Handbolti

Góður útisigur hjá Kára og félögum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kári Kristján Kristjánsson.
Kári Kristján Kristjánsson.
Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson skoraði þrjú mörk fyrir þýska félagið Wetzlar sem vann góðan útisigur í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag gegn Friesenheim.

Wetzlar vann leikinn með þremur mörkum, 33-36, eftir að hafa verið einu marki yfir í hálfleik, 15-16.

Wetzlar siglir lygnan sjó í deildinni í 11. sæti af 18 liðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×