Enski boltinn

Agger spilar ekki meira á leiktíðinni

Daniel Agger hefur aðeins spilað fimm leiki með Liverpool á tímabilinu
Daniel Agger hefur aðeins spilað fimm leiki með Liverpool á tímabilinu NordcPhotos/GettyImages

Danski landsliðsmaðurinn Daniel Agger mun ekki spila með Liverpool það sem eftir er af leiktíðinni eftir að ljóst varð að hann þarf í aðra aðgerð vegna ristarbrotsins sem hann varð fyrir í september.

Þetta er mikið áfall fyrir Liverpool þar sem varnarmaðurinn ungi hafði náð að vinna sér fast sæti í liðinu. Hann hefur ekki spilað nema fimm leiki alla leiktíðina en meiddist um miðjan september í leik gegn Portsmouth.

"Þetta er áfall fyrir Daniel en við viljum að hann nái sér að fullu. Við höfum menn sem geta komið í hans stað og Martin Skrtel er að spila vel. Daniel verður orðinn klár í slaginn á næstu leiktíð," sagði Rafa Benites knattspyrnustjóri Liverpool á heimasíðu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×