Körfubolti

Körfuboltakvöld: Tilþrifasúpa í Þorlákshöfn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Styrmir Snær Þrastarson á tvö fallegustu tilþrif 20. umferðarinnar.
Styrmir Snær Þrastarson á tvö fallegustu tilþrif 20. umferðarinnar. Vísir/Bára Dröfn

Körfuboltakvöld gerði upp 20. umferð Subway-deildar karla í körfubolta síðastliðið föstudagskvöld og að sjálfsögðu var farið yfir tilþrif umferðarinnar. Níu bestu tilþrif 20. umferðar litu dagsins ljós og sex þeirra komu úr einum og sama leiknum í Þorlákshöfn.

Það var sannarlega úrslitakeppnisbragur á leik Þórs Þorlákshafnar og Tindastóls á föstudagskvöldið var. Liðin skiptust nánast óteljandi oft á því að hafa forystuna og Þórsarar unnu að lokum nauman þriggja stiga sigur eftir framlengingu.

Leikurinn var hin mesta skemmtun og boðið var upp á nóg af fallegum tilþrifum. Styrmir Snær Þrastarson á tvö fallegustu tilþrif 20. umferðarinnar og má með sanni segja að þau tvö hafi verið aðeins meira en svipuð.

Tilþrifin má sjá í spilaranum hér fyrir neðan, en ásamt leiknum í Þorlákshöfn fáum við að sjá troðslur og með því í Vesturbæ og Kópavogi.

Klippa: Körfuboltakvöld: Tilþrif 20. umferðarFleiri fréttir

Sjá meira


×