Fleiri fréttir

Bikarinn allur beiglaður eftir fögnuðinn í fyrra

Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth fögnuðu því vel og lengi þegar þeir unnu enska bikarinn í fyrra eftir 1-0 sigur á Cardiff í úrslitaleiknum. Bikarinn fékk aðeins að finna fyrir því í öllum látunum og er nýkominn úr allsherjar yfirhalningu.

Franska liðið Lyon hefur mikinn áhuga á Eiði Smára

Eiður Smári Guðjohnsen gæti verið á leiðinni til franska liðsins Lyon í sumar en spænska Sport-blaðið segir í dag að Lyon sé í viðræðum við Eið og Barcelona um að kaupa hann. Lyon missti af franska meistaratitlinum í vetur eftir að hafa unnið hann sjö ár í röð.

Makelele: Terry sá til þess að Mourinho var rekinn

Claude Makelele, fyrrum leikmaður Chelsea, segir að rifildi milli John Terry og Jose Mourinho hafi verið aðalástæðan fyrir því að portúgalski stjórinn var rekinn frá félaginu. Rifildið snérist um form fyrirliðans sem Mourinho var ekki sáttur með.

Los Angeles Lakers komst í NBA-úrslitin í nótt

Los Angeles Lakers vann sannfærandi og auðveldan 119-92 sigur á Denver Nuggets í sjötta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar. Lakers vann því einvígið 4-2 og er komið í lokaúrslitin annað árið í röð.

Kínverjar náðu jafntefli gegn Þjóðverjum

Kínverjar náðu 1-1 jafntefli á móti Þjóðverjum í vináttulandsleik í dag en nokkra lykilmenn vantaði þó í þýska liðið. Þetta var fyrsti leikur kínverska landsliðsins undir stjórn þjálfarans Gao Hongbo.

GOG Svendborg missti af bronsinu

Ásgeir Örn Hallgrímsson og félagar í GOG Svendborg TGI töpuðu oddaleiknum á móti Team Tvis Holstebro í keppninni um þriðja sæti í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Ásgeir er meiddur og gat ekki spilað með.

Reykjavíkur-Víkingar unnu fyrsta sigurinn sinn í sumar

Reykjavíkur-Víkingar unnu í kvöld sinn fyrsta leik sinn í 1. deild karla undir stjórn Leifs Garðarssonar sem tók við liðinu fyrir tímabilið. Víkingur hafði aðeins náði í eitt stig út úr fyrstu þremur leikjunum sínum en vann nú 2-1 sigur á Þór Akureyri í Víkinni.

Balotelli: Cristiano Ronaldo mun biðja um mína treyju einn daginn

Mario Balotelli hefur slegið í gegn með ítölsku meisturunum í Inter á þessu tímabili en þessi 18 ára framherji hefur skorað 11 mörk í 32 leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni. Hann hefur bæði mikla trú á sjálfum sér og háleit markmið.

Frábær endasprettur komi Birgi Leif áfram

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG komst í dag í gegnum niðurskurðinn á Telenet Trophy mótinu í Belgíu. Birgir Leifur fékk fugla á síðustu þremur holunum sem nægðu honum til þess að komast áfram.

Hannover-Burgdorf í vondum málum eftir fyrri leikinn

Hannes Jón Jónsson og Heiðmar Felixson skoruðu saman tíu mörk þegar lið þeirra TSV Hannover-Burgdorf tapaði með sjö mörkum, 24-31, í fyrri leik sínum á móti TSG Friesenheim í baráttunni um að komast upp í þýsku bundesliguna.

Elfsborg tapaði stigum og komst ekki á toppinn

Helgi Valur Daníelsson og félagar í IF Elfsborg náðu aðeins 1-1 jafntefli á móti BK Häcken í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld en liðið hefði komist á toppinn með sigri.

Rijkaard orðaður bæði við Celtic og Sunderland

Frank Rijkaard, fyrrum þjálfari Barcelona, gæti verið á leiðinni í breska boltann því bæði skoska liðið Celtic og enska liðið Sunderland hafa áhuga á að gera Hollendinginn að stjóra sínum. Rijkaard hefur þó úr mörgum tilboðum að velja

Guðbjörg Norðfjörð aftur orðin varaformaður KKÍ

Guðbjörg Norðfjörð er nýr varaformaður Körfuknattsleikssambands Íslands en ný stjórn fyrir árin 2009-2011 var kosin á ársþingi sambandsins á dögunum. Guðbjörg var einnig varaformaður KKÍ starfsárið 2006-2007.

26 ökumenn á ráslínu 2010

Miðað við þær umsóknir sem FIA hefur borist í dag um þátttöku í Formúlu 1 árið 2010 þá eru allar líkur á að 26 ökumenn verði á ráslínu á næsta ári. Ökumenn eru 20 talsins í ár.

