Hamilton stefnir á sigur á Monza 13. september 2009 06:38 Lewis Hamilton náði besta tíma í tímatökum á Monza brautinni í gær. mynd: kappakstur.is Bretinn Lewis Hamilton er fremstur á ráslínu á Monza brautinni í dag, en bein útsending hefst kl. 11:30 frá kappakstrinum á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá. Á eftir útsendingunni er farið ítarlega yfir allt sem gerðist í mótinu í þættinum Endamarkið. Sá þáttur er sýndur kl. 16.20 í dag vegna leiks FH og ÍBV sem verður í beinni útsendingu á undan. Adrian Sutil á Force India ræsir af stað við hlið hans, en þeir eru góðir vinir og áttust við í Formúlu 3 á árum áður. Kimi Raikkönen á Ferrari er þriðji á ráslínu og ræsir eins og Hamilton af stað með KERS kerfi, sem gefur 80 auka hestöfl umfram það sem Sutil hefur til taks í sínum bíl. Sama gerir Heikki Kovalainen á McLaren sem er við hlið hans. Það gæti gert gæfumuninn í ræsingunni. Fyrsta beygjan á Monza brautinni er mjög þröng og erfitt um vik og ræsingin því mjög mikilvæg. Fjórir ökumenn eru að berjast um meistaratitilinn, Rubens Barrichello og Jenson Button eru í fimmta og sjötta sæti á ráslínu og Sebastian Vettel og Mark Webber eru í níunda og tíunda sæti. Þessir kappar berjast um hvert stig, en bæði Button og Barrichello telja að þeir geti barist um sigur, þar sem þeir eru bensínþungir og með aðra keppnisáætlun en forystumennirnir tveir á ráslínu. "Ég er ánægður með bílinn og tel að ég eigi möguleika á sigri. En ég hef mikið verk fyrir höndum og ræsingin verður mikilvæg. Sutil er með mikinn hraða á beinu köflunum og ég verð að taka allt út úr mér og bílnum til að standast atlögu keppinautanna", sagði Hamilton. Raikkönen vann síðustu keppni, sem var á Spa brautinni, en hvorugur þessara kappa á möguleika á meistaratitilinum. Þeir berjast fyrir heiðurinn að sigra í einstökum mótum. Sjá stigastöðuna í titilslagnum Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton er fremstur á ráslínu á Monza brautinni í dag, en bein útsending hefst kl. 11:30 frá kappakstrinum á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá. Á eftir útsendingunni er farið ítarlega yfir allt sem gerðist í mótinu í þættinum Endamarkið. Sá þáttur er sýndur kl. 16.20 í dag vegna leiks FH og ÍBV sem verður í beinni útsendingu á undan. Adrian Sutil á Force India ræsir af stað við hlið hans, en þeir eru góðir vinir og áttust við í Formúlu 3 á árum áður. Kimi Raikkönen á Ferrari er þriðji á ráslínu og ræsir eins og Hamilton af stað með KERS kerfi, sem gefur 80 auka hestöfl umfram það sem Sutil hefur til taks í sínum bíl. Sama gerir Heikki Kovalainen á McLaren sem er við hlið hans. Það gæti gert gæfumuninn í ræsingunni. Fyrsta beygjan á Monza brautinni er mjög þröng og erfitt um vik og ræsingin því mjög mikilvæg. Fjórir ökumenn eru að berjast um meistaratitilinn, Rubens Barrichello og Jenson Button eru í fimmta og sjötta sæti á ráslínu og Sebastian Vettel og Mark Webber eru í níunda og tíunda sæti. Þessir kappar berjast um hvert stig, en bæði Button og Barrichello telja að þeir geti barist um sigur, þar sem þeir eru bensínþungir og með aðra keppnisáætlun en forystumennirnir tveir á ráslínu. "Ég er ánægður með bílinn og tel að ég eigi möguleika á sigri. En ég hef mikið verk fyrir höndum og ræsingin verður mikilvæg. Sutil er með mikinn hraða á beinu köflunum og ég verð að taka allt út úr mér og bílnum til að standast atlögu keppinautanna", sagði Hamilton. Raikkönen vann síðustu keppni, sem var á Spa brautinni, en hvorugur þessara kappa á möguleika á meistaratitilinum. Þeir berjast fyrir heiðurinn að sigra í einstökum mótum. Sjá stigastöðuna í titilslagnum
Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira