Handbolti

Ólíklegt að Ólafur Stefánsson verði með á morgun

AFP

Óvíst er hvort Ólafur Stefánsson geti spilað leikinn gegn Slóvökum á EM á morgun. Ólafur er meiddur á læri og tekur ekki þátt í æfingu liðsins sem stendur yfir nú undir hádegið.

Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, staðfesti að Ólafur færi í ómskoðun í dag og eins og staðan væri í núna - yrði að teljast afar ólíklegt að Ólafur gæti spilað á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×