Fleiri fréttir

Umfjöllun: Eyjamenn með seiglusigur í Grafarvogi

Fyrir leikinn í kvöld voru Fjölnismenn í áttunda sæti Pepsi-deildarinnar með fjögur stig en gestir þeirra, ÍBV, í því tólfta og neðsta án stiga. Eyjamönnum hafði ekki enn tekist að skora í deildinni og því orðnir óþreyjufullir eftir marki og stigum.

Umfjöllun: Klassa leikur í Kópavoginum

Það er óhætt að segja að einn besti leikur sumarsins hafi farið fram á Kópavogsvelli í kvöld. Keflavík mætti í heimsókn og búast mátti við fjörugum leik enda bæði lið mjög skemmtileg fram á við. Haukur Baldvinsson kom inn í byrjunarlið Breiðabliks þar sem Olgeir Sigurgeirsson sem spilað hefur frammi í sumar var meiddur. Haukur átti eftir að koma mikið við sögu í kvöld.

Dwight Yorke hættur hjá Sunderland

Gamla hetjan Dwight Yorke hefur verið látinn fara frá enska úrvalsdeildarfélaginu Sunderland eftir að samningur hans rann út.

Sex milljón króna sigur

Leikmenn Denver Nuggets voru mjög ósáttir við dómgæsluna í nótt sem leið þegar þeir töpuðu 103-94 fyrir LA Lakers í fimmta leik liðanna í úrslitarimmu Vesturdeildarinnar í NBA.

Arnar Darri leikur sinn fyrsta leik með Lyn

Arnar Darri Pétursson, 18 ára íslenskur markvörður hjá norska liðinu Lyn, mun spila sinn fyrsta opinbera leik með liðinu í norska bikarnum í kvöld. Lyn mætir Røa í 2. umferð bikarsins.

Ók yfir stuðningsmenn Barcelona og banaði fjórum

Fjórir létust og tíu slösuðust í bænum Ogbo í Nígeríu í gærkvöld þegar óður stuðningsmaður Manchester United ók sendiferðabíl inn í hóp Barcelona-stuðningsmanna eftir úrslitaleik meistaradeildarinnar.

Heimir: Handbragð Loga er komið á KR

"Þetta verður erfitt verkefni í kvöld, það er ekki nokkur spurning. KR hefur byrjað vel með þremur sigrum í fjórum leikjum, öfugt við í fyrra þegar þeir voru með þrjú stig eftir fjóra leiki." sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH í samtali við Vísi þegar hann var spurður út í stórleik kvöldsins gegn KR.

Logi: Erum ekki að fara að berjast við drauga

"Við erum að fara að etja kappi við eitt besta knattspyrnulið landsins og ætlum að reyna að halda sögunni aðeins til hliðar," sagði Logi Ólafsson þjálfari KR í samtali við Vísi þegar hann var spurður út í leik liðsins gegn FH í kvöld.

Ekkert að frétta af nýjum samningi hjá Van Persie

Hollendingurinn Robin van Persie vonast til að fara að geta gengið frá sínum framtíðarmálum hjá enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal. Stjórinn Arsene Wenger staðfesti í síðustu viku að hann væri á leið í viðræður við Van Persie.

Ryan Babel vill ekki fara frá Liverpool

Hollenski framherjinn Ryan Babel vill ekki fara frá enska úrvalsdeildarliðinu Liverpool þrátt fyrir að stjórinn Rafa Benitez hafi gefið það út að hann sé tilbúinn að selja hann.

Alex þarf í uppskurð

Varnarmaðurinn Alex hjá Chelsea getur ekki tekið þátt í verkefnum landsliðsins á næstunni þar sem hann þarf að gangast undir uppskurð vegna kviðslits.

Íslensku stelpurnar drógustu saman í bikarnum

Íslendingaliðin Kristianstads DFF og LdB FC Malmö drógust saman í 16 liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar en dregið var í morgun. Fimm lið skipuð íslenskum leikmönnum eru enn með í bikarkeppninni og lentu öll hin þrjú á útivelli á móti liðum í neðri deildum.

Páll Kristinsson í Njarðvík

Framherjinn Páll Kristinsson sem leikið hefur með Grindavík undanfarin ár hefur ákveðið að ganga í raðir Njarðvíkur á ný.

United að ná samningum við Sahara Group

Manchester United er við það að ganga frá auglýsingasamningi við indverska fyrirtækið Sahara Group sem auglýsa mun á treyjum félagsins eftir að samningurinn við AIG rennur út.

Allt vitlaust í Katalóníu

Katalóníuhérað á Spáni var allt á öðrum endanum í gærkvöldi og nótt eftir að Barcelona tryggði sér sigur í Meistaradeildinni með 2-0 sigri á Manchester United.

Ferguson: Við söknuðum Fletcher

Sir Alex Ferguson segir að varnarleikur Manchester United hafi verið slakur í úrslitaleik meistaradeildarinnar í gær og að lið hans hafi saknað Darren Fletcher.

