Kaymer nýr besti kylfingur heims Jón Júlíus Karlsson skrifar 27. febrúar 2011 13:15 Martin Kaymer frá Þýskalandi er bestur í golfi. Mynd/AP Þjóðverjinn Martin Kaymer verður á toppi heimslistans í golfi þegar nýr listi verður kynntur á mánudag. Hann verður þar með besti kylfingur heims og fer upp fyrir Englendinginn Lee Westwood sem verið hefur efstur undanfarna mánuði. Kaymer náði þessum áfanga með að komast í úrslit á Heimsmótinu í holukeppni sem fram fer í Arizona, Bandaríkjunum. Kaymer hafði betur gegn Bubba Watson frá Bandaríkjunum í undanúrslitum. Hann mun leika gegn Englendingnum Luke Donald í úrslitum en Donald lagði bandaríska kylfinginn Matt Kuchar örugglega af velli í gær. „Það hefur aðeins tekið mig fimm ár að komast í efsta sætið. Fyrir mig sjálfan, fjölskyldu og samstarfsmenn er þetta stór áfangi. Ég var ekki að hugsa um efsta sætið í leiknum gegn Watson þar sem ég var viss um að ég fengi þetta tækifæri á næstu vikum," sagði hinn 26 ára Kaymer sem hefur skotist hratt upp á stjörnuhiminn í golfheiminum á undanförnum árum. Takist Luke Donald að leggja Kaymer að velli í dag fer Donald upp í þriðja sæti heimslistans. Það þýðir að Tiger Woods verður í fimmta sæti heimslistans á mánudag, Woods var um árabil besti kylfingur heims en virðist nú á hraðri niðurleið. Golf Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Þjóðverjinn Martin Kaymer verður á toppi heimslistans í golfi þegar nýr listi verður kynntur á mánudag. Hann verður þar með besti kylfingur heims og fer upp fyrir Englendinginn Lee Westwood sem verið hefur efstur undanfarna mánuði. Kaymer náði þessum áfanga með að komast í úrslit á Heimsmótinu í holukeppni sem fram fer í Arizona, Bandaríkjunum. Kaymer hafði betur gegn Bubba Watson frá Bandaríkjunum í undanúrslitum. Hann mun leika gegn Englendingnum Luke Donald í úrslitum en Donald lagði bandaríska kylfinginn Matt Kuchar örugglega af velli í gær. „Það hefur aðeins tekið mig fimm ár að komast í efsta sætið. Fyrir mig sjálfan, fjölskyldu og samstarfsmenn er þetta stór áfangi. Ég var ekki að hugsa um efsta sætið í leiknum gegn Watson þar sem ég var viss um að ég fengi þetta tækifæri á næstu vikum," sagði hinn 26 ára Kaymer sem hefur skotist hratt upp á stjörnuhiminn í golfheiminum á undanförnum árum. Takist Luke Donald að leggja Kaymer að velli í dag fer Donald upp í þriðja sæti heimslistans. Það þýðir að Tiger Woods verður í fimmta sæti heimslistans á mánudag, Woods var um árabil besti kylfingur heims en virðist nú á hraðri niðurleið.
Golf Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira