall verði ekki gengið frá lausum endum í samkomulag þeirra við deildina. Tvisvar sinnum á síðustu leiktíð voru leikmenn nálægt því að fara í verkfall.

Lágmark að komast í Meistaradeildina

John Henry, eigandi Liverpool, segir að það yrðu honum mikil vonbrigði ef Liverpool myndi ekki takast að ná einu af efstu fjórum sætum ensku úrvalsdeildarinnar á næstu leiktíð, og komast þar með í Meistaradeild Evrópu á ný.

Breiðdalsá komin í 450 laxa

Frábær veiði hefur verið í Breiðdalsá það sem af er tímabili og nú eru 450 laxar komnir á land og tveir bestu mánuðurnir framundan. Ef þetta heldur svona áfram stefnir allt í nýtt met í ánni. Uppistaðan í veiðinni er tveggja ára lax sem kemur vel haldin úr sjó en samkvæmt Þresti Elliðasyni leigutaka Breiðdalsár þá er smálaxinn aðeins farinn að sýna sig síðustu daga.

Albert prins sýndi lipra takta er United steinlá í Marseille

David Ginola var á varmannabekk Manchester United þegar að liðið tapaði stórt fyrir Marseille í æfingaleik í gær, 8-2. Sir Alex Ferguson, stjóri liðsins, stillti upp hálfgerðu varaliði í leiknum. Fabian Barthez stóð í marki United.

Flottar bleikjur úr Kleifarvatni

Halldór Gunnarsson skellti sér í Kleifarvatnið 1. ágúst og fékk mjög fallegar bleikjur á Peacock púpu með kúluhaus. Bleikjurnar voru allt upp í 5 pund (2,4 kg). Veiðivísir hefur heyrt af nokkrum sem hafa gert fína veiði í vatninu en menn hafa verið afskaplega tregir við að gefa upplýsingar hvar þeir hafa verið að veiða þessa fiska.

Enn að jafna okkur á brotthvarfi Coyle

Barry Kilby, stjórnarformaður enska B-deildarfélagsins Burnley, segir að félagið sé enn að jafna sig á því að hafa misst knattspyrnustjórann Owen Coyle í janúar árið 2010.

Umfjöllun: Grindvíkingar stálu stigi á Hlíðarenda

Valur og Grindavík skildu jöfn 1-1 á Hlíðarenda í kvöld. Óhætt er að segja að Grindvíkingar hafi sloppið með skrekkinn enda skoruðu þeir mark sitt úr eina færi þeirra í leiknum. Valsarar skutu 21 sinni að marki en aðeins einu sinni hafnaði boltinn í netinu.

Umfjöllun: FH lagði andlausa Blika

Breiðablik er komið niður í níunda sæti í Pepsi-deild karla eftir 0-1 tap gegn FH á Kópavogsvelli í kvöld. Það var Emil Pálsson sem skoraði eina mark leiksins.

Leik Keflvíkinga og KR-inga frestað um 50 daga

Mótanefnd KSÍ hefur frestað tveimur leikjum KR-inga í Pepsi-deild karla, annarsvegar vegna þátttöku KR-liðsins í Evrópukeppni og hinsvegar vegna úrslitaleik Valitorsbikarsins. Annar leikjanna er leikur Þórs og KR sem mætast einmitt í bikarúrslitaleiknum á laugardeginum 13. ágúst en þau áttu síðan að mætast í deildinni mánudaginn 15. ágúst.

Torres sendir öðrum félögum viðvörun

Fernando Torres, leikmaður Chelsea, segir að liðið ætli sér stóra hluti á komandi leiktíð og að önnur félög þurfi að hafa áhyggjur af því.

Flott veiði í Hólsá og Ármóti

Mikil laxgengd er núna á í Hólsá og neðri svæðum Eystri Rangár og menn að gera frábæra veiði á svæðinu. Hólsársvæðið Eystra telur frá bænum Ármóti og niður að ós Hólsár að austanverðu. Þarna fer allur fiskurinn í gegn sem fer uppí Eystri Rangá og miðað við veiðitölur úr báðum ánum síðustu daga er veisla framundan.

Ytri Rangá komin yfir 1100 laxa

Ytri Rangá skreið yfir 1100 laxa í gær en alls veiddust 75 laxar yfir daginn. Helgin var fín í Ytri, á föstudag veiddust 63 laxar, laugardag 61 og á sunnudeginum og mánudag veiddust 62 laxar. Það var nóg af fiski að ganga og því var sterkasta veiðisvæðið ásinn þar sem Staurinn og Straumey voru að gefa best.

Hammerseng er ekki kona einsömul

Hin norska Gro Hammerseng, ein besta handknattleikskona heims, á von á barni og mun því lítið spila á næstu leiktíð.

Kínverjar segja Ronaldo vera hrokagikk

Kínverskir fjölmiðlamenn og knattspyrnuáhugamenn eru allt annað en ánægðir með frammistöðu Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi þar í landi á dögunum.

Nýtt tilboð á leiðinni í Fabregas

Enskir fjölmiðlar fullyrða að nýtt tilboð sé á leiðinni frá Barcelona í spænska miðjumanninn Cesc Fabregas hjá Arsenal. Pep Guardiola, stjóri Barca, lét hafa eftir sér nýverið að félaginu vantar aðeins einn leikmann til viðbótar.

Ferguson útilokar ekki að Berbatov fari

Framtíð Dimitar Berbatov hjá Manchester United er enn í óvissu en stjóri liðsins, Alex Ferguson, vildi lítið segja um mál Berbatov hjá United.

