Fleiri fréttir

Roman Abramovich tókst ekki að komast á toppinn

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, var ekki að fylgjast með sínum mönnum vinna Stoke í ensku úrvalsdeildinni um helgina því hann var í ævintýraferð í Afríku þar sem hann gerði tilraun til þess að komast á topp Kilimanjaro, hæsta fjalls Afríku.

Sigur í fyrsta leik Eiðs Smára með Mónakó-liðinu

Eiður Smári Guðjohnsen spilaði sinn fyrsta leik með franska liðinu AS Monakó í kvöld þegar liðið vann 2-0 sigur á Paris Saint Germain á heimavelli í frönsku úrvalsdeildinni. Bæði mörkin komu á fjórum síðustu mínútum leiksins.

Atli Eðvaldsson: Gátum ekki komið til baka fyrir nokkrum vikum

„Við segjum að þetta hafi verið pottþétt víti af því að Marel var haldið en Stjörnumenn segja að þetta hafi verið gefið. Það eru búin að vera hundrað svona víti dæmd og í 500 skipti hefur þeim verið sleppt," sagði Atli Eðvaldsson, þjálfari Vals eftir 3-3 jafntefli við Stjörnuna í dag en Valsliðið skoraði jöfnunarmarkið úr umdeildri vítaspyrnur á 88. mínúu.

Katrín Ómarsdóttir skoraði sigurmark CAL

Það vakti athygli að Katrín Ómarsdóttir var ekki valin í landsliðshópinn á móti Eistum í undankeppni HM sem fram fer í næstu viku. Ástæðan er sú að Katrín stundar nám við CAL-háskólann í Berkeley í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum og hún fékk því frí í þennan eina leik.

Eto’o á skotskónum í 2-0 sigri Inter á Parma

Samuel Eto’o og Diego Milito skoruðu mörk Inter í 2-0 sigri á Parma í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Inter er því tveimur stigum á eftir Juventus og Sampdoria sem hafa bæði unnið fyrstu þrjá leiki sína á tímabilinu.

Bjarni Jóhannssson: Við áttum að vinna hérna í dag

Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, var eins og aðrir í Stjörnuliðinu mjög svekktur eftir 3-3 jafntefli á móti Vals á Hlíðarenda í dag. Stjörnumenn voru miklu betri í seinni hálfleik en fengu á sig ódýra vítaspyrnu í lok leiksins.

Skemmtilegasta stundin á EM var frammistaða íslenska stuðningsfólksins

Barry Johnston, fréttaritari UEFA í Tampere var eins og aðrir mjög hrifnir af frammistöðu íslensku stuðningsmannanna á Evrópumótinu í Finnlandi. Johnson skrifaði í uppgjöri sínu á EM að skemmtilegasta stundin á mótinu að hans mati hafi verið hvernig íslenska stuðningsfólkið stóð á bak við sitt lið í lokaleiknum þegar stelpurnar okkar áttu ekki lengur möguleika á að komast áfram.

Damien Duff fullkomnaði endurkomu Fulham á móti Everton

Damien Duff tryggði Fulham 2-1 sigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni með því að skora sigurmarkið ellefu mínútum fyrir leikslok. Everton hafði komist í 1-0 í fyrri hálfleik með skallamarki Tim Cahill.

Pape: Markaleysið var farið að kosta andvökunætur

Blaðamaður Vísis hefur sjaldan séð sáttari mann eftir knattspyrnuleik en hinn unga og efnilega Pape Mamadou Faye eftir sigurleik Fylkis gegn Þrótti í dag. Pape skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í leiknum. Fallegt skallamark eftir hornspyrnu.

Tryggvi: Erum minnugir þess sem gerðist í fyrra

„Það er hægt að segja það að þetta hafi verið verðskuldað," sagði Tryggvi Guðmundsson, leikmaður FH, eftir 5-0 sigur Hafnarfjarðarliðsins á ÍBV í dag. Tryggvi bar fyrirliðabandið í leiknum þar sem Davíð Þór Viðarsson tók út leikbann.

Aðeins eitt félag hefur tapað þrjú ár í röð í undanúrslitum bikarsins

Breiðablik mætir Keflavík í undanúrslitaleik VISA-bikars karla á Laugardalsvellinum í dag og reynir þar að enda átta leikja taphrinu félagsins í undanúrslitum bikarsins. Blikar hafa meðal annars tapað í undanúrslitum undanfarin tvö ár en aðeins eitt félag hefur þurft að sætta sig við að tapa undanúrslitaleik þrjú ár í röð. Það var lið Keflavíkur á árunum 1961-63.

