Enski boltinn

Evans ekki kærður fyrir nauðgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jonny Evans í landsleik með Norður-Írlandi.
Jonny Evans í landsleik með Norður-Írlandi. Nordic Photos / Getty Images

Jonny Evans, leikmaður norður-írska landsliðsins og Manchester United, verður ekki kærður fyrir nauðgun sem átti að hafa átt sér stað í jólaveislu United í desember síðastliðnum.

26 ára kona kom fram og sagði að Evans hefði nauðgað sér en eftir rannsókn hafa yfirvöld ekki ákveðið að kæra í málinu vegna skorts á sönnunargögnum.

Evans er tvítugur og var fyrr í vetur lánaður til enska úrvalsdeildarliðsins Sunderland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×