Fleiri fréttir

Fylkir á toppinn eftir sigur í sjö marka leik

Fimm leikir fóru fram í Lengjudeild karla í kvöld og var nóg af mörkum sem litu dagsins ljós. Fylkir lyfti sér á topp deildarinnar með 4-3 sigri gegn Selfyssingum og þá vann Fjölnir einnig 4-3 sigur gegn Grindavík.

Karlalandsliðið í fimleikum hafnaði í 26. sæti á EM

Karlalandsliðið í áhaldafimleikum hefur lokið leik á Evrópumeistaramótinu í München, en liðið hafnaði í 26. sæti. Þetta var í fyrsta skipti í átta ár sem Ísland sendir lið til keppni í karlaflokki.

Sara kom inn á í stórsigri Juventus

Landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir lék seinasta hálftíma leiksins fyrir Juventus er liðið vann afar öruggan 4-0 sigur gegn Racing Luxemborg í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Íslendingalið Viking nálgast Sambandsdeildina

Patrik Sigurður Gunnarsson, Samúel Kári Friðjónsson og félagar þeirra í norska liðinu Viking unnu mikilvægan 1-2 útisigur er liðið heimsótti FCSB til Rúmeníu í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld.

Hilmar hafnaði tólfti á EM

Hilmar Örn Jónsson úr FH hafnaði í tólfta sæti í úrslitum í sleggjukasti á EM í frjálsum íþróttum í kvöld.

Elísa­bet og Kristian­stad úr leik í Meistara­deildinni

Kristianstad, lið Elísabetar Gunnarsdóttur, er úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið mátti þola 3-1 tap gegn Ajax er liðin mættust í Hjörring í Danmörku. Amanda Andradóttir og Emelía Óskarsdóttir byrjuðu leikinn á bekknum hjá Kristianstad.

„Sem betur fer erum við með karakter í liðinu“

„Það er búið að vera bras á liðinu en sem betur fer erum við með karakter í liðinu og það hafa aðrar stigið upp sem áttu ekki endilega að fá hlutverk í liðinu,“ sagði Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar í Bestu deild kvenna í fótbolta, í ítarlegu viðtali við Bestu mörkin.

Ryan Giggs brotnaði niður og grét er hann bar vitni

Áttundi dagur réttarhaldanna yfir Ryan Giggs, fyrrverandi leikmanni Manchester United og landsliðsþjálfara Wales, fór fram í gær. Hann er ásakaður um að hafa beitt þáverandi kærustu sína, Kate Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi þau þrjú ár sem þau voru saman. Þá er hann sakaður um að hafa gefið Emmu Greville, systur Kate, olnbogaskot.

Vildi óska að Margeir og Aron hefðu hist yfir kaffibolla

Gísli Guðni Hall, formaður Golfklúbbs Reykjavíkur (GR), segir kröfu Arons Haukssonar, fyrrverandi yfirdómara GR, þess efnis að Margeiri Vilhjálmssyni yrði vikið úr stjórn meðan mál hans væru fyrir stjórn, ekki réttmæta.

LeBron skrifar undir sögu­legan samning hjá Lakers

Körfuboltamaðurinn LeBron James hefur skrifað undir nýjan samning við Los Angeles Lakers. Samningurinn gildir til 2024 en getur verið framlengdur um auka ár eftir það, þá verður LeBron kominn á fimmtugsaldur. Samningurinn gerir það líka að verkum að LeBron verður launahæsti leikmaður í sögu NBA.

Hafþór, Anníe og Eiður með hæstu tekjurnar

Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson og CrossFit-stjarnan Anníe Mist Þórisdóttir eru það íþróttafólk sem hafði langhæstar tekjur á Íslandi á síðasta ári, samkvæmt Tekjublaði Frjálsar verslunar sem kom út í dag.

Útskýrir áhuga landeiganda á Íslandi á því að eignast Manchester United

Manchester United þarf á nýjum eigendum að halda. Því eru flestir sammála um nema kannski núverandi bandarískir eigendur. Nýjustu fréttir af hugsanlegum kaupanda ættu að gleðja stuðningsmenn félagsins en einn af aðalfréttamönnum Sky Sports útskýrði áhuga ríkasta manns Bretlandseyja að félaginu.

„Í ár snýst þetta ekki um að setja met heldur að styrkja Ljósið“

„Það byrjaði nú eiginlega ekki sem markmið að setja heimsmet en ég var kominn í smá yfirþyngd og ákveð að fara hlaupa meira og notaði Reykjavíkurmaraþon sem markmið. Fyrst og fremst var ég bara að fara klára,“ segir Kim de Roy sem setti heimsmet í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2014.

Dagskráin í dag: Golf og NFL

Það eru fjórar beinar útsendingar á sport rásum Stöðvar 2 í dag. Sýnt verður frá þremur mótaröðum í golfi sem og leik af undirbúningstímabili NFL deildarinnar.

„Ég get ruglað og bullað með Guðna“

Sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson og kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason munu báðir keppa til úrslita á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í München í Þýskalandi eftir góðan árangur í undanriðlunum í dag.

Sjá næstu 50 fréttir