Drogba auðmýktin uppmáluð

Didier Drogba segist vera tilbúinn að biðjast aftur afsökunar á hegðun sinni eftir leik Chelsea og Barcelona í Meistaradeildinni.

Fjögur ný lið vilja í Formúlu 1

Fjögur keppnislið með mikla reynslu af kappakstri hafa sótt um þátttökurétt í Formúlu 1 árið 2010. Lokafrestur til að sækja um þátttöku í Formúlu 1 rennur út í dag. Öll keppnislið sem keppa í ár hafa sótt um þátttökurétt og gerðu það fyrir stundu..

Lampard spilar bikarúrslitaleikinn

Chelsea hefur staðfest að Frank Lampard sé búinn að jafna sig af hnémeiðslum sínum og muni spila bikarúrslitaleikinn gegn Everton á morgun.

Sneijder ekki með gegn Íslandi

Wesley Sneijder var ekki í landsliðshópi Hollendinga sem mætir Íslandi og Noregi í upphafi næsta mánaðar vegna meiðsla.

Pavla áfram hjá Fram

Línumaðurinn sterki Pavla Nevarilova verður áfram í Safamýri næsta vetur en hún hefur skrifað undir nýjan samning við Framara.

Eriksson orðaður við Portsmouth

Svíinn Sven-Göran Eriksson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Englands, hefur sýnt áhuga á því að verða nýr framkvæmdastjóri hjá Portsmouth.

Tevez: Mögulega önnur úrslit hefði ég byrjað

Carlos Tevez segir að hefði hann fengið að vera í byrjunarliði Manchester United gegn Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á miðvikudaginn hefðu úrslit leiksins mögulega orðið önnur.

Tapið fyrir Barcelona mun hvetja menn áfram

Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, segir að tap liðsins fyrir Barcelona í úrslitum Meistaradeildarinnar muni hvetja menn áfram í titlbaráttum næstu leiktíðar.

Roberts ekki í bann

Jason Roberts þarf ekki að taka út þriggja leikja bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leik Blackburn og West Brom um síðustu helgi.

Landsliðsferill Kiely í hættu

Svo gæti farið að landsliðsferli hins írska Dean Kiely sé lokið eftir að hann ákvað að yfirgefa herbúðir landsliðsins fyrir vináttulandsleik Íra gegn Nígeríu í dag.

Ireland framlengir við City

Manchester City hefur framlengt samning sinn við miðvallarleikmanninn Stephen Ireland til næstu fimm ára.

Brann vann Molde

Brann vann í gær 2-0 sigur á Molde í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

LeBron hélt lífi í Cleveland

LeBron James sá til þess að tímabilinu hjá Cleveland lyki ekki í nótt. Hann átti enn einn stórleikinn er hans menn unnu sigur á Orlando, 112-102, í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt.

Steinþór: Urðum bara betri manni færri

Steinþór Freyr Þorsteinsson átti mjög góðan leik þegar Stjörnumenn unnu 2-1 sigur á Fylki í kvöld. Steinþór skoraði fyrra markið og lagði upp það síðara auk þess að skapa mikinn usla í vörn Fylkis allan leikinn.

Hetja Stjörnumanna í kvöld: Ég var að deyja úr stressi

Davíð Guðjónsson, sextán ára strákur, kom inn í mark Stjörnunnar eftir tíu mínútur, stóð sig eins og hetja og átti mikinn þátt í 2-1 sigri liðsins á Fylki. Davíð varði nokkrum sinnum mjög vel og greip hvað eftir annað vel inn í leikinn.

Heimir: Þetta eru blendnar tilfinningar

Það var bjart yfir Heimi Hallgrímssyni þjálfara ÍBV, eftir sigur hans manna gegn Fjölni á Fjölnisvelli í kvöld. Tilfinningarnar voru engu að síður blendnar þar sem tveir lykilmenn Eyjamanna fengu að líta rauða spjaldið í kvöld.

Davíð: Bara sigurvegarar í FH

Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, var hæstánægður með sína menn eftir 2-1 sigur á KR á útivelli í kvöld.

Kristján Guðmunds: Heppnir að ná stigi

Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur var nokkuð léttur eftir leik Breiðabliks og sinna manna í kvöld þrátt fyrir að liðið hefði fengið á sig fjögur mörk.

Ásmundur: Lélegt af okkar hálfu

Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var að vonum daufur í dálkinn að loknum leik Fjölnis og ÍBV þar sem hans menn lutu lægra haldi á heimavelli, 1-3.

Kristján: Þetta er hundsvekkjandi

Framarinn Kristján Hauksson kom frá Val rétt áður en Pepsi-deildin hófst. Hann var auðvitað ósáttur eftir tap gegn sínum gömlu félögum.

Sjá næstu 50 fréttir