Handbolti

Balic með Króatíu sem vann Pólland

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michal Jurecki tekur skot að marki Króata í kvöld.
Michal Jurecki tekur skot að marki Króata í kvöld. Nordic Photos / AFP

Ivano Balic skoraði sjö mörk fyrir Króatíu í kvöld sem vann fimm marka sigur á Póllandi, 32-27.

Balic og Zlatko Horvat voru í miklu stuði í kvöld og skoruðu báðir sjö mörk í leiknum - Balic úr níu skotum og Horvat úr átta skotum.

Króatar voru einnig með fimm marka forystu í hálfleik, 18-13.

Markahæstur hjá Pólverjum var Maruisz Jurasik með ellefu mörk, þar af eitt víti. Karol Bielecki skoraði sex mörk í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×