Handbolti

Sjáðu rauða spjaldið umdeilda í bikarúrslitaleik ÍBV og Vals

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Marta Wawrzynkowska, markvörður ÍBV, fékk að líta beint rautt spjald í bikarúrslitaleik ÍBV og Vals.
Marta Wawrzynkowska, markvörður ÍBV, fékk að líta beint rautt spjald í bikarúrslitaleik ÍBV og Vals.

Marta Wawrzynkowska, markvörður ÍBV, fékk að líta beint rautt spjald í bikarúrslitaleik ÍBV og Vals sem nú fer fram í Laugardalshöllinni. Marta fór þá í andlit Theu Imani Sturludóttir í hraðaupphlaupi.

Þegar um tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum höfðu Valskonur eins marks forystu í stöðunni 10-9. Eyjakonur stilltu upp í sókn, en Elín Rósa Magnúsdóttir stal boltanum, kom honum á Theu sem fór í gegn og skoraði.

Marta Wawrzynkowska stóð í marki Eyjakvenna og hún sló í andlit Theu er hún freistaði þess að verja skotið. Að öllum líkindum óviljaverk og þá má einnig benda á að Thea var vissulega komin langt inn í vítateig.

Dómarar leiksins, þeir Svavar Ólafur Pétursson og Sigurður Hjörtur Þrastarson, fóru í VAR-skjáinn góða og eftir heldur stutta skoðun var ákvörðunin tekin. Rautt spjald á Mörtu og Eyjakonur þurfa því að reiða sig af án síns aðalmarkmanns það sem eftir lifir leiks. Atvikið má sjá hér fyrir neðan.

Þegar þetta er ritað er hálfleikur í bikarúrslitaleik ÍBV og Vals og staðan er 14-13, Valskonum í vil. Eyjakonur eru því ekki af baki dottnar þó markvörður þeirra hafi verið sendur í snemmbúna sturtu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×