Handbolti

Jafnt hjá Füchse Berlin gegn Flensburg

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Alexander Petterson skoraði þrjú mörk í dag.
Alexander Petterson skoraði þrjú mörk í dag. Mynd/Nordic Photos/Getty
Lærisveinar Dags Sigurðssonar hjá Füchse Berlin gerðu jafntefli, 24-24, við Flensburg í æsispennandi leik í þýsku deildinni í handbolta í dag. Füchse Berlin fékk gullið tækifæri til að knýja fram sigur en Konrad Wilczynski misnotaði vítakast þegar leiktíminn var runninn út.

Flensburg hafði yfirhöndina lengst af í leiknum og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 10-13. Alexander Petterson skoraði þrjú mörk fyrir Füchse Berlin í leiknum Ivan Nincevic var atkvæðamestur með sjö mörk.

Füchse Berlin situr í þriðja sæti með 37 stig eftir 23 leiki og er sex stigum á eftir Hamburg sem er efst í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×