Gunnar Magnússon: Okkur tókst að brjóta blað í sögu Aftureldingar Andri Már Eggertsson skrifar 18. mars 2023 18:45 Gunnar var afar ánægður með bikarmeistaratitilinn. Vísir/Hulda Margrét Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var himinlifandi eftir eins marks sigur á Haukum 28-27 í úrslitum Powerade-bikarsins. „Við vorum að brjóta blað í sögu Aftureldingar. Það hefur verið stífla hérna í mörg ár og þetta var léttir. Ég er svo stoltur af strákunum að hafa klárað þetta og hvernig við tókum á mótlætinu og unnum leikinn,“ sagði Gunnar Magnússon og hélt áfram að hrósa liðinu. „Það er gaman að upplifa þetta með þeim. Þetta eru uppaldir strákar Einar Ingi, Árni Bragi, Pétur og fleiri sem hafa verið að reyna og reyna og loksins uppskera þeir. Ég er stoltur af þeim að hafa klárað þetta með Aftureldingu. Ég er einnig stoltur af ungu strákunum Þorsteini Leó, Blæ og Brynjari sem tóku þessa helgi og stigu upp. Svona verða strákar að mönnum. Gunnar var ánægður með hvernig Afturelding náði að breyta leiknum verandi að elta Hauka í 52 mínútur. „Ég sagði við strákana í hálfleik að við værum bara tveimur mörkum undir þrátt fyrir að hafa ekki verið með varinn bolta og vorum mjög slakir. Eftir að við lifðum fyrri hálfleikinn af þá hafði ég trú á að við myndum vinna þetta sérstaklega með þessa frábæru stuðningsmenn.“ „Við þurftum að hafa fólkið með okkur á lokasprettinum. Ég bað um fulla Laugardalshöll og fólk mætti sem gerði gæfu muninn og án þeirra hefðum við ekki klárað þetta.“ Þetta var fyrsti titillinn sem Gunnar Magnússon vann sem þjálfari Aftureldingar sem var kærkomið fyrir hann. „Ég sagði á fyrsta fundi þegar ég kom í Aftureldingu að ég myndi koma með titil hingað og það var mikil áskorun. Þetta var líka svona þegar ég var ÍBV og ég og Arnar náðum í fyrsta titilinn sem var mikil áskorun. Þessi helgi var frábær og mér fannst við nýta tækifærið frábærlega,“ sagði Gunnar Magnússon að lokum. Afturelding Powerade-bikarinn Handbolti Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Fleiri fréttir Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Sjá meira
„Við vorum að brjóta blað í sögu Aftureldingar. Það hefur verið stífla hérna í mörg ár og þetta var léttir. Ég er svo stoltur af strákunum að hafa klárað þetta og hvernig við tókum á mótlætinu og unnum leikinn,“ sagði Gunnar Magnússon og hélt áfram að hrósa liðinu. „Það er gaman að upplifa þetta með þeim. Þetta eru uppaldir strákar Einar Ingi, Árni Bragi, Pétur og fleiri sem hafa verið að reyna og reyna og loksins uppskera þeir. Ég er stoltur af þeim að hafa klárað þetta með Aftureldingu. Ég er einnig stoltur af ungu strákunum Þorsteini Leó, Blæ og Brynjari sem tóku þessa helgi og stigu upp. Svona verða strákar að mönnum. Gunnar var ánægður með hvernig Afturelding náði að breyta leiknum verandi að elta Hauka í 52 mínútur. „Ég sagði við strákana í hálfleik að við værum bara tveimur mörkum undir þrátt fyrir að hafa ekki verið með varinn bolta og vorum mjög slakir. Eftir að við lifðum fyrri hálfleikinn af þá hafði ég trú á að við myndum vinna þetta sérstaklega með þessa frábæru stuðningsmenn.“ „Við þurftum að hafa fólkið með okkur á lokasprettinum. Ég bað um fulla Laugardalshöll og fólk mætti sem gerði gæfu muninn og án þeirra hefðum við ekki klárað þetta.“ Þetta var fyrsti titillinn sem Gunnar Magnússon vann sem þjálfari Aftureldingar sem var kærkomið fyrir hann. „Ég sagði á fyrsta fundi þegar ég kom í Aftureldingu að ég myndi koma með titil hingað og það var mikil áskorun. Þetta var líka svona þegar ég var ÍBV og ég og Arnar náðum í fyrsta titilinn sem var mikil áskorun. Þessi helgi var frábær og mér fannst við nýta tækifærið frábærlega,“ sagði Gunnar Magnússon að lokum.
Afturelding Powerade-bikarinn Handbolti Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Handbolti Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Fleiri fréttir Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Spánverjar unnu Frakka og greiddu leiðina fyrir Alfreð EM í dag: Snjóstormur í Malmö og samsæriskenningar úr austrinu Segir Þjóðverja betri án stórstjörnunnar „Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“ Dramatísk úrslit og vonir beggja liða nánast úr sögunni Alfreð kemur á óvart fyrir kvöldið Stærð sigurs Íslands gegn Svíum veki upp spurningar Ótrúleg saga Viggós rifjuð upp í erlendum miðlum Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Sjá meira