„Hvers vegna erum við ekki komin lengra en þetta og hvers vegna erum við að sjá þetta gerast árið 2023?“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. mars 2023 18:01 Rakel Dögg [til vinstri] er í dag aðstoðarþjálfari Fram í Olís-deild kvenna. Vísir/Hulda Margrét „Hvers vegna eru ekki fleiri konur að þjálfa? Hvers vegna eru ekki fleiri konur að starfa sem sjálfboðaliðar eða í stjórnum í íþróttaklúbbunum?“ Svo hefst pistill sem Rakel Dögg Bragadóttir, núverandi aðstoðarþjálfari Fram í Olís-deild kvenna í handbolta, birti fyrr í dag. Pistilinn birti Rakel Dögg, sem er einnig fyrrverandi landsliðskona og þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild kvenna, á Facebook-síðu sinni. Hún heldur áfram: „Þetta eru spurningar sem ég fæ oft og reglulega. Mér hefur oft fundist erfitt að svara þessu, ekki alveg vitað hvað er hægt að benda á enda líklega nokkrir þættir sem spila inn í og hafa áhrif á.“ Rakel Dögg segir að á undanförnum tveimur vikum hafi svarið hins vegar komið skýrt til hennar. Nefnir hún nokkur dæmi sem betur fer koma þó ekki oft upp. „Kona er slegin á rassinn, lítillækkuð og smánuð fyrir framan 2-300 manns og svo sökuð um lygar. Konu er ógnað, hótað og hún niðurlægð stöðugt í 18 mánuði undir augum fjölda einstaklinga. Kona situr fund þar sem stjórnarmaður undir áhrifum áfengis úthúðar, öskrar og lítillækkar hana með ofsafengnum hætti fyrir framan fullt herbergi af fólki. Kona er króuð af út í horni í samkvæmi af tvöfalt eldri manni og er kynferðislega áreitt þar til henni finnst öryggi sínu ógnað.“ „Staðreyndin er samt sú að öll þessi dæmi hafa átt sér stað síðastliðið rúma ár. Í öllum tilvikum voru atvikin tilkynnt til viðeiganda aðila. Í öllum tilvikum var EKKERT aðhafst – engin afleiðing eftir ósæmilega hegðun. Eða jú, það má nefna það að í þremur tilvikum var boðist til að greiða sálfræðitíma til að vinna úr áfallinu sem hlaust af.“ Þá nefnir hún afsakanirnar sem nefndar eru reglulega til sögunnar: „Hann er nú gamall skólafélagi minn - við getum ekki látið hann fara.“ „Hann er svo duglegur að safna pening og við megum ekki við því að missa sjálfboðaliða.“ „Það eru tvær hliðar á öllum málum.“ „Þetta er orð á móti orði [þrátt fyrir fjölda vitna].“ „Hvaða skilaboð er verið að senda konum sem lenda í þessu? Hvers vegna erum við ekki komin lengra en þetta og hvers vegna erum við að sjá þetta gerast árið 2023? Það er mér óskiljanlegt,“ segir Rakel Dögg einnig og veltir því upp að þetta gæti verið ástæðan fyrir að ekki séu fleiri konur í þjálfun, sjálfboðaliðastörfum eða stjórnum íþróttafélaga á Íslandi. Fókus á málefnið „Það er enginn að láta í sér heyra og kalla eftir viðbrögðum hreyfingarinnar í þeim tilgangi að skaða orðspor einstaklings – gjörðirnar og hegðunin sjálf skaðar orðspor, ekki umfjöllun um gjörðina.“ Rakel Dögg segir að það sé ekki verið að merkja einn eða neinn sem kynferðisafbrotamann eða glæpamann. Hún veltir fyrir sér hvert við séum komin þegar umræðan er komin í þá átt. „Hættum að fórnarlambsvæða einstaklinga sem sýna af sér ósæmandi hegðun heldur ræðum um hegðunina sjálfa, hversu galið það er að það eru ekki neinar afleiðingar og hvernig við getum komið í veg fyrir að þetta gerist aftur.