Handbolti

„Takk Jovan Kukobat“

Andri Már Eggertsson skrifar
Árni Bragi Eyjólfsson var afar ánægður með bikarmeistaratitilinn
Árni Bragi Eyjólfsson var afar ánægður með bikarmeistaratitilinn Vísir/Hulda Margrét

Afturelding vann Hauka í úrslitum Powerade-bikarsins með minnsta mun 27-28. Árni Bragi Eyjólfsson, leikmaður Aftureldingar, var í skýjunum með bikarmeistaratitilinn.

„Fyrsta sem kemur upp í hugann á mér er takk Jovan [Kukobat] hann bjargaði okkur í lokin. Í alvörunni eftir öll þessi ógeðslegu ár, eftir allt sem við höfum gengið í gegnum gerir þetta ólýsanlegt. Þetta er það besta sem ég hef upplifað,“ sagði Árni Bragi Eyjólfsson og þakkaði Jovan Kukobat fyrir að hafa varið síðasta skot leiksins.

Afturelding komst í fyrsta skipti yfir þegar átta mínútur voru eftir. Árni Bragi var ánægður með lokakaflann þar sem allt gekk upp. 

„Við fundum það um leið og vörnin mundi smella þá myndi hitt koma. Sóknarlega vorum við að klikka á mikið af dauðafærum en varnarlega vorum við að leka og fá litla markvörslu. Síðan steig Jovan Kukobat upp á síðustu fimm mínútunum og varði mikilvæga bolta.“ 

Árni Bragi hrósaði stuðningsmönnum Aftureldingar og þakið ætlaði af Laugardalshöllinni þegar Afturelding jafnaði leikinn.

„Við vorum að bíða eftir þessu augnabliki. Þetta var alveg að koma og við fundum það um leið og við jöfnuðum þá vissum við að þetta myndi falla með okkur,“ sagði Árni Bragi Eyjólfsson sem fór að fagna með sínu fólki beint eftir viðtalið. 


Tengdar fréttir

Leik lokið: Haukar - Afturelding 27-28 | Afturelding bikarmeistari 2023

Afturelding vann Hauka í úrslitum Powerade-bikarsins með minnsta mun 27-28. Þetta var ótrúlegur endurkomu sigur hjá Mosfellingum þar sem Afturelding komst í fyrsta skipti yfir þegar aðeins átta mínútur voru eftir. Lokasprettur Aftureldingar var magnaður sem tryggði þeim bikarmeistaratitilinn. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×