Ronaldo gagnrýndi leikaðferð Ferguson

Cristiano Ronaldo hjá Manchester United sagði að leikaðferð Manchester United hefði brugðist gegn Barcelona í úrslitaleik meistaradeildarinnar í gær.

Deco er í viðræðum við Inter

Portúgalski miðjumaðurinn Deco hjá Chelsea staðfesti í samtali við enska fjölmiðla að hann hefði rætt við Inter Milan um að ganga til liðs við félagið.

Rooney: Iniesta er besti leikmaður heims

Wayne Rooney hrósaði miðjumanninum Andres Iniesta í hástert eftir úrslitaleikinn í meistaradeildinni í gærkvöldi þar sem Barcelona vann 2-0 sigur á Manchester United.

Lakers einum leik frá úrslitunum

Los Angeles Lakers vann í nótt 103-94 sigur á Denver í fimmta leik liðanna í úrslitarimmu Vesturdeildarinnar í NBA og leiðir því 3-2 í einvígi liðanna.

Keppinautar Brawn vilja stela kostandanum

Nick Fry, framkvæmdarstjóri Brawn liðsins orðaði heldur klaufalega hvernig lið sitt sparar fé í rekstri liiðsins sem stóð höllum fæti og munaði minnstu að það færi á uppboð fyrir tímabilið.

Barcelona Evrópumeistari - myndir

Barcelona varð Evrópumeistari í kvöld og um leið náði Eiður Smári Guðjohnsen áfanga sem maður sér vart nokkurn Íslendinga leika eftir síðar.

Guardiola: Pressa United kom mér á óvart

Pep Guardiola hefur gert ótrúlega hluti með Barcelona-liðið á sinni fyrstu leiktíð. Það hefur fyrst spænskra félaga tekist að vinna stóru titlana þrjá - Meistaradeildina, spænsku deildina og spænska Konungsbikarinn.

Giggs: Við mættum ekki til leiks

Ryan Giggs átti ekki góðan leik í liði Man. Utd í kvöld rétt eins og margir aðrir leikmenn liðsins. Giggs var að vonum ósáttur eftir leikinn.

Puyol: Róuðumst eftir markið

Carles Puyol fékk þann heiður að lyfta bikarnum í kvöld en þetta er þriðji bikarinn sem hann lyftir í ár. Breyting á hans háttum enda hafði Barcelona ekki unnið neitt síðustu tvö ár.

Pique: Finn til með fyrrum félögum mínum

Gerard Pique sagði það afar sérstaka tilfinningu að vinna Meistaradeildina með félaginu sem hann hefur alla tíð stutt. Hann fann einnig til með fyrrum félögum sínum í Man. Utd en hann fór frá félaginu síðasta sumar.

Henry: Það muna allir eftir sigurvegurunum

Frakkinn Thierry Henry, leikmaður Barcelona, náði sér góðum af meiðslum og var í byrjunarliði Barcelona í kvöld. Hann náði sér ekki á strik en það setti ekki strik í fagnaðarlætin hjá honum.

Rio: Gáfum tvö ódýr mörk

Rio Ferdinand, varnarmaður Man. Utd, hefur oft leikið betur en í kvöld og átti stóra sök á seinna marki Barcelona í leiknum. Hann segir að varnarleikurinn hafi klikkað í kvöld.

Ferguson: Barcelona átti sigurinn skilinn

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var að vonum svekktur eftir tapið í kvöld en viðurkenndi að sama skapi að betra liðið hefði unnið að þessu sinni.

Barcelona vann Meistaradeildina

Barcelona er Evrópumeistari eftir 2-0 sigur á Manchester United í úrslitaleiknum í Róm. Það voru þeir Samuel Eto´o og Lionel Messi sem skoruðu mörk Barcelona í leiknum.

Walcott valinn í U-21 árs lið Englendinga

Stuart Pearce landsliðisþjálfari U-21 árs liðs Englendinga hefur ákveðið að velja Theo Walcott í hóp sinn fyrir EM í sumar þrátt fyrir aðvaranir Arsene Wenger stjóra Arsenal.

Ásgeir er sá sem hefur komist næst úrslitaleiknum

Eiður Smári Guðjohnsen getur í kvöld orðið fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn sem spilar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þegar Barcelona mætir Manchester United í Róm. Eiður Smári byrjar örugglega á bekknum og vonast örugglega ekki til að upplifa það sama og Ásgeir Sigurvinsson gerði fyrir 27 árum síðan.

Fjárfestar að ganga frá kaupum á Portsmouth

Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að hópur fjárfesta frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum sé við það að ganga frá kaupum á úrvalsdeildarfélaginu Portsmouth.

Spennan magnast í Róm - myndir

Úrslitaleikurinn í meistaradeild Evrópu fer fram í Róm í kvöld þar sem Manchester United og Barcelona leiða saman hesta sína.

Pressa á Nedved að halda áfram

Stuðningsmenn Juventus á Ítalíu hafa skorað á miðjumanninn Pavel Nedved að hætta við að hætta í sumar. Hinn 36 ára gamli Nedved ætlar að leggja skó sína á hilluna í sumar eftir glæstan feril.

Sjá næstu 50 fréttir