Umfjöllun: Njarðvík marði Keflavík Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 11. apríl 2010 21:06 Mynd/Vilhelm Njarðvíkingar svöruðu kallinu er þeir sigruðu Keflavík í undanúrslitum Iceland-Express deildar karla í kvöld. Leikurinn var mikil skemmtun og stemningin í Toyota-höllinni mögnuð. Njarðvíkingar leiddu nánast allan leikinn og lokatölur, 86-88. Staðan í einvíginu því 2-1 fyrir Keflavík. Það var strax ljóst á upphafs mínútum leiksins að það væri langt kvöld framundan fyrir Njarðvíkinga. Bæði lið börðust eins og ljón og stemningin í Sláturhúsinu stórkostleg. Keflvíkingar virtust einbeittir en gestirnir líka og allt stefndi í frábæran leik. Fyrsti leikhluti var hraður og baráttumikill en gestirnir leiddu leikinn 22-25 er honum lauk. Annar leikhluti var einnig fjörugur. Uruele Igbavboa var frábær í liði heimamanna og Keflvíkingar færðust ávallt nær og nær gestunum. Þeir náðu loks að komast yfir í leiknum þegar tvær minútur voru eftir af öðrum leikhluta. Það stóð ekki lengi. Njarðvíkingar voru í stuði og voru engan veginn tilbúnir að hleypa heimamönnum í bílstjórasætið. Þeir voru að spila flottan varnarleik og í sókninni voru þeir Nick Bradford og Magnús Þór Gunnarsson magnaðir, sem og sá stóri Egill Jónasson sem lét vita vel af sér. Ljónin úr Njarðvík leiddu í hálfleik, 46-49. Grimmdin var enn til staðar er liðin komu út úr búningsherbergjunum. Magnús Þór Gunnarsson gerði sér lítið fyrir og opnaði seinni hlutann með tveimur þriggja stiga körfum. Guðjóni Skúlasyni, þjálfara Keflavíkur, leist ekkert á blikuna og tók leikhlé eftir aðeins tvær og hálfa mínútu. Það breytti litlu og Njarðvíkingar héldu áfram að spila frábærlega. Þeir voru að hitta vel fyrir utan og vörnin svínvirkaði. Keflavíkur-liðið reyndi hvað það gat til að finna réttu leiðina en lítið gekk. Þeir skoruðu ekki stig fyrstu fimm mínúturnar. Ljóst var að stuðningsmönnum Njarðvíkur leiddust það alls ekki og létu heimamenn í stúkunni vita vel af því. Njarðvíkingar sigldu fram úr heimamönnum og staðan fyrir lokaleikhlutann, 58-75. Lokaleikhlutinn var mikil skemmtun. Heimamenn minnkuðu muninn og unnu sig aftur inn í leikinn. Munurinn fimm stig er mínúta var eftir. Njarðvíkingar fengu kjörið tækifæri til að klára leikinn en klúðruðu því á klaufalegan hátt. Keflavík átti boltann og 13 sekúndur eftir en náðu ekki að jafna því fór sem fór. Keflvíkingar ætluðu ekki leyfa Njarðvík að labba út úr Sláturhúsinu með sigur án þess að hafa virkilega mikið fyrir þvi. Þeir gerðu það svo sannarlega, spiluðu vel, kláruðu dæmið og sáu til þess að þeir eru ekki á leið í sumarfrí, allavega ekki í kvöld. Keflavík-Njarðvík 86-88 Keflavík: Gunnar Einarsson 21, Hörður Axel Vilhjálmsson 20/5 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11/6 fráköst, Draelon Burns 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sverrir Þór Sverrisson 9/7 fráköst, Uruele Igbavboa 8/9 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 7/4 fráköst. Njarðvík: Nick Bradford 20/5 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 20, Guðmundur Jónsson 17/8 fráköst, Páll Kristinsson 8, Friðrik E. Stefánsson 8/12 fráköst/7 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 7, Jóhann Árni Ólafsson 4, Egill Jónasson 4/7 fráköst. Dominos-deild karla Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Fleiri fréttir Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Sjá meira
