Fleiri fréttir

Eggert skoraði fyrir Hearts

Eggert Gunnþór Jónsson var á meðal markaskorara Hearts í skosku úrvalsdeildinni í dag. Hearts vann Dundee United 3-0 og tryggði sér þar með þriðja sætið í deildinni, á eftir risunum Celtic og Rangers.

Bayern Munchen missteig sig illa

Bayern Munchen gæti þurft að horfa á eftir þýska meistaratitlinum til Wolfsburg eftir að hafa misstigið sig illa í dag.

Alonso vill ekki fara frá Liverpool

Xabi Alonso vill ekki fara frá Liverpool í sumar. Orðrómur er uppi um að Alonso verði einn af þeim sem verða seldir til að afla fjár til leikmannakaupa fyrir Rafael Benítez.

Sætt að tryggja titilinn á Old Trafford

„Þetta er ótrúlegt. Það er mögnuð tilfinning að vinna titilinn þriðja árið í röð. Maður sér það á andlitunum á öllum hér á vellinum. Auðvitað er það sérstaklega sætt að fá að fagna titlinum hér á Old Trafford,“ sagði kampakátur Wayne Rooney eftir að Manchester United varð Englandsmeistari í dag.

Grétar kom Bolton yfir

Grétar Rafn Steinsson kom Bolton yfir gegn Hull en nú er hálfleikur í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Öruggur sigur Kiel á Löwen

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel unnu öruggan sigur á Rhein Neckar Löwen í þýsku úrvalksdeildinni í handbolta í dag. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði þrjú mörk fyrir Löwen í 33-28 sigri Kiel.

United jafnaði met Liverpool

Manchester United jafnaði í dag met Liverpool yfir flesta titla unna á Englandi. Bæði félög hafa nú unnið deildina átján sinnum.

Manchester United er Englandsmeistari

Manchester United tryggði sér rétt í þessu Englandsmeistaratitilinn í knattspyrnu þriðja tímabilið í röð. Þrátt fyrir að gera markalaust jafntefli við Arsenal á heimavelli dugði það United sem er nú sjö stigum á undan Liverpool, sem á tvo leiki eftir.

Hermann einn af mörgum til að fara frá Portsmouth í sumar?

Þrátt fyrir að standa ágætlega að vígi í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar er talið líklegt að margir leikmanna Portsmouth verði seldir í sumar. Hermann Hreiðarsson gæti orðið einn þeirra en hann hefur meðal annars verið sterklega orðaður við Rangers.

Albert aftur heim í Árbæinn

Albert Brynjar Ingason hefur gengið til liðs við sitt gamla félag Fylki. Albert fékk ein af alls 215 félagaskiptum sem afgreidd voru í gær en leikmannamarkaðnum á ÍSlandi hefur nú verið lokað.

Wenger leið eins og hann hefði drepið einhvern

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur viðurkennt að hann hafi hætt að lesa gagnrýni í sinn garð í blöðunum því honum leið hreinlega eins og hann hefði drepið einhvern við að lesa gagnrýnina.

Kaka búinn að semja við Real Madrid?

Spænskir fjölmiðlar halda því fram í dag að forsetaframbjóðandinn hjá Real Madrid, Florentino Perez, sé búinn að ná samkomulagi við Brasilíumanninn Kaka um að ganga í raðir félagsins á næstu leiktíð.

Ferguson ekki orðinn saddur

Sir Alex Ferguson er sannfærður um að Man. Utd geti sett met yfir flesta unna meistaratitla í Englandi. United getur jafnað Liverpool í dag sem hefur til þessa unnið flesta meistaratitla eða 18.

Giggs dreymir um yfirburði United í Evrópu

Ryan Giggs er á því að Man. Utd hafi alla burði til þess að vera konungar Evrópu næstu árin. United getur orðið fyrsta liðið í sögu Meistaradeildarinnar til þess að verja titilinn er liðið mætir Barcelona í úrslitum í lok mánaðarins.

United er ekki endilega besta lið Englands

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, er ekki tilbúinn að viðurkenna að Man. Utd sé besta lið Englands þó svo liðið verði meistari og ég sé líka í úrslitum Meistaradeildarinnar.

Tevez vill vera áfram á Englandi

Argentínumaðurinn Carlos Tevez virðist algjörlega vera fallinn fyrir enska boltanum því hann segist engan áhuga hafa á að yfirgefa enska boltann. Breytir engu þó svo hann verði að skipta um lið á Englandi.

Redknapp mun refsa King

Harry Redknapp segir að Tottenham muni refsa Ledley King fyrir að fara á fyllerí á aðfaranótt sunnudagsins en hann var handtekinn á sunnudagsmorgun fyrir líkamsárás.

Tore Andre Flo skúrkurinn hjá MK Dons í kvöld

Norðmaðurinn Tore Andre Flo klikkaði á sínu víti í vítakeppni í undanúrslitaleik MK Dons og Scunthorpe í ensku C-deildinni í kvöld. Scunthorpe komst þar með í úrslitaleikinn á móti Millwall en liðin spila á Wembley um laust sæti í ensku b-deildinni.

