Handbolti

Kiel með stórsigur á Celje

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk.
Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk. Mynd/Nordic Photos/Getty
Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel áttu ekki í teljandi vandræðum með Celje Lasko í Meistaradeild Evrópu í handbolta. Lokatölur í leiknum urðu 43-27 en staðan var 23-16 í hálfleik.

Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir Kiel í leiknum en liðið er efst í A-riðli með 14 stig þegar einn leikur er eftir.

Íslendingar áttu fleiri fulltrúa en þá Alfreð og Aron því Kjartan Steinbach var eftirlitsmaður í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×