Handbolti

Sigur hjá Löwen í Meistaradeildinni

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Nordic Photos / Bongarts
Rhein-Neckar Löwen hafði betur gegn pólska liðinu Kielce, 29-27, í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Guðmundur Guðmundsson þjálfar Rhein-Neckar Löwen og með liðinu leika þeir Ólafur Stefánsson, Róbert Gunnarsson og Guðjón Valur Sigurðsson.

Kiwlce leiddi í hálfleik 11-13 en Rhein-Neckar Löwen bætti sig í síðari hálfleik og hafði að lokum tveggja marka sigur. Með sigrinum er Íslendingaliðið öruggt áfram í 16-liða úrslit í keppninni en Rhein-Neckar Löwen er með 13 stig eftir níu leiki.

Ólafur Stefánsson skoraði þrjú mörk í dag og Róbert Gunnarsson skoraði tvö. Uwe Gensheimer var markahæstur með sjö mörk hjá Rhein-Neckar Löwen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×