Töframarkið klárlega bleiku skónum að þakka

Andri Fannar Stefánsson skoraði stórbrotið mark í sigri KA á Þór í nágrannaslagnum á Akureyri í kvöld. Hann smellhitti boltann þegar hann kom svífandi úr loftinu, þrumaði honum með ristinni í stöngina og inn, fjær. Andri er fæddur árið 1991 og er mikið efni. Hann var maður leiksins á vellinum í kvöld.

KA vann grannaslaginn gegn Þór

KA fór með verðskuldaðan sigur úr grannaslagnum gegn Þór á Akureyrarvelli í kvöld. Andri Fannar Stefánsson skoraði líklega mark ársins í 1. deildinni og kom KA yfir í fyrri hálfleik og Norbert Farkas bætti við öðru marki í seinni hálfleik í 2-0 sigri.

Berglind Íris ekki á förum frá Val

Berglind Íris Hansdóttir, aðalmarkvörður kvennalandsliðsins í handbolta, er ekki á förum frá Val. Berglind hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við liðið.

Ramos stoltur af árangri sínum með Real

Juande Ramos segir að ef framtíð sín hjá félaginu velti á því hvort hann hafi tapað einum leik þá vilji hann einfaldlega ekki vera þar áfram.

Enginn Íslendingur í Íslendingaslagnum

Róbert Gunnarsson og Einar Hólmgeirsson gátu ekki spilað með sínum liðum þegar þau mættust í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. VfL Gummersbach vann 33-32 sigur á TV Grosswallstadt í æsispennandi leik.

Magnús Már aftur í Þrótt

Magnús Már Lúðvíksson hefur ákveðið að ganga aftur til liðs við Þrótt eftir stutta dvöl í uppeldisfélagi sínu, KR.

Brynjar Björn með samningstilboð frá Reading

Brynjar Björn Gunnarsson hefur fengið tilboð frá enska B-deildarliðinu Reading um að leika með liðinu í eitt ár til viðbótar. Þetta kemur fram á heimasíðu Reading í dag.

Mosley blæs á Formúlu 1 krísu

Forseti FIA, Max Mosley segir að umræða um að Formúlu 1 sé í krísu eigi ekki viði rök að styðjast. Hann fundaði með Formúlu 1 liðum í dag, en ekkert samkomulag náðist á milli samtaka Formúlu 1 liða og FIA.

Sorgardagur fyrir alla hjá félaginu

Daninn Martin Laursen tilkynnti í dag að hann neyddist til þess að leggja skóna á hilluna þar sem hann væri með ónýtt hné. Hann sagði á blaðamannafundinum að það væri sérstakt til þess að hugsa að hann ætti aldrei aftur eftir að spila fótbolta.

Stern vill betri afsökunarbeiðni frá Cuban

David Stern, yfirmaður NBA-deildarinnar, segist ekki hafa verið sáttur við afsökunarbeiðni Marks Cuban, eiganda Dallas Mavericks, til handa móður Kenyon Martin.

Ferguson vill fagna á heimavelli

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, vill ólmur lyfta Englandsmeistaratitlinum á heimavelli á morgun. United hefur nefnilega ekki lyft bikarnum á heimavelli síðan árið 1999.

Hólmar Örn frá í 6-8 vikur

Keflvíkingar hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku en nú er ljóst að Hólmar Örn Rúnarsson verður frá næstu 6-8 vikurnar þar sem hann er ristarbrotinn.

Breyting á körfuboltaútsendingum hjá Stöð 2 Sport

Gerðar hafa verið breytingar á dagskrá Stöðvar 2 Sport um helgina. Það verður engin beint útsending í nótt en sjötti leikur Houston og Lakers sem fram fór í nótt verður endursýndur klukkan eitt yfir miðnætti.

Bruno Alves í stað Carvalho?

Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Chelsea sé að íhuga að kaupa portúgalska varnarmanninn Bruno Alves frá Porto. Hann eigi að koma í stað landa síns, Ricardo Carvalho.

Leikmenn Chelsea voru óánægðir hjá Scolari

Joe Cole hefur greint frá því að stemningin i búningsklefa Chelsea hafi verið heldur döpur þegar Luiz Felipe Scolari var að stýra liðinu. Hann var líka rekinn og í hans stað var ráðinn Guus Hiddink.

Júlíus velur landsliðshóp

Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari kvenna í hanbolta, tilkynnti í morgun um val á leikmannahópi fyrir æfingaleiki gegn Sviss og Portúgal.

Eins og að verða fyrir lest

Ekvadorinn Antonio Valencia hjá Wigan er sterklega orðaður við Englandsmeistara Man. Utd þessa dagana. Hann sýndi United á dögunum einmitt hvað í hann er spunnið.

Draumatvenna Gerrards

Steven Gerrard er í góðum anda þessa dagana og er þegar farinn að telja niður í næsta tímabil. Hann dreymir stóra drauma fyrir næsta tímabil enda vill hann vinna ensku deildina með Liverpool og svo HM með enska landsliðinu.

Rooney vill halda Tevez

Það er alveg ljóst hvað leikmenn Man. Utd vilja að forráðamenn félagsins geri í Tevez-málinu. Þeir vilja halda honum og nú síðast var Wayne Rooney að hvetja forráðamennina til þess ganga frá kaupum á Argentínumanninum.

Sjá næstu 50 fréttir