Fleiri fréttir

Teitur segir Basi­le bestan í vetur: „Ég þarf ekkert að rök­styðja það“

„Framlengingin“ var á sínum stað í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi. Að þessu sinni var spurt hvort Keyshawn Woods hentaði úrslitakeppninni, hvort tvíeykið menn vildu frekar, hvaða lið kemst ekki í úrslitakeppni Subway-deildar karla, hver sé besti leikmaður deildarinnar og hvað skiptir mestu máli þegar það eru bara tveir leikir eftir af hefðbundinni deildarkeppni.

Munu bjóða í Man United á nýjan leik

Talið er að Sheikh Jassim Bin Hamad Al Thani muni bjóða í enska knattspyrnufélagið Manchester United í annað sinn á miðvikudaginn. Sir Jim Ratcliffe mun gera slíkt hið sama. Frá þessu er greint á vef Sky Sports.

Vill að Mitro­vić og Fernandes fái tíu leikja bann

Framherjinn fyrrverandi og sparkspekingurinn Chris Sutton situr sjaldan á skoðunum sínum. Hann segir að Aleksandar Mitrović, framherji Fulham, og Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, eigi að fá 10 leikja bann fyrir framkomu þeirra í garð dómara.

Aron meiddist á læri í sigri helgarinnar

Svo virðist sem landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson hafi meiðst á læri um helgina þegar Álaborg vann öruggan sigur á Mors-Thy í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Marcus Rashford meiddur

Marcus Rashford hefur dregið sig út úr enska landsliðshópnum eftir að hafa meiðst í leik Manchester United og Fulham í enska bikarnum um helgina.

Jókerinn og Gríska undrið halda á­fram að ein­oka fyrir­sagnirnar

Nikola Jokić skilaði að venju sínu þegar Denver Nuggets lagði Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Atlanta Hawks hentu frá sér 24 stiga forystu í síðari hálfleik og 46 stig Devin Booker dugðu Phoenix Suns ekki til sigurs. Gríska undrið gat ekki leyft Jókernum að einoka fyrirsagnirnar og gerði líka þrennu þar sem hann hitti úr öllum níu skotum sínum.

Alonso komst á verðlaunapall í hundraðasta skipti eftir allt saman

Það var viðburðarrík helgi í Formúlu 1 þar sem keppt var í Sádi-Arabíu að þessu sinni. Sergio Pérez kom, sá og sigraði. Max Verstappen endaði í 2. sæti eftir að byrja fimmtándi í rásröðinni og gamla brýnið Fernando Alonso endaði að lokum í 3. sæti eftir að refsingin sem honum var gefin að kappakstri loknum var dæmd ógild.

Stjóri Bayern segir leikmenn sína lata

Julian Nagelsmann, knattspyrnustjóri Bayern München, var æfur eftir tap liðsins fyrir Bayer Leverkusen, 2-1, í þýsku úrvalsdeildinni í gær og gagnrýndi leikmenn þess harðlega.

Orðinn launa­hæsti tæklari sögunnar

Hinn 28 ára gamli Laremy Tunsil ætti að eiga fyrir salti í grautinn næstu misseri. Þriggja ára samningur hans við Houston Texans í NFL-deildinni gerir hann að launahæsta tæklara í sögu deildarinnar.

„Þarna var þetta svo inni­legt“

Jóhann Gunnar Einarsson lék á sínum tíma með Aftureldingu. Hann var mættur í Handkastið þar sem ótrúlegur sigur Aftureldingar á Haukum í bikarúrslitum var krufinn. Fór Jóhann Gunnar meðal yfir það sem hefur breyst hjá félaginu síðan hann gekk í raðir þess árið 2014.

Þjálfarinn fór úr að ofan

Eric Musselman, þjálfari háskólaliðs Arkansas, skóla vakti mikla athygli um helgina og það voru tvær ástæður fyrir því.

Hamrén rekinn frá Álaborg

Erik Hamrén, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, hefur verið rekinn sem þjálfari Álaborgar í dönsku úrvalsdeildinni.

„Með góðri frammi­stöðu er allt mögu­legt“

„Ég held að við munum koma til með að bjóða upp á sambærilega stemningu og í undanförnum leikjum. Ég hvet fólk því eindregið til að mæta,“ sagði Alexander Örn Júlíusson, leikmaður Vals, en hann og liðsfélagar hans mæta þýska liðinu Göppingen í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta á morgun, þriðjudag.

Gæti orðið kuldaleg veiðiopnun

Kuldakastið sem hefur verið á landinu síðustu vikur gæti haft frekar leiðinleg áhrif á fystu daga og kannski vikur af veiðitímanum.

„Vorum klár­lega betra liðið“

Marco Silva, þjálfari Fulham, sagði lið sitt hafa verið betra en Manchester United þegar liðin mættust í 8-liða úrslitum FA-bikarkeppninnar í gær, sunnudag. Silva, sem og tveir leikmenn Fulham, voru sendir í sturtu þegar Fulham var 1-0 yfir í leiknum. Gekk Man United á lagið eftir það og vann 3-1 sigur.

Frammi­staða kvöldsins á­gætis bú­bót fyrir Gunnar

Gunnar Nelson sneri aftur í búrið á bardagakvöldi UFC sem fram fór í O2-höllinni í Lundúnum á laugardagskvöld. Sigraði hann andstæðing sinn örugglega og var frammistaða hans valin frammistaða kvöldsins. Gefur það íslenska bardagakappanum nokkrar aukakrónur í vasann.

Dramatískur sigur Barcelona sem er komið með níu fingur á titilinn

Barcelona tók á móti Real Madríd í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Gestirnir urðu að vinna El Clásico ætluðu þeir sér að eiga möguleika á að verja meistaratitil sinn. Allt kom fyrir ekki þar sem Börsungar skoruðu sigurmarkið í uppbótartíma, lokatölur á Nývangi 2-1 og titillinn svo gott sem mættur til Katalóníu.

Juventus heldur í vonina um Meistara­deildar­sæti

Þrátt fyrir að fimmtán stig hafi verið tekin af liðinu þá heldur Juventus enn í vonina um Meistaradeildarsæti að leiktíðinni lokinni. Liðið vann gríðarlega mikilvægan 1-0 útisigur á Inter Milan í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir