Umfjöllun: Framstúlkur í úrslit Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 11. apríl 2010 19:04 Mynd/Daníel Framstúlkur fóru auðveldlega með Stjörnuna í seinni leik liðanna í undanúrslitum N1-deild kvenna í handbolta. Fram sigraði sannfærandi 18-25. Leikurinn fór rólega af stað og mikið stress einkenndi bæði lið. Fram-stúlkur skoruðu til að mynda ekki mark fyrr en eftir um sjö mínútna leik sem að verður að teljast lélegt. Það var mikil barátta í báðum liðum og fyrri hálfleikur mjög jafn á báða boga. Stjörnuliðið byrjaði leikinn betur en eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn þá unnu Framstúlkur sig betur og betur inn í leikinn. Þær tóku svo forystuna og leiddu í hálfleik með einu marki, 10-11. Heimastúlkur mættu grimmar í síðari hálfleikinn, skoruðu fyrstu tvö mörkin og komust yfir á nýjan leik. Gestirnir voru ekki lengi að svara og sneru blaðinu við í kjölfarið. Fram-liðið tók svo öll völd í sínar hendur og skildu heimastúlkur eftir. Fram var komið með sex marka forystu þegar korter var liðið af seinni hálfleik og útlit fyrir að þær væru á leið í úrslitarimmuna. Vörnin fór að virka vel hjá þeim líka sem að heimastúlkur áttu í miklum erfiðleikum með að brjóta. Að auki stóð Íris Björk Símonardóttir vaktina vel í markinu hjá Fram, með mikilvægar vörslur. Pavla Nevarilova fór á kostum fyrir gestina og raðaði inn mörkum í síðari hálfleik. Hildur Þorgeirsdóttir og Karen Knútsdóttir fóru einnig mikinn í liði Fram. Heimastúlkur voru ekki nógu sterkar til þess að vinna sig aftur inn í leikinn og þar með ljóst að Framstúlkur eru á leið í úrslitasenuna. Markahæst í liði Stjörnunar Jóna Margrét Ragnarsdóttir með fimm mörk en í liði gestanna var það Pavla Nevarilova sem skoraði sjö mörk. Stjarnan-Fram 18-25 (10-11) Mörk Stjörnunnar(skot): Jóna Margrét Ragnarsdóttir 5 (7), Jóna Sigríður Halldórsdóttir 4 (4), Þorgerður Anna Atladóttir 4 (16), Harpa Sif Eyjólfsdóttir 3 (9), Elísabet Gunnarsdóttir 2/1 (2/1). Varin skot: Florentina Stanciu 11/1 skot varin. Hraðaupphlaup: 3 (Jóna 2, Elísabet) Fiskuð víti: 1 (Anna Blöndal) Utan vallar: 6 mín. Mörk Fram(skot): Pavla Nevarilova 7 (8), Karen Knútsdóttir 5/1 (8/1), Hildur Þorgeirsdóttir 4 (5), Stella Sigurðardóttir 4 (7), Marthe Sördal 2 (4), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (3), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1 (3/1), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1 (4). Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 16 skot varin. Helga Vala Jónsdóttir 1 skot varið. Hraðaupphlaup: 5 ( Karen 3, Guðrún 2) Fiskuð víti: 2 (Stella, Pavla) Utan vallar: 2 mín. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, ágætir. Olís-deild kvenna Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Sjá meira
Framstúlkur fóru auðveldlega með Stjörnuna í seinni leik liðanna í undanúrslitum N1-deild kvenna í handbolta. Fram sigraði sannfærandi 18-25. Leikurinn fór rólega af stað og mikið stress einkenndi bæði lið. Fram-stúlkur skoruðu til að mynda ekki mark fyrr en eftir um sjö mínútna leik sem að verður að teljast lélegt. Það var mikil barátta í báðum liðum og fyrri hálfleikur mjög jafn á báða boga. Stjörnuliðið byrjaði leikinn betur en eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn þá unnu Framstúlkur sig betur og betur inn í leikinn. Þær tóku svo forystuna og leiddu í hálfleik með einu marki, 10-11. Heimastúlkur mættu grimmar í síðari hálfleikinn, skoruðu fyrstu tvö mörkin og komust yfir á nýjan leik. Gestirnir voru ekki lengi að svara og sneru blaðinu við í kjölfarið. Fram-liðið tók svo öll völd í sínar hendur og skildu heimastúlkur eftir. Fram var komið með sex marka forystu þegar korter var liðið af seinni hálfleik og útlit fyrir að þær væru á leið í úrslitarimmuna. Vörnin fór að virka vel hjá þeim líka sem að heimastúlkur áttu í miklum erfiðleikum með að brjóta. Að auki stóð Íris Björk Símonardóttir vaktina vel í markinu hjá Fram, með mikilvægar vörslur. Pavla Nevarilova fór á kostum fyrir gestina og raðaði inn mörkum í síðari hálfleik. Hildur Þorgeirsdóttir og Karen Knútsdóttir fóru einnig mikinn í liði Fram. Heimastúlkur voru ekki nógu sterkar til þess að vinna sig aftur inn í leikinn og þar með ljóst að Framstúlkur eru á leið í úrslitasenuna. Markahæst í liði Stjörnunar Jóna Margrét Ragnarsdóttir með fimm mörk en í liði gestanna var það Pavla Nevarilova sem skoraði sjö mörk. Stjarnan-Fram 18-25 (10-11) Mörk Stjörnunnar(skot): Jóna Margrét Ragnarsdóttir 5 (7), Jóna Sigríður Halldórsdóttir 4 (4), Þorgerður Anna Atladóttir 4 (16), Harpa Sif Eyjólfsdóttir 3 (9), Elísabet Gunnarsdóttir 2/1 (2/1). Varin skot: Florentina Stanciu 11/1 skot varin. Hraðaupphlaup: 3 (Jóna 2, Elísabet) Fiskuð víti: 1 (Anna Blöndal) Utan vallar: 6 mín. Mörk Fram(skot): Pavla Nevarilova 7 (8), Karen Knútsdóttir 5/1 (8/1), Hildur Þorgeirsdóttir 4 (5), Stella Sigurðardóttir 4 (7), Marthe Sördal 2 (4), Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (3), Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1 (3/1), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 1 (4). Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 16 skot varin. Helga Vala Jónsdóttir 1 skot varið. Hraðaupphlaup: 5 ( Karen 3, Guðrún 2) Fiskuð víti: 2 (Stella, Pavla) Utan vallar: 2 mín. Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, ágætir.
Olís-deild kvenna Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Sjá meira