“ Sjá einnig: „Að slá einhvern á rassinn á ekki heima neins staðar“ Sjá einnig: „Þegar maður er kominn með líkingar við kynferðisbrotamenn þá verð ég aðeins að stoppa“ Tekur hún sem dæmi að fjölmörg kvennalið hafi látið í sér heyra í liðinni viku. Liðin, og leikmenn, séu komin með nóg af því að ósæmileg hegðun fái að viðgangast án afleiðinga. „Skilaboðin sem liðin sendu frá sér eru ótrúlega einföld, ótrúlega skýr og það ætti að vera svo ótrúlega auðvelt að fara eftir þeim. Í fyrsta lagi til allra þeirra sem starfa í hreyfingunni; Svona hegðun er ekki í lagi og við samþykkjum hana ekki. Í öðru lagi til hreyfingarinnar sjálfrar, til Handknattleikssambands Íslands, til aganefndar og til forystu klúbbanna: Það er ekki í lagi að að snúa sér undan, taka enga ábyrgð og aðhafast ekkert. Við verðum að bregðast við með viðeigandi hætti og þora að takast á við vandann, sama hversu óþæginlegt það er.“ „Gerum betur – Þannig breytum við leiknum,“ segir Rakel Dögg að endingu áður en hún biður fólk um að lesa dæmin hér að ofan en skipta út orðinu „kona“ fyrir „dóttir mín.“ Hér að neðan má lisa pistilinn í heild sinni. Hvers vegna eru ekki fleiri konur að þjálfa? Hvers vegna eru ekki fleiri konur að starfa sem sjálfboðaliðar eða í stjórnum í íþróttaklúbbunum? Þetta eru spurningar sem ég fæ oft og reglulega. Mér hefur oft fundist erfitt að svara þessu, ekki alveg vitað hvað er hægt að benda á enda líklega nokkrir þættir sem spila inn í og hafa áhrif á. En undanfarnar 2 vikur hefur svarið komið skýrt til mín og málið sem hefur verið í umræðunni hefur vakið upp miklar og sterkar tilfinningar hjá mér. Byrjum á nokkrum dæmum. Sem betur fer er ekki oft sem: Kona er slegin á rassinn, lítillækkuð og smánuð fyrir framan 2-300 manns og svo sökuð um lygar. Konu er ógnað, hótað og hún niðurlægð stöðugt í 18 mánuði undir augum fjölda einstaklinga. Kona situr fund þar sem stjórnarmaður undir áhrifum áfengis úthúðar, öskrar og lítillækkar hana með ofsafengnum hætti fyrir framan fullt herbergi af fólki. Kona er króuð af út í horni í samkvæmi af tvöfalt eldri manni og er kynferðislega áreitt þar til henni finnst öryggi sínu ógnað. En staðreyndin er samt sú að öll þessi dæmi hafa átt sér stað síðastliðið rúma ár. Í öllum tilvikum voru atvikin tilkynnt til viðeiganda aðila. Í öllum tilvikum var EKKERT aðhafst – engin afleiðing eftir ósæmilega hegðun. Eða jú, það má nefna það að í þremur tilvikum var boðist til að greiða sálfræðitíma til að vinna úr áfallinu sem hlaust af. Pælum aðeins í því; Í ÞREMUR tilvikum var frekar ákveðið að greiða sálfræðitíma fyrir þolandann í stað þess að takast á við vandann. „Hann er nú gamall skólafélagi minn - við getum ekki látið hann fara“ „Hann er svo duglegur að safna pening og við megum ekki við því að missa sjálfboðaliða“ „Það eru tvær hliðar á öllum málum“, „Þetta er orð á móti orði (þrátt fyrir fjölda vitna).“ Þetta voru meðal annars svörin sem voru gefin. Hvaða skilaboð er verið að senda konum sem lenda í þessu? Hvers vegna erum við ekki komin lengra en þetta og hvers vegna erum við að sjá þetta gerast árið 2023? Það er mér óskiljanlegt. Gæti verið að þetta sé ein af ástæðunum að það séu ekki fleiri konur í þjálfun, sjálfboðaliðastörfum og stjórnum íþróttafélaga? Við þurfum að halda fókus á málefnið. Það er enginn að láta í sér heyra og kalla eftir viðbrögðum hreyfingarinnar í þeim tilgangi að skaða orðspor einstaklings – gjörðirnar og hegðunin sjálf skaðar orðspor, ekki umfjöllun um gjörðina. Það er enginn að úthrópa neinn sem kynferðisafbrotamann eða glæpamann, það hefur enginn gert – höfum það á hreinu! Hvert erum við komin þegar við förum með umræðuna í þessa átt – hættum að fórnarlambsvæða einstaklinga sem sýna af sér ósæmandi hegðun heldur ræðum um hegðunina sjálfa, hversu galið það er að það eru ekki neinar afleiðingar og hvernig við getum komið í veg fyrir að þetta gerist aftur. Fjöldi kvennaliða reis upp á lappirnar í síðastliðinni viku, komnar með nóg af því að ósæmileg hegðun fái að viðgangast án nokkurra afleiðinga og kalla eftir áheyrn og breytingum í hreyfingunni. Skilaboðin sem liðin sendu frá sér eru ótrúlega einföld, ótrúlega skýr og það ætti að vera svo ótrúlega auðvelt að fara eftir þeim. Í fyrsta lagi til allra þeirra sem starfa í hreyfingunni; Svona hegðun er ekki í lagi og við samþykkjum hana ekki! Í öðru lagi til hreyfingarinnar sjálfrar, til HSÍ, til aganefndar og til forystu klúbbanna; Það er ekki í lagi að að snúa sér undan, taka enga ábyrgð og aðhafast ekkert! Við verðum að bregðast við með viðeigandi hætti og þora að takast á við vandann - sama hversu óþæginlegt það er. Gerum betur – Þannig breytum við leiknum. Ps. Prófaðu að lesa dæmin hér að ofan og skipta út orðinu „kona“ fyrir „dóttir mín“. Hvað ætlaru að segja þegar þetta verður dóttir þín? Ætlaru þá að líta undan og segja „æi elskan mín, það eru nú tvær hliðar á öllu máli“ eða ætlaru að stíga niður fætinum og fordæma lítillækkandi og ógnandi hegðun sem viðgengst allt of oft án þess að nokkur þori að taka á vandanum. Handbolti Olís-deild kvenna Kynferðisofbeldi Fram Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira
Pistilinn birti Rakel Dögg, sem er einnig fyrrverandi landsliðskona og þjálfari Stjörnunnar í Olís-deild kvenna, á Facebook-síðu sinni. Hún heldur áfram: „Þetta eru spurningar sem ég fæ oft og reglulega. Mér hefur oft fundist erfitt að svara þessu, ekki alveg vitað hvað er hægt að benda á enda líklega nokkrir þættir sem spila inn í og hafa áhrif á.“ Rakel Dögg segir að á undanförnum tveimur vikum hafi svarið hins vegar komið skýrt til hennar. Nefnir hún nokkur dæmi sem betur fer koma þó ekki oft upp. „Kona er slegin á rassinn, lítillækkuð og smánuð fyrir framan 2-300 manns og svo sökuð um lygar. Konu er ógnað, hótað og hún niðurlægð stöðugt í 18 mánuði undir augum fjölda einstaklinga. Kona situr fund þar sem stjórnarmaður undir áhrifum áfengis úthúðar, öskrar og lítillækkar hana með ofsafengnum hætti fyrir framan fullt herbergi af fólki. Kona er króuð af út í horni í samkvæmi af tvöfalt eldri manni og er kynferðislega áreitt þar til henni finnst öryggi sínu ógnað.“ „Staðreyndin er samt sú að öll þessi dæmi hafa átt sér stað síðastliðið rúma ár. Í öllum tilvikum voru atvikin tilkynnt til viðeiganda aðila. Í öllum tilvikum var EKKERT aðhafst – engin afleiðing eftir ósæmilega hegðun. Eða jú, það má nefna það að í þremur tilvikum var boðist til að greiða sálfræðitíma til að vinna úr áfallinu sem hlaust af.“ Þá nefnir hún afsakanirnar sem nefndar eru reglulega til sögunnar: „Hann er nú gamall skólafélagi minn - við getum ekki látið hann fara.“ „Hann er svo duglegur að safna pening og við megum ekki við því að missa sjálfboðaliða.“ „Það eru tvær hliðar á öllum málum.“ „Þetta er orð á móti orði [þrátt fyrir fjölda vitna].“ „Hvaða skilaboð er verið að senda konum sem lenda í þessu? Hvers vegna erum við ekki komin lengra en þetta og hvers vegna erum við að sjá þetta gerast árið 2023? Það er mér óskiljanlegt,“ segir Rakel Dögg einnig og veltir því upp að þetta gæti verið ástæðan fyrir að ekki séu fleiri konur í þjálfun, sjálfboðaliðastörfum eða stjórnum íþróttafélaga á Íslandi. Fókus á málefnið „Það er enginn að láta í sér heyra og kalla eftir viðbrögðum hreyfingarinnar í þeim tilgangi að skaða orðspor einstaklings – gjörðirnar og hegðunin sjálf skaðar orðspor, ekki umfjöllun um gjörðina.“ Rakel Dögg segir að það sé ekki verið að merkja einn eða neinn sem kynferðisafbrotamann eða glæpamann. Hún veltir fyrir sér hvert við séum komin þegar umræðan er komin í þá átt. „Hættum að fórnarlambsvæða einstaklinga sem sýna af sér ósæmandi hegðun heldur ræðum um hegðunina sjálfa, hversu galið það er að það eru ekki neinar afleiðingar og hvernig við getum komið í veg fyrir að þetta gerist aftur.“ Sjá einnig: „Að slá einhvern á rassinn á ekki heima neins staðar“ Sjá einnig: „Þegar maður er kominn með líkingar við kynferðisbrotamenn þá verð ég aðeins að stoppa“ Tekur hún sem dæmi að fjölmörg kvennalið hafi látið í sér heyra í liðinni viku. Liðin, og leikmenn, séu komin með nóg af því að ósæmileg hegðun fái að viðgangast án afleiðinga. „Skilaboðin sem liðin sendu frá sér eru ótrúlega einföld, ótrúlega skýr og það ætti að vera svo ótrúlega auðvelt að fara eftir þeim. Í fyrsta lagi til allra þeirra sem starfa í hreyfingunni; Svona hegðun er ekki í lagi og við samþykkjum hana ekki. Í öðru lagi til hreyfingarinnar sjálfrar, til Handknattleikssambands Íslands, til aganefndar og til forystu klúbbanna: Það er ekki í lagi að að snúa sér undan, taka enga ábyrgð og aðhafast ekkert. Við verðum að bregðast við með viðeigandi hætti og þora að takast á við vandann, sama hversu óþæginlegt það er.“ „Gerum betur – Þannig breytum við leiknum,“ segir Rakel Dögg að endingu áður en hún biður fólk um að lesa dæmin hér að ofan en skipta út orðinu „kona“ fyrir „dóttir mín.“ Hér að neðan má lisa pistilinn í heild sinni. Hvers vegna eru ekki fleiri konur að þjálfa? Hvers vegna eru ekki fleiri konur að starfa sem sjálfboðaliðar eða í stjórnum í íþróttaklúbbunum? Þetta eru spurningar sem ég fæ oft og reglulega. Mér hefur oft fundist erfitt að svara þessu, ekki alveg vitað hvað er hægt að benda á enda líklega nokkrir þættir sem spila inn í og hafa áhrif á. En undanfarnar 2 vikur hefur svarið komið skýrt til mín og málið sem hefur verið í umræðunni hefur vakið upp miklar og sterkar tilfinningar hjá mér. Byrjum á nokkrum dæmum. Sem betur fer er ekki oft sem: Kona er slegin á rassinn, lítillækkuð og smánuð fyrir framan 2-300 manns og svo sökuð um lygar. Konu er ógnað, hótað og hún niðurlægð stöðugt í 18 mánuði undir augum fjölda einstaklinga. Kona situr fund þar sem stjórnarmaður undir áhrifum áfengis úthúðar, öskrar og lítillækkar hana með ofsafengnum hætti fyrir framan fullt herbergi af fólki. Kona er króuð af út í horni í samkvæmi af tvöfalt eldri manni og er kynferðislega áreitt þar til henni finnst öryggi sínu ógnað. En staðreyndin er samt sú að öll þessi dæmi hafa átt sér stað síðastliðið rúma ár. Í öllum tilvikum voru atvikin tilkynnt til viðeiganda aðila. Í öllum tilvikum var EKKERT aðhafst – engin afleiðing eftir ósæmilega hegðun. Eða jú, það má nefna það að í þremur tilvikum var boðist til að greiða sálfræðitíma til að vinna úr áfallinu sem hlaust af. Pælum aðeins í því; Í ÞREMUR tilvikum var frekar ákveðið að greiða sálfræðitíma fyrir þolandann í stað þess að takast á við vandann. „Hann er nú gamall skólafélagi minn - við getum ekki látið hann fara“ „Hann er svo duglegur að safna pening og við megum ekki við því að missa sjálfboðaliða“ „Það eru tvær hliðar á öllum málum“, „Þetta er orð á móti orði (þrátt fyrir fjölda vitna).“ Þetta voru meðal annars svörin sem voru gefin. Hvaða skilaboð er verið að senda konum sem lenda í þessu? Hvers vegna erum við ekki komin lengra en þetta og hvers vegna erum við að sjá þetta gerast árið 2023? Það er mér óskiljanlegt. Gæti verið að þetta sé ein af ástæðunum að það séu ekki fleiri konur í þjálfun, sjálfboðaliðastörfum og stjórnum íþróttafélaga? Við þurfum að halda fókus á málefnið. Það er enginn að láta í sér heyra og kalla eftir viðbrögðum hreyfingarinnar í þeim tilgangi að skaða orðspor einstaklings – gjörðirnar og hegðunin sjálf skaðar orðspor, ekki umfjöllun um gjörðina. Það er enginn að úthrópa neinn sem kynferðisafbrotamann eða glæpamann, það hefur enginn gert – höfum það á hreinu! Hvert erum við komin þegar við förum með umræðuna í þessa átt – hættum að fórnarlambsvæða einstaklinga sem sýna af sér ósæmandi hegðun heldur ræðum um hegðunina sjálfa, hversu galið það er að það eru ekki neinar afleiðingar og hvernig við getum komið í veg fyrir að þetta gerist aftur. Fjöldi kvennaliða reis upp á lappirnar í síðastliðinni viku, komnar með nóg af því að ósæmileg hegðun fái að viðgangast án nokkurra afleiðinga og kalla eftir áheyrn og breytingum í hreyfingunni. Skilaboðin sem liðin sendu frá sér eru ótrúlega einföld, ótrúlega skýr og það ætti að vera svo ótrúlega auðvelt að fara eftir þeim. Í fyrsta lagi til allra þeirra sem starfa í hreyfingunni; Svona hegðun er ekki í lagi og við samþykkjum hana ekki! Í öðru lagi til hreyfingarinnar sjálfrar, til HSÍ, til aganefndar og til forystu klúbbanna; Það er ekki í lagi að að snúa sér undan, taka enga ábyrgð og aðhafast ekkert! Við verðum að bregðast við með viðeigandi hætti og þora að takast á við vandann - sama hversu óþæginlegt það er. Gerum betur – Þannig breytum við leiknum. Ps. Prófaðu að lesa dæmin hér að ofan og skipta út orðinu „kona“ fyrir „dóttir mín“. Hvað ætlaru að segja þegar þetta verður dóttir þín? Ætlaru þá að líta undan og segja „æi elskan mín, það eru nú tvær hliðar á öllu máli“ eða ætlaru að stíga niður fætinum og fordæma lítillækkandi og ógnandi hegðun sem viðgengst allt of oft án þess að nokkur þori að taka á vandanum.
Hvers vegna eru ekki fleiri konur að þjálfa? Hvers vegna eru ekki fleiri konur að starfa sem sjálfboðaliðar eða í stjórnum í íþróttaklúbbunum? Þetta eru spurningar sem ég fæ oft og reglulega. Mér hefur oft fundist erfitt að svara þessu, ekki alveg vitað hvað er hægt að benda á enda líklega nokkrir þættir sem spila inn í og hafa áhrif á. En undanfarnar 2 vikur hefur svarið komið skýrt til mín og málið sem hefur verið í umræðunni hefur vakið upp miklar og sterkar tilfinningar hjá mér. Byrjum á nokkrum dæmum. Sem betur fer er ekki oft sem: Kona er slegin á rassinn, lítillækkuð og smánuð fyrir framan 2-300 manns og svo sökuð um lygar. Konu er ógnað, hótað og hún