Barrichello sótti á Button með sigri

Rubens Barrichello vann Formúlu 1 mótið á Monza brautinni í dag á sannfærandi hátt og sótti enn að stigaforystu Jenson Button. Button var með 26 stiga forskot, en það er komið niður í 14 stig, þegar fjögur mót eru eftir og 40 stig í pottinum fyrir sigur.

Ryan Giggs: Ánægður með að fá að taka aukaspyrnurnar á nýjan leik

Ryan Giggs er aftur farinn að fá að taka aukaspyrnur fyrir Manchester United nú þegar Cristiano Ronaldo er farinn til Real Madrid. Giggs nýtti tækifærið vel í gær þegar hann jafnaði leikinn á móti Tottenham með laglegu marki beint úr aukaspyrnu. Manchester United vann leikinn síðan 3-1.

Umfjöllun: Vítaspyrna Sigurbjarnar tryggði Val stig annan leikinn í röð

Valur og Stjarnan gerðu 3-3 jafntefli á Vodafone-vellinum í Pepsi-deild karla í dag. Fyrirliði Valsmanna, Sigurbjörn Hreiðarsson, tryggði sínum mönnum stig þegar hann skoraði af öryggi úr vítaspyrnu tveimur mínútum fyrir leikslok. Þorvaldur Árnason hafði áður komið Stjörnunni í 3-2 með tveimur mörkum á einni og hálfri mínútu.

Umfjöllun: FH alltof stór biti fyrir ÍBV

FH-ingar áttu ekki í teljandi vandræðum með að leggja Eyjamenn að velli í Pepsi-deildinni í dag. FH vann öruggan 5-0 sigur þar sem Atli Viðar Björnsson skoraði tvívegis.

Umfjöllun: Fylkismenn kláruðu áhugalausa Þróttara

Fylkismenn unnu sannfærandi sigur á Þrótturum í dag, 2-0. Þróttarar voru fallnir fyrir leikinn í dag en Fylkismenn eru enn í baráttu um Evrópusæti. Bæði mörk Fylkis komu í seinni hálfleik. Albert Brynjar Ingason átti það fyrra en Pape Mamadou Faye það síðara. Viðtöl og nánari umfjöllun um leikinn dettur hér inn á vefinn innan skamms.

Capello dreymir um það að mæta Ítölum í úrslitaleiknum á HM

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, myndi ekki sætta sig við neitt annað en að enska landsliðið kæmist alla leið í úrslitaleikinn á HM í Suður-Afríku næsta sumar. Hann viðurkennir líka að hann dreymi um að mæta þar löndum sínum í ítalska landsliðinu.

Barcelona hefur áhuga á að kaupa Toni í janúar

Ítalski framherjinn Luca Toni gæti verið á leiðinni til spænsku Evrópumeistaranna í Barcelona í janúarglugganum ef marka má fréttir frá Ítalíu. Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, hefur áhuga á að bæta við framherja þrátt fyrir að Zlatan Ibrahimovic hafi skoraði í fyrstu tveimur deildarleikjum liðsins.

Fagnaðarlæti og takka-tröðkun Adebayor fara bæði fyrir aganefndina

Stjórnarformaður enska knattspyrnusambandsins hefur staðfest það að Aganefnd enska knattspyrnusambandsins muni á næsta fundi sínum á morgun taka fyrir tvö atvik tengd Emmanuel Adebayor í leik Manchester City og Arsenal í gær. Adebayor fór mikinn á móti sínum gömlu félögum, lét finna fyrir sér í tæklingum og skoraði síðan þriðja mark sinna manna.

Makelele: Eiður Smári getur orðið nýja stjarnan í frönsku deildinni

Claude Makelele er fyrrum félagi Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Chelsea og verður mótherji hans í fyrsta leik Eiðs með AS Monaco á morgun. Makelele er leikmaður Paris Saint-Germain sem sækir Monakó-liðið heim á morgun. Makelele hrósar okkar manni mikið í viðtölum fyrir leik liðanna sem verður í beinni á Stöð2 Sport klukkan 19.00 í kvöld.

Tyrkir unnu Spánverja á EM í körfu í Póllandi

Tyrkir héldu áfram sigurgöngu sinni á EM í körfu í Póllandi með 63-60 sigri á Spánverjum í fyrsta leik liðanna í milliriðli í gær. Tyrkir hafa þar með unnið alla fjóra leiki sína á mótinu alveg eins og Frakkar og Grikkir í hinum milliriðlinum.

