Fleiri fréttir

Mið­vörður Víkinga mögu­lega með slitið kross­band

Kyle Douglas Mc Lagan, miðvörður bikarmeistara Víkings, fór meiddur af velli þegar Víkingur tapaði 1-0 fyrir Val í undanúrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu. Óttast er að hann sé með slitið krossband í hné.

Elvar Már öflugur í stór­sigri

Elvar Már Friðriksson skilaði fínu dagsverki í öruggum sigri Rytas á Pieno Žvaigždės í litáensku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Lokatölur 104-75 Rytas í vil.

Dort­mund á toppinn eftir stór­sigur

Borussia Dortmund tyllti sér tímabundið á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu þökk sé 6-1 sigri á Köln. Þýskalandsmeistarar Bayern München þurfa sigur gegn Bayer Leverkusen á morgun til að ná toppsætinu að nýju.

E­ver­ton náði í stig á Brúnni

Chelsea hafði unnið þrjá leiki í röð áður en Everton mætti á Brúnna í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 2-2 þar sem gestirnir jöfnuðu metin í blálokin.

„Takk Jovan Kukobat“

Afturelding vann Hauka í úrslitum Powerade-bikarsins með minnsta mun 27-28. Árni Bragi Eyjólfsson, leikmaður Aftureldingar, var í skýjunum með bikarmeistaratitilinn.

Willum Þór og Orri Steinn hetjurnar

Willum Þór Willumsson kom inn af bekk Go Ahead Eagles í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og skoraði sigurmark liðsins í 2-1 sigri á Utrecht. Orri Steinn Óskarsson er þá kominn á blað fyrir Sønderjyske í dönsku B-deildinni. 

Leeds upp um fimm sæti | Æsi­spennandi fall­bar­átta

Fallbarátta ensku úrvalsdeildarinnar hefur sjaldan verið jafn spennandi. Aðeins munar fjórum stigum á Southampton sem situr á botni deildarinnar með 23 stig og Crystal Palace sem situr í 12. sæti með 27 stig.

Sex marka jafntefli er Southampton snéri taflinu við gegn Tottenham

Southampton og Tottenham gerðu 3-3 jafntefli í bráðfjörugum leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Gestirnir frá Lundúnum höfðu tveggja marka forskot þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka, en heimamenn klóruðu sig aftur inn í leikinn.

„Ég er bara á bleiku á skýi“

Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var kampakátur með sigur ÍBV á Val í úrslitaleik Powerade-bikar kvenna í Laugardalshöll í dag. Eyjakonur hafa þurft að bíða í talsverðan tíma eftir þessum titli en þetta er fyrsti bikarmeistaratitill Eyjakvenna í nítján ár.

Pep spenntur að taka á móti „goðsögninni“ Vincent Kompany

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, kveðst spenntur fyrir því að taka á móti „einni mestu goðsögn sem hann hefur þjálfað“ þegar lærisveinar Vincents Kompany í Burnley mæta á Etihad völlinn í átta liða úrslitum FA-bikarsins síðar í dag.

Hrósuðu Tómasi Val í hástert og segja framtíð landsliðsins í góðum höndum

Tómas Valur Þrastarsonn átti hreint út sagt frábæran leik fyrir Þór Þorlákshöfn er liðið vann þriggja stiga sigur gegn Tindastóli í spennutrylli í Subway-deild karla í gærkvöldi. Körfuboltakvöld fór yfir frammistöðu Tómasar og umræðan leiddi út í framtíð íslenska landsliðsins í körfubolta.

„Erfitt að vera að tjá sig sjálfur um þetta“

Hannes S. Jónsson, formaður og framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, vonast eftir faglegri umræðu félaganna um reglubreytingu sem ætlað er að slíta stöðurnar tvær í sundur. Hannes hefur sinnt báðum stöðum frá 2014.

Donni marka­hæstur í endur­kominni

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, er mættur aftur til leiks með PAUC í frönsku úrvalsdeildinni. Hann hafði tekið sér tímabundið hlé frá handbolta vegna kulnunar en er nú snúinn aftur og það með látum.

Þróttarar enduðu með fullt hús stiga

Þróttur Reykjavík vann FH 5-2 í lokaleik liðanna í riðlakeppni Lengjubikars kvenna. Þróttur endar með fullt hús stiga og er komið í undanúrslit keppninnar þar Breiðablik eða Stjarnan verða mótherjinn.

„Vorum bara að vinna þá á varnarleik“

Lárus Jónsson, þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn, var eðlilega í skýjunum eftir magnaðan sigur liðsins gegn Tindastóli í framlengdum leik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld.

Alexandra skoraði í stóru tapi | Aron Einar á toppinn í Katar

Alexandra Jóhannsdóttir skoraði eina mark Fiorentina í 5-1 tapi liðsins gegn Roma í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í kvöld. Aron Einar Gunnarsson og félagar í Al Arabi eru komnir á toppinn í Katar eftir 4-1 sigur á Al Sailiya.

Albert Brynjar hjólar í Arnar Þór

Albert Brynjar Ingason, fyrrverandi knattspyrnumaður og núverandi sparkspekingur hjá Stöð 2 Sport og hlaðvarpinu Dr. Football, hefur látið landsliðsþjálfarann Arnar Þór Viðarsson heyra það vegna ummæla Arnars Þórs um Albert Guðmundsson. Albert Brynjar er frændi Alberts.

Sjá næstu 50 fréttir