Fleiri fréttir

Mickelson upp í annað sæti heimslistans

Phil Mickelson hefur endurheimt annað sæti heimslistans eftir sigurinn á Masters. Tiger Woods trónir enn á toppnum en Steve Stricker fellur niður í þriðja sætið.

Snæfellsliðið búið að vinna fjóra heimaleiki í röð í sömu stöðu

Snæfellingar eru búnir að vinna fjóra heimaleiki í röð þar sem þeir hafa getað tryggt sig áfram í næstu umferð í úrslitakeppni. Snæfell getur tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn vinni liðið KR í Stykkishólmi í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Kubica ánægður með árangurinn

Robert Kubica hjá Renault hefur halað inn 30 stig í stigamóti ökumanna í tveimur mótum og hefur komið hvað mest á óvart í meistaramótinu í Formúlu 1. Renault er til alls líklegt og stefnir á að skáka Mercedes, sem talið er fjórða besta liðið þessa dagana.

Ancelotti tekur ekki við Ítalíu í sumar

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Chelsea, segir ekkert til í þeim sögusögnum að hann muni taka við landsliði Ítalíu eftir heimsmeistaramótið í sumar.

Stirt samband milli Anelka og Drogba?

Kevin Davies, fyrirliði Bolton, telur sig hafa tekið eftir því að samband sóknarmannana Didier Drogba og Nicolas Anelka hjá Chelsea sé stirt. Bolton og Chelsea mætast í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Portsmouth reynir að komast í Evrópudeildina

Portsmouth ætlar að reyna að fá leyfi frá enska knattspyrnusambandinu til að spila í Evrópudeildinni á næsta tímabili. Undir eðlilegum kringumstæðum ætti liðið að hafa tryggt sér Evrópusæti með því að komast í úrslitaleik bikarsins.

Jóhannes Karl settur í bann hjá Burnley

Miðjumaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson hefur verið settur í tveggja vikna bann hjá Burnley eftir ummæli sem hann hafði um knattspyrnustjóra liðsins, Brian Laws.

Senda Snæfellingar meistarana í sumarfrí?

Fjórði leikur Snæfells og KR í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta verður í kvöld í Stykkishólmi. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Ancelotti spáir Roma titlinum

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að Roma hafi það sem þarf til að verða ítalskur meistari. Liðið skaust upp í toppsæti deildarinnar með sigri í gær.

Sígandi lukka Schumachers

Michael Schumacher hjá Mercedes vann á Sjanghæ brautinni í Kína, síðast þegar hann keppti þar árið 2006. Nú mætir hann þremur árum síðar, en er aðeins í tíunda sæti í stigamótinu, eftir heldur brösótt gengi vegna tæknilegra vandamála í tvígang

Marlon King sífellt til vandræða í fangelsinu

Knattspyrnukappinn Marlon King var leystur undan samningi við Wigan í október síðastliðnum. King var fundinn sekur um líkamsárás og kynferðislegt áreiti sem mun hafa átt sér stað á skemmtistað í London.

Rocha gaf Hermanni verðlaun sín

„Maður er í þessu fyrir þessi augnablik. Að sjá leikmenn svona glaða í búningsklefanum og áhorfendur svona glaða í stúkunni," sagði Avram Grant eftir sigurinn magnaða hjá Portsmouth gegn Tottenham í gær.

NBA: Góður sigur hjá Chicago

Chicago Bulls vann sannfærandi sigur á Toronto Raptors í NBA-deildinni í nótt. Mikivægt fyrir Chicago sem er að berjast við Toronto um lokasætið í í úrslitakeppni Austurdeildarinnar.

Framstúlkur í úrslit - myndir

Fram tryggði sér í gær sæti í úrslitarimmu N1-deildar kvenna með frekar auðveldum sigri á Stjörnunni. Fram mætir Val í úrslitum.

Mickelson sigraði Masters

Phil Mickelson vann glæsilegan sigur á Masters-mótinu í golfi sem lauk nú í kvöld. Mickelson lék afar gott golf í dag og vann verðskuldað. Þetta er í þriðja sinn sem Mickelson vinnur Masters.

Sigurður Ingimundar: Frábær skemmtun fyrir áhorfendur

„Þetta var flottur leikur. Frábær skemmtun fyrir áhorfendur og ekta undanúrslitaleikur. Ég er ánægður að fara héðan með sigur," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkur, eftir að hans menn lögðu Keflavík í Toyota-höllinni, 86-88, í hörkuleik.

Sigurður Þorsteins: Eigum að spila betur

„Þetta var erfitt og við byrjuðum ílla bæði í fyrri og seinni hálfleik. Við vorum alltof rólegir á því og höfum spilað miklu betur en þetta og eigum að spila miklu betur en þetta," Sigurður Þorsteinsson, leikmaður Keflavíkur, eftir tap gegn Njarðvík í undanúrslitarimmu liðanna í Iceland-Express deild karla í körfubolta.

Umfjöllun: Njarðvík marði Keflavík

Njarðvíkingar svöruðu kallinu er þeir sigruðu Keflavík í undanúrslitum Iceland-Express deildar karla í kvöld. Leikurinn var mikil skemmtun og stemningin í Toyota-höllinni mögnuð. Njarðvíkingar leiddu nánast allan leikinn og lokatölur, 86-88. Staðan í einvíginu því 2-1 fyrir Keflavík.

Sigrar hjá Íslendingaliðunum

Íslendingaliðin í sænska kvennaboltanum gerðu það gott í dag. Malmö vann stórsigur á Jitex, 6-1, og Örebro vann Tyresö, 0-1.

Iniesta: Við vitum hvað þarf að gera

Andres Iniesta, leikmaður Barcelona, sagði eftir sigurinn á Real Madrid í toppslagnum að nú væru sjö leikir eftir og þá leiki þyrfti að vinna áður en bikarinn sé þeirra.

Gutierrez: Messi klárar ferilinn hjá Barca

Hinn argentíski leikmaður Newcastle United, Jonas Gutierrez, segir að landi sinn Lionel Messi komi aldrei til með að spila á Englandi. Hann telur að Messi klári ferilinn í herbúðum Barcelona.

Stella: Betra liðið vann

„Þetta er geðveikt. Ótrúlega gaman að vinna Stjörnuna hérna því að það var kominn tími á það. Mér fannst seinni háfleikurinn mjög góður hjá okkur í dag en fyrri hálfleikur aftur á móti slakur og við vorum að kasta boltanum klaufalega útaf. En í seinni hálfleik fór vörnin að ganga vel og þá er erfitt að sigra okkur," sagði Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram, eftir að Framstúlkur tryggðu leið sína í úrslit í N1-deild kvenna í handbolta.

Þorgerður Anna: Ánægð með veturinn

„Eins og við mátti búast þá var þetta erfiður leikur. Við spiluðum vel í fyrri hálfleik en misstum þær svo frá okkur í seinni hálfleik. Að sjálfsögðu var stefnan að vinna þetta og ná þessu í oddaleik. En við erum vængbrotið lið en þær aftur á móti með fullskipaðan hóp og stærri leikmannahóp. Það er munurinn á þessum liðum, þær geta keyrt á fullu allan tímann en við vorum búnar á því," sagði Þorgerður Anna Atladóttir, leikmaður Stjörnunnar, eftir ósigur gegn Fram í undanúrslitum N1-deild kvenna í handbolta.

Umfjöllun: Framstúlkur í úrslit

Framstúlkur fóru auðveldlega með Stjörnuna í seinni leik liðanna í undanúrslitum N1-deild kvenna í handbolta. Fram sigraði sannfærandi 18-25.

City með augun á Fabregas

Það er orðrómur um að Manchester City ætli sér að kaupa Cesc Fabregas, fyrirliða Arsenal. Eigandi félagsins, Sheikh Mansour, hefur gefið grænt ljós á að bjóða í þennan magnaða leikmann.

Giggs: Getum enn bjargað tímabilinu

Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, segir að hans lið geti vel bjargað tímabilinu þó svo að liðið sé dottið út úr meistaradeildinni. United var slegið út af þýska liðinu FC Bayern.

Man. City slátraði Brimingham

Manchester City styrkti stöðu sína í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar enn frekar í dag með stórsigri, 5-1, á Birmingham.

Markalaust hjá Liverpool og Fulham

Það verður seint sagt að leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar séu á skotskónum í dag því þriðja markalausa jafnteflið í röð er staðreynd.

Ronaldo heldur í vonina

Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, hefur ekki misst vonina um að vinna titilinn eftir ósigur gegn Barcelona í stórslag liðanna í gær.

Nick hefur tapað öllum leikjunum á móti Keflavík

Njarðvíkingar eiga á hættu að vera sópað í sumarfrí af nágrönnum sínum í Toyota-höllinni í kvöld og þeir þurfa því nauðsynlega á stórleik að halda frá Bandaríkjamanninum sínum Nick Bradford. Nick á hinsvegar enn eftir að kynnast því að vinna Keflavík í Njarðvíkurbúningnum.

Man. Utd að missa af lestinni

Vonbrigði Man. Utd ætla engan enda að taka þessa dagana en liðið er á góðri leið með sturta tímabilinu ofan í klósettið á mettíma.

Löwen tapaði eftir framlengingu

Hamburg varð í dag þýskur bikarmeistari í handknattleik eftir dramatískan sigur á Íslendingaliðinu Rhein Neckar Löwen. Hamburg vann með einu marki, 34-33, eftir framlengingu.

Van Basten hefur áhyggjur af Rooney

Hollenska goðsögnin, Marco Van Basten, hefur varað Manchester United við því að nota Wayne Rooney, framherja liðsins, en Rooney spilaði meiddur gegn FC Bayern í meistaradeildinni fyrr í vikunni.

Markalaust hjá Stoke og Úlfunum

Einum leik er lokið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Stoke City sótti Wolverhampton Wanderers heim.

Stjarnan og Haukar með bakið upp við vegg

Undanúrslitin í N1-deild kvenna halda áfram í dag er leikir númer tvö í einvígjunum fara fram á sama tíma. Þar sem aðeins þarf að vinna tvo leiki í einvígunum gæti legið fyrir í dag hvaða lið mætast í úrslitarimmunni.

Zola hefur glatað trausti leikmanna

Brasilíski framherjinn Ilan hjá West Ham segir að Gianfranco Zola sé ekki lengur við stjórn hjá West Ham. Hann hafi glatað trausti leikmanna og muni ekki vinna það aftur.

Liverpool gæti þurft að selja Gerrard eða Torres

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur viðurkennt að svo kunni að fara að Liverpool neyðist til að selja eina af stórstjörnum sínum. Það þýðir að annað hvort Steven Gerrard eða Fernando Torres gæti verið á förum.

NBA: Góður sigur hjá San Antonio gegn Denver

Tap Denver fyrir San Antonio í nótt var dýrt því liðið missti forskoti í sinni deild og það gæti haft mikil áhrif á heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Denver þurfti aðeins að vinna annan af tveimur síðustu heimaleikjum sínum til þess að tryggja sigur í sinni deild.

Sjá næstu 50 fréttir