Sport

Fyrsta konan í sögunni til að klára legg í níu pílum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Fallon Sherrock heldur áfram að skrifa píluisöguna.
Fallon Sherrock heldur áfram að skrifa píluisöguna. vísir/Getty

Fallon Sherrock er hvergi nærri hætt að skirfa pílusöguna, en hún varð í hær fyrsta konan í sögunni til að klára níu pílna legg á móti hjá PDC samtökunum.

Sherrock kláraði legginn í viðureign sinni gegn Hollendingnum Marco Verhofstad á Winmau Challenge Tour mótinu og var það í fyrsta sinn í sögunni sem kona klárar níu pílna legg á móti á vegum PDC-samtakanna. Hún þurfti þó að sætta sig við tap gegn Verhofstad og féll svo úr leik í 16-manna úrslitum gegn Christian Kist.

Fallon Sherrock hefurverið dugleg við að skrifa pílusöguna undanfarin ár. Hún varð fyrsta konan til að vinna leik á heimsmeistaramótinu í pílukasti árið 2020, en þá vann hún tvo leiki og komst í 16-manna úrslit. Þá varð hún einnig fyrsta konan til að komast í 16-manna úrslit The Grand Slam of Darts þegar hún tók út 170 gegn Þjóðverjanum Gabriel Clemens.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.