Fleiri fréttir Orðinn 75 ára og ráðinn stjóri Crystal Palace Roy Hodgson hefur ekki enn sagt sitt síðasta sem knattspyrnustjóri í ensku úrvalsdeildinni því hann hefur verið ráðinn stjóri Crystal Palace og mun stýra liðinu út yfirstandandi leiktíð. 21.3.2023 08:19 Úr kuldanum hjá Rooney í hlýjan faðm Heimis Ravel Morrison, fyrrverandi ungstirni Manchester United, er þrátt fyrir vandræði sín í DC United í nýjasta landsliðshópi Heimis Hallgrímssonar í Jamaíku. 21.3.2023 08:00 „Eins og hann hafi verið í tölvuleik því það var nákvæmlega það sem ég gerði“ Gunnar Nelson sneri aftur í búrið á bardagakvöldi UFC sem fram fór í O2-höllinni í Lundúnum á laugardagskvöld. 21.3.2023 07:31 „ Það er ekkert hægt að byggja þetta upp, þetta er bara núna og kannski næsta tímabil“ „Nei eða Já“ var á sínum stað í Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem hefur drifið á daga NBA-deildarinnar og enn á ný voru skipti Kyrie Irving til Dallas Mavericks til umræðu. 21.3.2023 07:00 Dagskráin í dag: Evrópuævintýri á Hlíðarenda Leikur Vals og Göppingen í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta á hug okkar allan á Stöð 2 Sport í dag. Um er að ræða fyrri leik liðanna í einvíginu. 21.3.2023 06:02 Teitur segir Basile bestan í vetur: „Ég þarf ekkert að rökstyðja það“ „Framlengingin“ var á sínum stað í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi. Að þessu sinni var spurt hvort Keyshawn Woods hentaði úrslitakeppninni, hvort tvíeykið menn vildu frekar, hvaða lið kemst ekki í úrslitakeppni Subway-deildar karla, hver sé besti leikmaður deildarinnar og hvað skiptir mestu máli þegar það eru bara tveir leikir eftir af hefðbundinni deildarkeppni. 20.3.2023 23:31 Gunnar fer yfir sigur helgarinnar: „Horfi á hann og brosi á meðan hann er að kýla mig“ Gunnar Nelson vann Bryan Barbarena örugglega á laugardagskvöld þegar þeir mættust í búrinu í UFC 286. Þeir virtust ná ágætlega saman en það er ekki oft sem menn fara að hlægja á meðan þeir eru að keppa í UFC. 20.3.2023 23:00 Munu bjóða í Man United á nýjan leik Talið er að Sheikh Jassim Bin Hamad Al Thani muni bjóða í enska knattspyrnufélagið Manchester United í annað sinn á miðvikudaginn. Sir Jim Ratcliffe mun gera slíkt hið sama. Frá þessu er greint á vef Sky Sports. 20.3.2023 22:01 Vill að Mitrović og Fernandes fái tíu leikja bann Framherjinn fyrrverandi og sparkspekingurinn Chris Sutton situr sjaldan á skoðunum sínum. Hann segir að Aleksandar Mitrović, framherji Fulham, og Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, eigi að fá 10 leikja bann fyrir framkomu þeirra í garð dómara. 20.3.2023 21:15 Gunnar mættur í dagvinnuna og sér fyrir titilbardaga í nánustu framtíð Gunnar Nelson segir að mögulega sé stutt í titilbardaga hjá honum í UFC og töluverðir möguleikar séu í boði í hans þyngdarflokki. 20.3.2023 20:30 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - ÍBV 28-35 | ÍBV vann sjö marka sigur í Breiðholti ÍBV vann sjö marka sigur á ÍR-ingum 28-35. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en eftir að ÍBV skoraði sex mörk í röð um miðjan fyrri hálfleik tókst ÍR-ingum aldrei að ógna því forskoti og annar sigur Eyjamanna í röð staðreynd. 20.3.2023 20:20 Erlingur: Pavel Miskevich átti sinn besta leik fyrir ÍBV ÍBV vann sannfærandi sjö marka sigur á ÍR-ingum 28-35. Erlingur Birgir Richardsson, þjálfari ÍBV, var ánægður með annan sigur Eyjamanna í röð. 20.3.2023 20:00 Vill láta kné fylgja kviði með landsliðinu: „Getum gert helling í þessum riðli“ Hákon Arnar Haraldsson æfði ekki með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta sem kom saman í München í Bæjaralandi í dag enda spilaði hann með félagi sínu FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Hann gekk hins vegar frá nýjum samningi við félagið áður en haldið var í landsliðsverkefnið. 20.3.2023 19:00 Aron meiddist á læri í sigri helgarinnar Svo virðist sem landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson hafi meiðst á læri um helgina þegar Álaborg vann öruggan sigur á Mors-Thy í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. 20.3.2023 18:31 „Hvers vegna erum við ekki komin lengra en þetta og hvers vegna erum við að sjá þetta gerast árið 2023?“ „Hvers vegna eru ekki fleiri konur að þjálfa? Hvers vegna eru ekki fleiri konur að starfa sem sjálfboðaliðar eða í stjórnum í íþróttaklúbbunum?“ Svo hefst pistill sem Rakel Dögg Bragadóttir, núverandi aðstoðarþjálfari Fram í Olís-deild kvenna í handbolta, birti fyrr í dag. 20.3.2023 18:01 Lögmál leiksins: Michael Jordan í sögubækurnar sem einn versti eigandi NBA Michael Jordan er að flestum talinn vera besti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta en sem eigandi hefur hann ekki verið að gera merkilega hluti. 20.3.2023 16:30 Hamilton horfir öfundaraugum á Red Bull bílinn: Aldrei séð svona hraðan bíl Breski ökukappinn Lewis Hamilton segir að það sé nánast ómögulegt að keppa við Red Bull liðið í formúlu eitt á þessu tímabili. 20.3.2023 16:00 Marcus Rashford meiddur Marcus Rashford hefur dregið sig út úr enska landsliðshópnum eftir að hafa meiðst í leik Manchester United og Fulham í enska bikarnum um helgina. 20.3.2023 15:44 Jókerinn og Gríska undrið halda áfram að einoka fyrirsagnirnar Nikola Jokić skilaði að venju sínu þegar Denver Nuggets lagði Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Atlanta Hawks hentu frá sér 24 stiga forystu í síðari hálfleik og 46 stig Devin Booker dugðu Phoenix Suns ekki til sigurs. Gríska undrið gat ekki leyft Jókernum að einoka fyrirsagnirnar og gerði líka þrennu þar sem hann hitti úr öllum níu skotum sínum. 20.3.2023 15:31 Alonso komst á verðlaunapall í hundraðasta skipti eftir allt saman Það var viðburðarrík helgi í Formúlu 1 þar sem keppt var í Sádi-Arabíu að þessu sinni. Sergio Pérez kom, sá og sigraði. Max Verstappen endaði í 2. sæti eftir að byrja fimmtándi í rásröðinni og gamla brýnið Fernando Alonso endaði að lokum í 3. sæti eftir að refsingin sem honum var gefin að kappakstri loknum var dæmd ógild. 20.3.2023 15:00 Skoraði tuttugu mörk í bikarúrslitaleik: Allir bikarmeistarar helgarinnar Sex félög eignuðust bikarmeistara í yngri flokkum handboltans í Laugardalshöllinni um helgina en þá fóru ekki bara fram úrslitaleikir meistaraflokkanna. 20.3.2023 14:31 Stjóri Bayern segir leikmenn sína lata Julian Nagelsmann, knattspyrnustjóri Bayern München, var æfur eftir tap liðsins fyrir Bayer Leverkusen, 2-1, í þýsku úrvalsdeildinni í gær og gagnrýndi leikmenn þess harðlega. 20.3.2023 14:01 Nítján ára Spánverji tók fyrsta sæti heimslistans af Djokovic Carlos Alcaraz er kominn upp í efsta sæti heimslistans í tennis eftir sigur sinn á Indian Wells mótinu um helgina. 20.3.2023 13:30 Segir að Hákon sé með „alþjóðlega hæfileika“ og „mikla fótboltagreind“ Hákon Arnar Haraldsson er nú með fjögurra ára samning við danska úrvalsdeildarfélagið sem framlengdi við íslenska landsliðsstrákinn áður en hann mætti í leiki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM 2024. 20.3.2023 13:01 Hákon Arnar samdi aftur við FCK: „Einn sá áhugaverðasti sem ég hef séð í mörg ár“ Hákon Arnar Haraldsson kemur til móts við íslenska A-landsliðið með nýjan samning í vasanum. 20.3.2023 12:32 Orðinn launahæsti tæklari sögunnar Hinn 28 ára gamli Laremy Tunsil ætti að eiga fyrir salti í grautinn næstu misseri. Þriggja ára samningur hans við Houston Texans í NFL-deildinni gerir hann að launahæsta tæklara í sögu deildarinnar. 20.3.2023 12:01 Mamman mölbraut gleraugun sín í svekkelsi yfir tapi sonarins Glímustrákurinn Spencer Lee átti möguleika á því að verða bandarískur háskólameistari fjórða árið í röð en tókst það ekki. Viðbrögð móður hans voru heldur betur af ýktari gerðinni. 20.3.2023 11:32 „Við skulum ræða það á eftir í einrúmi“ Bandaríska skíðakonan Mikaela Shiffrin endaði mettímabilið sitt með enn einu metinu um helgina og fékk að launum mjög óvenjulegt viðtal eftir keppni. 20.3.2023 11:00 Fyrirliðinn fyrrverandi segir leikmenn Man Utd þurfa spark í afturendann Þrátt fyrir 3-1 sigur Manchester United á Fulham í 8-liða úrslitum FA-bikarkeppninnar á sunnudag segir fyrirliðinn fyrrverandi Roy Keane að leikmenn liðsins þurfi spark í afturendann. 20.3.2023 10:31 „Þarna var þetta svo innilegt“ Jóhann Gunnar Einarsson lék á sínum tíma með Aftureldingu. Hann var mættur í Handkastið þar sem ótrúlegur sigur Aftureldingar á Haukum í bikarúrslitum var krufinn. Fór Jóhann Gunnar meðal yfir það sem hefur breyst hjá félaginu síðan hann gekk í raðir þess árið 2014. 20.3.2023 10:00 Þjálfarinn fór úr að ofan Eric Musselman, þjálfari háskólaliðs Arkansas, skóla vakti mikla athygli um helgina og það voru tvær ástæður fyrir því. 20.3.2023 09:31 Hamrén rekinn frá Álaborg Erik Hamrén, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, hefur verið rekinn sem þjálfari Álaborgar í dönsku úrvalsdeildinni. 20.3.2023 09:08 „Með góðri frammistöðu er allt mögulegt“ „Ég held að við munum koma til með að bjóða upp á sambærilega stemningu og í undanförnum leikjum. Ég hvet fólk því eindregið til að mæta,“ sagði Alexander Örn Júlíusson, leikmaður Vals, en hann og liðsfélagar hans mæta þýska liðinu Göppingen í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta á morgun, þriðjudag. 20.3.2023 09:00 Gæti orðið kuldaleg veiðiopnun Kuldakastið sem hefur verið á landinu síðustu vikur gæti haft frekar leiðinleg áhrif á fystu daga og kannski vikur af veiðitímanum. 20.3.2023 08:58 Anníe Mist klikkaði á einni reglu og gerði sér erfitt fyrir Það borgar sig að lesa reglubókina fyrir allar æfingar á leið sinni á heimsleikana í CrossFit og það fékk reynsluboltinn Anníe Mist Þórisdóttir að upplifa á eigin skinni í gær. 20.3.2023 08:31 Átta spor, enginn heilahristingur og Sævar Atli er klár í landsleikina Sævar Atli Magnússon þurfti að fara af velli eftir þungt höfuðhögg í 1-1 jafntefli Lyngby og AC Horsens í dönsku úrvalsdeildinni. Hann var á dögunum valinn í íslenska A-landsliðið en talið var að hann myndi missa af komandi leikjum vegna meiðslanna. Svo verður ekki. 20.3.2023 08:00 „Tekur menn misjafnlega langan tíma að ná taktinum sem er hérna“ Íslandsmeistarar Breiðabliks fóru á kostum í Bestu deild karla í knattspyrnu síðasta sumar. Þeir hefja titilvörn sína þann 10. apríl. Lykilleikmenn hafa horfið á braut og ljóst að liðinu bíður vandasamt verkefni ætli það sér að endurtaka leikinn. 20.3.2023 07:30 „Vorum klárlega betra liðið“ Marco Silva, þjálfari Fulham, sagði lið sitt hafa verið betra en Manchester United þegar liðin mættust í 8-liða úrslitum FA-bikarkeppninnar í gær, sunnudag. Silva, sem og tveir leikmenn Fulham, voru sendir í sturtu þegar Fulham var 1-0 yfir í leiknum. Gekk Man United á lagið eftir það og vann 3-1 sigur. 20.3.2023 07:01 Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld, Lögmál leiksins og Olís deild karla Fjórar beinar útsendingar eru á rásum Stöðvar 2 Sport í dg. 20.3.2023 06:01 Frammistaða kvöldsins ágætis búbót fyrir Gunnar Gunnar Nelson sneri aftur í búrið á bardagakvöldi UFC sem fram fór í O2-höllinni í Lundúnum á laugardagskvöld. Sigraði hann andstæðing sinn örugglega og var frammistaða hans valin frammistaða kvöldsins. Gefur það íslenska bardagakappanum nokkrar aukakrónur í vasann. 19.3.2023 23:30 Undanúrslitin klár: Man City fær B-deildarlið og Man United mætir Brighton Búið er að draga í undanúrslit FA-bikarkeppninnar á Englandi. Mancester City mætir B-deildarliði Sheffield United á meðan Brighton & Hove Albion mætir Manchester United. 19.3.2023 23:00 Stelpurnar okkar mæta Nýja-Sjálandi í Tyrklandi Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mun mæta Nýja-Sjálandi í vináttuleik þann 7. apríl. Leikið verður í Tyrklandi. 19.3.2023 22:31 Dramatískur sigur Barcelona sem er komið með níu fingur á titilinn Barcelona tók á móti Real Madríd í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Gestirnir urðu að vinna El Clásico ætluðu þeir sér að eiga möguleika á að verja meistaratitil sinn. Allt kom fyrir ekki þar sem Börsungar skoruðu sigurmarkið í uppbótartíma, lokatölur á Nývangi 2-1 og titillinn svo gott sem mættur til Katalóníu. 19.3.2023 22:15 Juventus heldur í vonina um Meistaradeildarsæti Þrátt fyrir að fimmtán stig hafi verið tekin af liðinu þá heldur Juventus enn í vonina um Meistaradeildarsæti að leiktíðinni lokinni. Liðið vann gríðarlega mikilvægan 1-0 útisigur á Inter Milan í kvöld. 19.3.2023 21:50 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik – Njarðvík 69-80 | Njarðvík sigldi þægilegum sigri í höfn Njarðvík vann nokkuð þægilegan 80-69 sigur þegar liðið sótti Breiðablik heim í Smárann í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Leikurinn var liður í 25. umferð deildarinnar en tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. 19.3.2023 21:48 Sjá næstu 50 fréttir
Orðinn 75 ára og ráðinn stjóri Crystal Palace Roy Hodgson hefur ekki enn sagt sitt síðasta sem knattspyrnustjóri í ensku úrvalsdeildinni því hann hefur verið ráðinn stjóri Crystal Palace og mun stýra liðinu út yfirstandandi leiktíð. 21.3.2023 08:19
Úr kuldanum hjá Rooney í hlýjan faðm Heimis Ravel Morrison, fyrrverandi ungstirni Manchester United, er þrátt fyrir vandræði sín í DC United í nýjasta landsliðshópi Heimis Hallgrímssonar í Jamaíku. 21.3.2023 08:00
„Eins og hann hafi verið í tölvuleik því það var nákvæmlega það sem ég gerði“ Gunnar Nelson sneri aftur í búrið á bardagakvöldi UFC sem fram fór í O2-höllinni í Lundúnum á laugardagskvöld. 21.3.2023 07:31
„ Það er ekkert hægt að byggja þetta upp, þetta er bara núna og kannski næsta tímabil“ „Nei eða Já“ var á sínum stað í Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir það helsta sem hefur drifið á daga NBA-deildarinnar og enn á ný voru skipti Kyrie Irving til Dallas Mavericks til umræðu. 21.3.2023 07:00
Dagskráin í dag: Evrópuævintýri á Hlíðarenda Leikur Vals og Göppingen í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta á hug okkar allan á Stöð 2 Sport í dag. Um er að ræða fyrri leik liðanna í einvíginu. 21.3.2023 06:02
Teitur segir Basile bestan í vetur: „Ég þarf ekkert að rökstyðja það“ „Framlengingin“ var á sínum stað í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi. Að þessu sinni var spurt hvort Keyshawn Woods hentaði úrslitakeppninni, hvort tvíeykið menn vildu frekar, hvaða lið kemst ekki í úrslitakeppni Subway-deildar karla, hver sé besti leikmaður deildarinnar og hvað skiptir mestu máli þegar það eru bara tveir leikir eftir af hefðbundinni deildarkeppni. 20.3.2023 23:31
Gunnar fer yfir sigur helgarinnar: „Horfi á hann og brosi á meðan hann er að kýla mig“ Gunnar Nelson vann Bryan Barbarena örugglega á laugardagskvöld þegar þeir mættust í búrinu í UFC 286. Þeir virtust ná ágætlega saman en það er ekki oft sem menn fara að hlægja á meðan þeir eru að keppa í UFC. 20.3.2023 23:00
Munu bjóða í Man United á nýjan leik Talið er að Sheikh Jassim Bin Hamad Al Thani muni bjóða í enska knattspyrnufélagið Manchester United í annað sinn á miðvikudaginn. Sir Jim Ratcliffe mun gera slíkt hið sama. Frá þessu er greint á vef Sky Sports. 20.3.2023 22:01
Vill að Mitrović og Fernandes fái tíu leikja bann Framherjinn fyrrverandi og sparkspekingurinn Chris Sutton situr sjaldan á skoðunum sínum. Hann segir að Aleksandar Mitrović, framherji Fulham, og Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, eigi að fá 10 leikja bann fyrir framkomu þeirra í garð dómara. 20.3.2023 21:15
Gunnar mættur í dagvinnuna og sér fyrir titilbardaga í nánustu framtíð Gunnar Nelson segir að mögulega sé stutt í titilbardaga hjá honum í UFC og töluverðir möguleikar séu í boði í hans þyngdarflokki. 20.3.2023 20:30
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - ÍBV 28-35 | ÍBV vann sjö marka sigur í Breiðholti ÍBV vann sjö marka sigur á ÍR-ingum 28-35. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en eftir að ÍBV skoraði sex mörk í röð um miðjan fyrri hálfleik tókst ÍR-ingum aldrei að ógna því forskoti og annar sigur Eyjamanna í röð staðreynd. 20.3.2023 20:20
Erlingur: Pavel Miskevich átti sinn besta leik fyrir ÍBV ÍBV vann sannfærandi sjö marka sigur á ÍR-ingum 28-35. Erlingur Birgir Richardsson, þjálfari ÍBV, var ánægður með annan sigur Eyjamanna í röð. 20.3.2023 20:00
Vill láta kné fylgja kviði með landsliðinu: „Getum gert helling í þessum riðli“ Hákon Arnar Haraldsson æfði ekki með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta sem kom saman í München í Bæjaralandi í dag enda spilaði hann með félagi sínu FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Hann gekk hins vegar frá nýjum samningi við félagið áður en haldið var í landsliðsverkefnið. 20.3.2023 19:00
Aron meiddist á læri í sigri helgarinnar Svo virðist sem landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson hafi meiðst á læri um helgina þegar Álaborg vann öruggan sigur á Mors-Thy í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. 20.3.2023 18:31
„Hvers vegna erum við ekki komin lengra en þetta og hvers vegna erum við að sjá þetta gerast árið 2023?“ „Hvers vegna eru ekki fleiri konur að þjálfa? Hvers vegna eru ekki fleiri konur að starfa sem sjálfboðaliðar eða í stjórnum í íþróttaklúbbunum?“ Svo hefst pistill sem Rakel Dögg Bragadóttir, núverandi aðstoðarþjálfari Fram í Olís-deild kvenna í handbolta, birti fyrr í dag. 20.3.2023 18:01
Lögmál leiksins: Michael Jordan í sögubækurnar sem einn versti eigandi NBA Michael Jordan er að flestum talinn vera besti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta en sem eigandi hefur hann ekki verið að gera merkilega hluti. 20.3.2023 16:30
Hamilton horfir öfundaraugum á Red Bull bílinn: Aldrei séð svona hraðan bíl Breski ökukappinn Lewis Hamilton segir að það sé nánast ómögulegt að keppa við Red Bull liðið í formúlu eitt á þessu tímabili. 20.3.2023 16:00
Marcus Rashford meiddur Marcus Rashford hefur dregið sig út úr enska landsliðshópnum eftir að hafa meiðst í leik Manchester United og Fulham í enska bikarnum um helgina. 20.3.2023 15:44
Jókerinn og Gríska undrið halda áfram að einoka fyrirsagnirnar Nikola Jokić skilaði að venju sínu þegar Denver Nuggets lagði Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Atlanta Hawks hentu frá sér 24 stiga forystu í síðari hálfleik og 46 stig Devin Booker dugðu Phoenix Suns ekki til sigurs. Gríska undrið gat ekki leyft Jókernum að einoka fyrirsagnirnar og gerði líka þrennu þar sem hann hitti úr öllum níu skotum sínum. 20.3.2023 15:31
Alonso komst á verðlaunapall í hundraðasta skipti eftir allt saman Það var viðburðarrík helgi í Formúlu 1 þar sem keppt var í Sádi-Arabíu að þessu sinni. Sergio Pérez kom, sá og sigraði. Max Verstappen endaði í 2. sæti eftir að byrja fimmtándi í rásröðinni og gamla brýnið Fernando Alonso endaði að lokum í 3. sæti eftir að refsingin sem honum var gefin að kappakstri loknum var dæmd ógild. 20.3.2023 15:00
Skoraði tuttugu mörk í bikarúrslitaleik: Allir bikarmeistarar helgarinnar Sex félög eignuðust bikarmeistara í yngri flokkum handboltans í Laugardalshöllinni um helgina en þá fóru ekki bara fram úrslitaleikir meistaraflokkanna. 20.3.2023 14:31
Stjóri Bayern segir leikmenn sína lata Julian Nagelsmann, knattspyrnustjóri Bayern München, var æfur eftir tap liðsins fyrir Bayer Leverkusen, 2-1, í þýsku úrvalsdeildinni í gær og gagnrýndi leikmenn þess harðlega. 20.3.2023 14:01
Nítján ára Spánverji tók fyrsta sæti heimslistans af Djokovic Carlos Alcaraz er kominn upp í efsta sæti heimslistans í tennis eftir sigur sinn á Indian Wells mótinu um helgina. 20.3.2023 13:30
Segir að Hákon sé með „alþjóðlega hæfileika“ og „mikla fótboltagreind“ Hákon Arnar Haraldsson er nú með fjögurra ára samning við danska úrvalsdeildarfélagið sem framlengdi við íslenska landsliðsstrákinn áður en hann mætti í leiki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM 2024. 20.3.2023 13:01
Hákon Arnar samdi aftur við FCK: „Einn sá áhugaverðasti sem ég hef séð í mörg ár“ Hákon Arnar Haraldsson kemur til móts við íslenska A-landsliðið með nýjan samning í vasanum. 20.3.2023 12:32
Orðinn launahæsti tæklari sögunnar Hinn 28 ára gamli Laremy Tunsil ætti að eiga fyrir salti í grautinn næstu misseri. Þriggja ára samningur hans við Houston Texans í NFL-deildinni gerir hann að launahæsta tæklara í sögu deildarinnar. 20.3.2023 12:01
Mamman mölbraut gleraugun sín í svekkelsi yfir tapi sonarins Glímustrákurinn Spencer Lee átti möguleika á því að verða bandarískur háskólameistari fjórða árið í röð en tókst það ekki. Viðbrögð móður hans voru heldur betur af ýktari gerðinni. 20.3.2023 11:32
„Við skulum ræða það á eftir í einrúmi“ Bandaríska skíðakonan Mikaela Shiffrin endaði mettímabilið sitt með enn einu metinu um helgina og fékk að launum mjög óvenjulegt viðtal eftir keppni. 20.3.2023 11:00
Fyrirliðinn fyrrverandi segir leikmenn Man Utd þurfa spark í afturendann Þrátt fyrir 3-1 sigur Manchester United á Fulham í 8-liða úrslitum FA-bikarkeppninnar á sunnudag segir fyrirliðinn fyrrverandi Roy Keane að leikmenn liðsins þurfi spark í afturendann. 20.3.2023 10:31
„Þarna var þetta svo innilegt“ Jóhann Gunnar Einarsson lék á sínum tíma með Aftureldingu. Hann var mættur í Handkastið þar sem ótrúlegur sigur Aftureldingar á Haukum í bikarúrslitum var krufinn. Fór Jóhann Gunnar meðal yfir það sem hefur breyst hjá félaginu síðan hann gekk í raðir þess árið 2014. 20.3.2023 10:00
Þjálfarinn fór úr að ofan Eric Musselman, þjálfari háskólaliðs Arkansas, skóla vakti mikla athygli um helgina og það voru tvær ástæður fyrir því. 20.3.2023 09:31
Hamrén rekinn frá Álaborg Erik Hamrén, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, hefur verið rekinn sem þjálfari Álaborgar í dönsku úrvalsdeildinni. 20.3.2023 09:08
„Með góðri frammistöðu er allt mögulegt“ „Ég held að við munum koma til með að bjóða upp á sambærilega stemningu og í undanförnum leikjum. Ég hvet fólk því eindregið til að mæta,“ sagði Alexander Örn Júlíusson, leikmaður Vals, en hann og liðsfélagar hans mæta þýska liðinu Göppingen í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í handbolta á morgun, þriðjudag. 20.3.2023 09:00
Gæti orðið kuldaleg veiðiopnun Kuldakastið sem hefur verið á landinu síðustu vikur gæti haft frekar leiðinleg áhrif á fystu daga og kannski vikur af veiðitímanum. 20.3.2023 08:58
Anníe Mist klikkaði á einni reglu og gerði sér erfitt fyrir Það borgar sig að lesa reglubókina fyrir allar æfingar á leið sinni á heimsleikana í CrossFit og það fékk reynsluboltinn Anníe Mist Þórisdóttir að upplifa á eigin skinni í gær. 20.3.2023 08:31
Átta spor, enginn heilahristingur og Sævar Atli er klár í landsleikina Sævar Atli Magnússon þurfti að fara af velli eftir þungt höfuðhögg í 1-1 jafntefli Lyngby og AC Horsens í dönsku úrvalsdeildinni. Hann var á dögunum valinn í íslenska A-landsliðið en talið var að hann myndi missa af komandi leikjum vegna meiðslanna. Svo verður ekki. 20.3.2023 08:00
„Tekur menn misjafnlega langan tíma að ná taktinum sem er hérna“ Íslandsmeistarar Breiðabliks fóru á kostum í Bestu deild karla í knattspyrnu síðasta sumar. Þeir hefja titilvörn sína þann 10. apríl. Lykilleikmenn hafa horfið á braut og ljóst að liðinu bíður vandasamt verkefni ætli það sér að endurtaka leikinn. 20.3.2023 07:30
„Vorum klárlega betra liðið“ Marco Silva, þjálfari Fulham, sagði lið sitt hafa verið betra en Manchester United þegar liðin mættust í 8-liða úrslitum FA-bikarkeppninnar í gær, sunnudag. Silva, sem og tveir leikmenn Fulham, voru sendir í sturtu þegar Fulham var 1-0 yfir í leiknum. Gekk Man United á lagið eftir það og vann 3-1 sigur. 20.3.2023 07:01
Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld, Lögmál leiksins og Olís deild karla Fjórar beinar útsendingar eru á rásum Stöðvar 2 Sport í dg. 20.3.2023 06:01
Frammistaða kvöldsins ágætis búbót fyrir Gunnar Gunnar Nelson sneri aftur í búrið á bardagakvöldi UFC sem fram fór í O2-höllinni í Lundúnum á laugardagskvöld. Sigraði hann andstæðing sinn örugglega og var frammistaða hans valin frammistaða kvöldsins. Gefur það íslenska bardagakappanum nokkrar aukakrónur í vasann. 19.3.2023 23:30
Undanúrslitin klár: Man City fær B-deildarlið og Man United mætir Brighton Búið er að draga í undanúrslit FA-bikarkeppninnar á Englandi. Mancester City mætir B-deildarliði Sheffield United á meðan Brighton & Hove Albion mætir Manchester United. 19.3.2023 23:00
Stelpurnar okkar mæta Nýja-Sjálandi í Tyrklandi Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mun mæta Nýja-Sjálandi í vináttuleik þann 7. apríl. Leikið verður í Tyrklandi. 19.3.2023 22:31
Dramatískur sigur Barcelona sem er komið með níu fingur á titilinn Barcelona tók á móti Real Madríd í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Gestirnir urðu að vinna El Clásico ætluðu þeir sér að eiga möguleika á að verja meistaratitil sinn. Allt kom fyrir ekki þar sem Börsungar skoruðu sigurmarkið í uppbótartíma, lokatölur á Nývangi 2-1 og titillinn svo gott sem mættur til Katalóníu. 19.3.2023 22:15
Juventus heldur í vonina um Meistaradeildarsæti Þrátt fyrir að fimmtán stig hafi verið tekin af liðinu þá heldur Juventus enn í vonina um Meistaradeildarsæti að leiktíðinni lokinni. Liðið vann gríðarlega mikilvægan 1-0 útisigur á Inter Milan í kvöld. 19.3.2023 21:50
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik – Njarðvík 69-80 | Njarðvík sigldi þægilegum sigri í höfn Njarðvík vann nokkuð þægilegan 80-69 sigur þegar liðið sótti Breiðablik heim í Smárann í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Leikurinn var liður í 25. umferð deildarinnar en tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. 19.3.2023 21:48