Sutil slæst við stórlaxanna í rásmarkinu

Þjóðverjinn Adrian Sutil á Force India náði sínum besta árangri í tímatökum í gær á Formúlu 1 brautinni í Monza á Ítalíu. Sutil keppir við Lewis Hamilton og Kimi Raikkönen um að komast fyrstur að fyrstu beygjum en Sutil er í öðru sæti á ráslínu en Hamilton fyrstur.

Capello: Heskey er lykillinn í leikkerfi enska landsliðsins

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, heldur mikla tryggð við Emile Heskey þrátt fyrir að Heskey hafi aðeins skorað 7 mörk í 56 landsleikjum. Heskey er og verður fastamaður í framlínu enska landsliðsins þrátt fyrir að Jermain Defoe hafi skorað 8 mörk í síðustu 10 landsleikjum sínum.

Thomas Sorensen: Meiðslin eru ekki eins slæm og ég óttaðist

Danski markvörðurinn Thomas Sorensen hjá Stoke meiddist í leik Stoke og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær og varð að yfirgefa völlinn á 41. mínútu leiksins. Varamarkvörðurinn Steve Simonsen tók stöðu hans í marki Stoke.

Fisichella vandræðalegur eftir klessukeyrslu

Giancarlo Fisichella ákvað að skipta yfir frá Force India til Ferrari eftir síðustu keppni og ekur á heimavelli á Monza brautinni í dag. Hann lenti í skakkaföllum í gær og ræsir aðeins fjórtándi af stað í sínu fyrsta móti með Ferrari.

Hamilton stefnir á sigur á Monza

Bretinn Lewis Hamilton er fremstur á ráslínu á Monza brautinni í dag, en bein útsending hefst kl. 11:30 frá kappakstrinum á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá. Á eftir útsendingunni er farið ítarlega yfir allt sem gerðist í mótinu í þættinum Endamarkið. Sá þáttur er sýndur kl. 16.20 í dag vegna leiks FH og ÍBV sem verður í beinni útsendingu á undan.

Robinho frá í tvær til þrjár vikur og missir af United-leiknum

Landsliðsferðir Robinho og Carlos Tevez til Suður-Ameriku voru dýrkeyptar fyrir enska úrvalsdeildarliðið Manchester City því tveir stjörnuleikmenn liðsins meiddust báðir það illa með landsliðum sínum að þeir verða frá í nokkrar vikur.

Van Persie: Adebayor ætlaði sér að meiða mig í dag

Hollendingurinn Robin van Persie hjá Arsenal hefur sakað fyrrum félaga sinn Emmanuel Adebayor um að hafa stigið viljandi á andlit sitt í 4-2 tapi Arsenal á móti Manchester City í dag. „Ég er leiður og vonsvikinn vegna þess að þetta var viljandi og hugsunarlaust," sagði Van Persie á heimasíðu Arsenal.

Logi Ólafsson: Þeirra plan gekk upp í dag

„Það eru alltaf vonbrigði að tapa leikjum og sérstaklega þegar þeir eru svona þýðingarmiklir eins og þessi," sagði Logi Ólafsson, þjálfari KR eftir 0-1 tap á móti Fram í undanúrslitaleik VISA-bikars karla í dag.

Þórir með stórleik og níu mörk í stórsigri á Dormagen

Þórir Ólafsson átti mjög góðan dag í öruggum tíu marka sigri TuS N-Lübbecke á Dormagen, 33-23, í þýski úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Þórir skoraði 9 mörk í leiknum og ekkert þeirra var úr vítakasti. Þórir fékk mikið hrós á heimasíðu TuS N-Lübbecke.

AC Milan náði aðeins markalausu jafntefli á móti Livorno

AC Milan er ekki að byrja vel undir stjórn Brasilíumannsins Leonardo á þessu tímabili því liðið fylgdi á eftir 0-4 stórtapi á móti nágrönnum sínum í Inter með því að ná aðeins að gera markalaust jafntefli á móti nýliðum Livorno í dag.

Ibrahimovic og Messi á skotskónum með Barcelona

Zlatan Ibrahimovic skoraði í öðrum leiknum í röð með Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni þegar liðið vann 2-0 sigur á Getafe og fór á toppinn. Lionel Messi kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmarkið.

Sjá næstu 50 fréttir