Njarðvíkingar svöruðu kallinu er þeir sigruðu Keflavík í undanúrslitum Iceland-Express deildar karla í kvöld. Leikurinn var mikil skemmtun og stemningin í Toyota-höllinni mögnuð. Njarðvíkingar leiddu nánast allan leikinn og lokatölur, 86-88. Staðan í einvíginu því 2-1 fyrir Keflavík. Það var strax ljóst á upphafs mínútum leiksins að það væri langt kvöld framundan fyrir Njarðvíkinga. Bæði lið börðust eins og ljón og stemningin í Sláturhúsinu stórkostleg. Keflvíkingar virtust einbeittir en gestirnir líka og allt stefndi í frábæran leik. Fyrsti leikhluti var hraður og baráttumikill en gestirnir leiddu leikinn 22-25 er honum lauk. Annar leikhluti var einnig fjörugur. Uruele Igbavboa var frábær í liði heimamanna og Keflvíkingar færðust ávallt nær og nær gestunum. Þeir náðu loks að komast yfir í leiknum þegar tvær minútur voru eftir af öðrum leikhluta. Það stóð ekki lengi. Njarðvíkingar voru í stuði og voru engan veginn tilbúnir að hleypa heimamönnum í bílstjórasætið. Þeir voru að spila flottan varnarleik og í sókninni voru þeir Nick Bradford og Magnús Þór Gunnarsson magnaðir, sem og sá stóri Egill Jónasson sem lét vita vel af sér. Ljónin úr Njarðvík leiddu í hálfleik, 46-49. Grimmdin var enn til staðar er liðin komu út úr búningsherbergjunum. Magnús Þór Gunnarsson gerði sér lítið fyrir og opnaði seinni hlutann með tveimur þriggja stiga körfum. Guðjóni Skúlasyni, þjálfara Keflavíkur, leist ekkert á blikuna og tók leikhlé eftir aðeins tvær og hálfa mínútu. Það breytti litlu og Njarðvíkingar héldu áfram að spila frábærlega. Þeir voru að hitta vel fyrir utan og vörnin svínvirkaði. Keflavíkur-liðið reyndi hvað það gat til að finna réttu leiðina en lítið gekk. Þeir skoruðu ekki stig fyrstu fimm mínúturnar. Ljóst var að stuðningsmönnum Njarðvíkur leiddust það alls ekki og létu heimamenn í stúkunni vita vel af því. Njarðvíkingar sigldu fram úr heimamönnum og staðan fyrir lokaleikhlutann, 58-75. Lokaleikhlutinn var mikil skemmtun. Heimamenn minnkuðu muninn og unnu sig aftur inn í leikinn. Munurinn fimm stig er mínúta var eftir. Njarðvíkingar fengu kjörið tækifæri til að klára leikinn en klúðruðu því á klaufalegan hátt. Keflavík átti boltann og 13 sekúndur eftir en náðu ekki að jafna því fór sem fór. Keflvíkingar ætluðu ekki leyfa Njarðvík að labba út úr Sláturhúsinu með sigur án þess að hafa virkilega mikið fyrir þvi. Þeir gerðu það svo sannarlega, spiluðu vel, kláruðu dæmið og sáu til þess að þeir eru ekki á leið í sumarfrí, allavega ekki í kvöld. Keflavík-Njarðvík 86-88 Keflavík: Gunnar Einarsson 21, Hörður Axel Vilhjálmsson 20/5 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11/6 fráköst, Draelon Burns 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sverrir Þór Sverrisson 9/7 fráköst, Uruele Igbavboa 8/9 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 7/4 fráköst. Njarðvík: Nick Bradford 20/5 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 20, Guðmundur Jónsson 17/8 fráköst, Páll Kristinsson 8, Friðrik E. Stefánsson 8/12 fráköst/7 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 7, Jóhann Árni Ólafsson 4, Egill Jónasson 4/7 fráköst.
Dominos-deild karla Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Fleiri fréttir Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Sjá meira
Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport
Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport