Fleiri fréttir

Alfreð skoraði fyrir Lyngby og Hákon fyrir FCK

Alfreð Finnbogason heldur áfram að skora mikilvæg mörk fyrir Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, en hann skoraði eina mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Horsens í dag. Þá skoraði Hákon Arnar Haraldsson fyrra mark FCK í 2-1 sigri gegn Viborg.

Napoli valtaði yfir Torino og titillinn blasir við

Það virðist vera fátt sem getur komið í veg fyrir það að Napoli tryggi sér ítalska meistaratitilinn í knattspyrnuí fyrsta skipti síðan árið 1990. Liðið er með 21 stigs forskot eftir afar sannfærandi 4-0 sigur gegn Torino í dag.

Körfuboltakvöld: Tilþrifasúpa í Þorlákshöfn

Körfuboltakvöld gerði upp 20. umferð Subway-deildar karla í körfubolta síðastliðið föstudagskvöld og að sjálfsögðu var farið yfir tilþrif umferðarinnar. Níu bestu tilþrif 20. umferðar litu dagsins ljós og sex þeirra komu úr einum og sama leiknum í Þorlákshöfn.

Perez á ráspól en heimsmeistarinn ræsir fimmtándi

Mexíkóski ökuþórinn Sergio Perez verður á ráspól þegar farið verður af stað í Sádí Arabíu í öðrum kappakstri tímabilsins í Formúlu 1 síðar í dag. Liðsfélagi hans hjá Red Bull, tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen, verður hins vegar fimmtándi í rásröðinni.

Zlatan orðinn elsti markaskorari sögunnar

Sænski knattspyrnumaðurinn Zlatan Ibrahimovic skráði sig á spjöld sögunnar í gærkvöldi er AC Milan mátti þola 3-1 tap gegn Udinese í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Fyrsti sigur tímabilsins hjá Þorleifi og félögum

Þorleifur Úlfarsson og félagar hans í Houston Dynamo unnu góðan sigur er liðið tók á móti Austin FC í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta í nótt. Lokatölur 2-0, en þetta var fyrsti sigur liðsins á tímabilinu.

„Núna er hann bara þeirra leið­togi“

Ólafur Ólafsson var enn og aftur til umræðu í Körfuboltakvöldi. Þar áttu menn vart orð til að lýsa tímabilinu sem Ólafur er að eiga í gulri treyju Grindavíkur.

Enginn spilað meira en Bruno Fernandes

Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, verður seint sagður latur knattspyrnumaður. Enginn leikmaður í bestu fimm deildum Evrópu hefur spilað meira en Portúgalinn á þessari leiktíð.

Lét allt og alla hjá Totten­ham heyra það eftir leik

Antonio Conte var ekki skemmt eftir að lið hans, Tottenham Hotspur, missti niður tveggja marka forystu gegn Southampton, botnliði ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Það fengu allt og allir það óþvegið þegar hann mætti á blaðamannafund að leik loknum.

Mið­vörður Víkinga mögu­lega með slitið kross­band

Kyle Douglas Mc Lagan, miðvörður bikarmeistara Víkings, fór meiddur af velli þegar Víkingur tapaði 1-0 fyrir Val í undanúrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu. Óttast er að hann sé með slitið krossband í hné.

Elvar Már öflugur í stór­sigri

Elvar Már Friðriksson skilaði fínu dagsverki í öruggum sigri Rytas á Pieno Žvaigždės í litáensku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Lokatölur 104-75 Rytas í vil.

Dort­mund á toppinn eftir stór­sigur

Borussia Dortmund tyllti sér tímabundið á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þökk sé 6-1 sigri á Köln. Þýskalandsmeistarar Bayern München þurfa sigur gegn Bayer Leverkusen á morgun til að ná toppsætinu að nýju.

E­ver­ton náði í stig á Brúnni

Chelsea hafði unnið þrjá leiki í röð áður en Everton mætti á Brúnna í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 2-2 þar sem gestirnir jöfnuðu metin í blálokin.

„Takk Jovan Kukobat“

Afturelding vann Hauka í úrslitum Powerade-bikarsins með minnsta mun 27-28. Árni Bragi Eyjólfsson, leikmaður Aftureldingar, var í skýjunum með bikarmeistaratitilinn.

Willum Þór og Orri Steinn hetjurnar

Willum Þór Willumsson kom inn af bekk Go Ahead Eagles í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og skoraði sigurmark liðsins í 2-1 sigri á Utrecht. Orri Steinn Óskarsson er þá kominn á blað fyrir Sønderjyske í dönsku B-deildinni. 

Leeds upp um fimm sæti | Æsi­spennandi fall­bar­átta

Fallbarátta ensku úrvalsdeildarinnar hefur sjaldan verið jafn spennandi. Aðeins munar fjórum stigum á Southampton sem situr á botni deildarinnar með 23 stig og Crystal Palace sem situr í 12. sæti með 27 stig.

Sex marka jafntefli er Southampton snéri taflinu við gegn Tottenham

Southampton og Tottenham gerðu 3-3 jafntefli í bráðfjörugum leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Gestirnir frá Lundúnum höfðu tveggja marka forskot þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka, en heimamenn klóruðu sig aftur inn í leikinn.

„Ég er bara á bleiku á skýi“

Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var kampakátur með sigur ÍBV á Val í úrslitaleik Powerade-bikar kvenna í Laugardalshöll í dag. Eyjakonur hafa þurft að bíða í talsverðan tíma eftir þessum titli en þetta er fyrsti bikarmeistaratitill Eyjakvenna í nítján ár.

Pep spenntur að taka á móti „goðsögninni“ Vincent Kompany

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, kveðst spenntur fyrir því að taka á móti „einni mestu goðsögn sem hann hefur þjálfað“ þegar lærisveinar Vincents Kompany í Burnley mæta á Etihad völlinn í átta liða úrslitum FA-bikarsins síðar í dag.

Hrósuðu Tómasi Val í hástert og segja framtíð landsliðsins í góðum höndum

Tómas Valur Þrastarsonn átti hreint út sagt frábæran leik fyrir Þór Þorlákshöfn er liðið vann þriggja stiga sigur gegn Tindastóli í spennutrylli í Subway-deild karla í gærkvöldi. Körfuboltakvöld fór yfir frammistöðu Tómasar og umræðan leiddi út í framtíð íslenska landsliðsins í körfubolta.

„Erfitt að vera að tjá sig sjálfur um þetta“

Hannes S. Jónsson, formaður og framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, vonast eftir faglegri umræðu félaganna um reglubreytingu sem ætlað er að slíta stöðurnar tvær í sundur. Hannes hefur sinnt báðum stöðum frá 2014.

Sjá næstu 50 fréttir