Jovanovic á leið til Anderlecht

Milan Jovanovic, leikmaður Liverpool, hefur samþykkt að ganga í raðir Anderlecht í Belgíu en síðarnefnda félagið fær hann frítt frá Liverpool.

Jón Arnór áfram í spænsku úrvalsdeildinni

Jón Arnór Stefánsson hefur samið við spænska úrvalsdeildarfélagið CAI Zaragoza og leikur með því allt næsta tímabil. Hann lék áður með CB Granada í sömu deild undanfarin tvö ár.

Þórður Þórðarson: Hef meiri trú á Fram en Víkingi

Þrettánda umferð Pepsi-deildar karla hefst í dag með fimm leikjum. Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, spáir í spilin fyrir Fréttablaðið en hann hefur ekki trú á því að önnur lið muni ógna atlögu KR að titlinum.

Ótrúleg velgengni spænsku landsliðanna

Merkilegur viðsnúningur hefur átt sér stað í frammistöðu Spánverja á stórmótum í knattspyrnu undanfarin ár. Fyrir örfáum árum þótti jafnöruggt að Spánverjar myndu ekki standa undir væntingum á stórmótum og Englendingar.

Andrés Már: Fylkistreyjan er ljót

Fylkismaðurinn Andrés Már Jóhannesson sem nýverið gekk til liðs við norska félagið FK Haugesund er í stuttu sjónvarpsviðtali á heimasíðu félagsins. Andrés Már lýsir yfir mikilli ánægju með búning norska félagsins en segir appelsínugulann Fylkisbúninginn ljótan.

Laxar á lofti við ósa Korpu

Þrátt fyrir að ágúst sé gengin í garð og á venjulegu ári ætti mesti krafturinn að vera farinn úr laxagöngunum þá er nú staðan bara allt önnur. Það er ennþá lax að ganga í Norðurá og stöðugar göngur virðast vera í flestum ánum þessa dagana.

Tiger Woods ræður æskuvin sinn sem kylfusvein til bráðabirgða

Tiger Woods mætir til leiks á WGC-Bridgestone mótið í golfi á fimmtudaginn eftir tæplega þriggja mánaða fjarveru frá golfvellinum. Woods, sem nýverið rak kylfusvein sinn Steve Williams, hefur fengið æskuvin sinn til þess að bera golfpokann á mótinu.

Zoltan Gera aftur til West Brom

Knattspyrnumaðurinn Zoltan Gera hefur gengið til liðs við West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Gera þekkir vel til á Hawthorns-vellinum en hann spilaði með WBA á árunum 2005-2008.

Dönsku Íslendingaliðin komin í 4. umferð forkeppni Meistaradeildar

Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson voru í liði FC Kaupmannahafnar sem sló út Shamrock Rovers frá Írlandi í 3. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Rúrik Gíslason og félagar í OB Óðinsvéum eru einnig komnir áfram eftir sigur á Panathinaikos.

Sneijdar spilar gegn Milan á laugardaginn

Hollendingurinn Wesley Sneijder verður í liði Inter sem mætir erkifjendunum í AC Milan á laugardag. Knattspyrnustjóri Inter Gian Piero Gasperini staðfesti þetta í dag.

Haukur Helgi hættur hjá Maryland - ætlar til Evrópu

Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður Íslands í körfuknattleik, er hættur að leika með Maryland-háskóla. Haukur, sem spilaði sína fyrstu A-landsleiki á Norðurlandamótinu í júlí, hefur hug á að spila í Evrópu á næsta tímabili.

Pastore á leið til PSG - yrði sjötti dýrasti í sögunni

Argentínumaðurinn Javier Pastore hefur staðfest að hann sé á leiðinni til franska knattspyrnufélagsins Paris Saint Germain. Kaupverðið á Pastore, sem leikið hefur með Palermo undanfarin ár, er talið vera um 43 milljónir evra eða sem nemur rúmum sjö milljörðum íslenskra króna.

Mata neitaði Tottenham - vill spila í Meistaradeildinni

Óvinafélögin Arsenal og Tottenham hafa verið á höttunum eftir spænska landsliðsmanninum Juan Mata hjá Valencia undanfarnar vikur. Á sunnudaginn rann út ákvæði í samningi Mata við Valencia sem heimilaði honum að fara ef 25 milljóna evra tilboð bærist í leikmanninn.

Dýrast á völlinn hjá Liverpool

Blackburn Rovers er eina félagið í ensku úrvalsdeildinni sem býður upp á miða á völlinn fyrir 10 pund eða sem nemur um 1.900 krónum. Til samanburðar eru ódýrustu miðarnir á Anfield um fjórum sinnum dýrari. Þeir kosta 39 pund eða um 7.400 krónur.

Sigur og jafntefli hjá U17 ára landsliðunum

Ísland teflir fram tveimur landsliðum á Opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu sem hófst á Norðurlandi í dag. Lið Íslands sem leikur í A-riðli, Ísland1, gerði 2-2 jafntefli við Noreg. Lið Íslands í B-riðli, Ísland2, lagði Svía að velli 3-1.

Webber líklega áfram hjá Red Bull 2012

Flest bendir til þess að Mark Webber verði áfram hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu á næsta keppnistímabili, en hann er í viðræðum við Christian Horner og samstarfsmenn um áframhaldandi veru hjá liðinu. Samningur hans við liðið rennur út í lok ársins, en Sebastian Vettel er með langtímasamning við Red Bull

Rossi hafnaði Juventus

Ítalinn Giuseppe Rossi hefur tekið fyrir það að ganga til liðs við Juventus þar sem hann vill frekar spila með Villarreal í Meistaradeild Evrópu.

Sjá næstu 50 fréttir