niðurlægð stöðugt í 18 mánuði undir augum fjölda einstaklinga. Kona situr fund þar sem stjórnarmaður undir áhrifum áfengis úthúðar, öskrar og lítillækkar hana með ofsafengnum hætti fyrir framan fullt herbergi af fólki. Kona er króuð af út í horni í samkvæmi af tvöfalt eldri manni og er kynferðislega áreitt þar til henni finnst öryggi sínu ógnað. En staðreyndin er samt sú að öll þessi dæmi hafa átt sér stað síðastliðið rúma ár. Í öllum tilvikum voru atvikin tilkynnt til viðeiganda aðila. Í öllum tilvikum var EKKERT aðhafst – engin afleiðing eftir ósæmilega hegðun. Eða jú, það má nefna það að í þremur tilvikum var boðist til að greiða sálfræðitíma til að vinna úr áfallinu sem hlaust af. Pælum aðeins í því; Í ÞREMUR tilvikum var frekar ákveðið að greiða sálfræðitíma fyrir þolandann í stað þess að takast á við vandann. „Hann er nú gamall skólafélagi minn - við getum ekki látið hann fara“ „Hann er svo duglegur að safna pening og við megum ekki við því að missa sjálfboðaliða“ „Það eru tvær hliðar á öllum málum“, „Þetta er orð á móti orði (þrátt fyrir fjölda vitna).“ Þetta voru meðal annars svörin sem voru gefin. Hvaða skilaboð er verið að senda konum sem lenda í þessu? Hvers vegna erum við ekki komin lengra en þetta og hvers vegna erum við að sjá þetta gerast árið 2023? Það er mér óskiljanlegt. Gæti verið að þetta sé ein af ástæðunum að það séu ekki fleiri konur í þjálfun, sjálfboðaliðastörfum og stjórnum íþróttafélaga? Við þurfum að halda fókus á málefnið. Það er enginn að láta í sér heyra og kalla eftir viðbrögðum hreyfingarinnar í þeim tilgangi að skaða orðspor einstaklings – gjörðirnar og hegðunin sjálf skaðar orðspor, ekki umfjöllun um gjörðina. Það er enginn að úthrópa neinn sem kynferðisafbrotamann eða glæpamann, það hefur enginn gert – höfum það á hreinu! Hvert erum við komin þegar við förum með umræðuna í þessa átt – hættum að fórnarlambsvæða einstaklinga sem sýna af sér ósæmandi hegðun heldur ræðum um hegðunina sjálfa, hversu galið það er að það eru ekki neinar afleiðingar og hvernig við getum komið í veg fyrir að þetta gerist aftur. Fjöldi kvennaliða reis upp á lappirnar í síðastliðinni viku, komnar með nóg af því að ósæmileg hegðun fái að viðgangast án nokkurra afleiðinga og kalla eftir áheyrn og breytingum í hreyfingunni. Skilaboðin sem liðin sendu frá sér eru ótrúlega einföld, ótrúlega skýr og það ætti að vera svo ótrúlega auðvelt að fara eftir þeim. Í fyrsta lagi til allra þeirra sem starfa í hreyfingunni; Svona hegðun er ekki í lagi og við samþykkjum hana ekki! Í öðru lagi til hreyfingarinnar sjálfrar, til HSÍ, til aganefndar og til forystu klúbbanna; Það er ekki í lagi að að snúa sér undan, taka enga ábyrgð og aðhafast ekkert! Við verðum að bregðast við með viðeigandi hætti og þora að takast á við vandann - sama hversu óþæginlegt það er. Gerum betur – Þannig breytum við leiknum. Ps. Prófaðu að lesa dæmin hér að ofan og skipta út orðinu „kona“ fyrir „dóttir mín“. Hvað ætlaru að segja þegar þetta verður dóttir þín? Ætlaru þá að líta undan og segja „æi elskan mín, það eru nú tvær hliðar á öllu máli“ eða ætlaru að stíga niður fætinum og fordæma lítillækkandi og ógnandi hegðun sem viðgengst allt of oft án þess að nokkur þori að taka á vandanum.
Handbolti Olís-deild kvenna Kynferðisofbeldi Fram Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira