Sígandi lukka Schumachers 12. apríl 2010 10:57 Michael Schumacher telur að Mercedes liðið sé á réttri leið. Mynd: Getty Images Michael Schumacher hjá Mercedes vann á Sjanghæ brautinni í Kína, síðast þegar hann keppti þar árið 2006. Nú mætir hann þremur árum síðar, en er aðeins í tíunda sæti í stigamótinu, eftir heldur brösótt gengi vegna tæknilegra vandamála í tvígang. Framvængur brotnaði í árekstri í upphafi í Ástralíu og afturfjöðrun bílaði í bíl Schumachers í Malasíu. "Það er mikill stuðningur við Mercedes Benz í Kína og það er því spennandi mót framundan í Sjanghæ um næstu helgi. Ég er viss um að áhorfendur verða ekki fyrir vonbrigðum", segir Schumacher um næstu keppni. "Við vorum á réttu róli í Malasíu og kannski vex okkur ásmeginn í Sjanghæ. Mig hlakkar til mótsins og nýt þess að keppa á ný. Mér hefur ekki gengið vel í síðustu tveimur mótum, en veit afhverju. Ég veit um hvað Formúlu 1 snýst og tel að allt sé á réttri leið. Maður getur bara bætt sig skref fyrir skref og ég er sannfærður um að það er að gerast", sagði Schumacher. Það má til sanns vegar færa því Nico Rosberg félagi Schumachers náði öðru sæti í síðustu keppni á Mercedes. "Það var frábært að komast á verðlaunapall með liðinu í Malasíu og ég hlakka til að ná góðum árangri í Kína um næstu helgi", sagði Rosberg. Hann telur að kaldara verði í veðri en í síðustu þremur mótum á brautinni í Sjanghæ, sem býður að hans mati upp á framúrakstur á tveimur beinum köflum brautarinnar. Þá segir hann háhraðabeygjur brautarinnar skemmtilegar viðfangs. Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Michael Schumacher hjá Mercedes vann á Sjanghæ brautinni í Kína, síðast þegar hann keppti þar árið 2006. Nú mætir hann þremur árum síðar, en er aðeins í tíunda sæti í stigamótinu, eftir heldur brösótt gengi vegna tæknilegra vandamála í tvígang. Framvængur brotnaði í árekstri í upphafi í Ástralíu og afturfjöðrun bílaði í bíl Schumachers í Malasíu. "Það er mikill stuðningur við Mercedes Benz í Kína og það er því spennandi mót framundan í Sjanghæ um næstu helgi. Ég er viss um að áhorfendur verða ekki fyrir vonbrigðum", segir Schumacher um næstu keppni. "Við vorum á réttu róli í Malasíu og kannski vex okkur ásmeginn í Sjanghæ. Mig hlakkar til mótsins og nýt þess að keppa á ný. Mér hefur ekki gengið vel í síðustu tveimur mótum, en veit afhverju. Ég veit um hvað Formúlu 1 snýst og tel að allt sé á réttri leið. Maður getur bara bætt sig skref fyrir skref og ég er sannfærður um að það er að gerast", sagði Schumacher. Það má til sanns vegar færa því Nico Rosberg félagi Schumachers náði öðru sæti í síðustu keppni á Mercedes. "Það var frábært að komast á verðlaunapall með liðinu í Malasíu og ég hlakka til að ná góðum árangri í Kína um næstu helgi", sagði Rosberg. Hann telur að kaldara verði í veðri en í síðustu þremur mótum á brautinni í Sjanghæ, sem býður að hans mati upp á framúrakstur á tveimur beinum köflum brautarinnar. Þá segir hann háhraðabeygjur brautarinnar skemmtilegar viðfangs.
Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira