Sport

Dagskráin í dag: Golf og NFL

Atli Arason skrifar
Justin Fields mun stýra Chicago Bears gegn Seattle Seahawks í kvöld.
Justin Fields mun stýra Chicago Bears gegn Seattle Seahawks í kvöld. Getty Images

Það eru fjórar beinar útsendingar á sport rásum Stöðvar 2 í dag. Sýnt verður frá þremur mótaröðum í golfi sem og leik af undirbúningstímabili NFL deildarinnar.

Stöð 2 Golf

Klukkan 11.00 hefst D+D Real Czech Master á DP World Tour.

BMW Championship á PGA Tour er á dagskrá klukkan 19.00.

Stöð 2 Sport 2

Seattle Seahawks og Chicago Bears mætast í undirbúningi sínum fyrir komandi leiktímabil í NFL klukkan 12.00 á miðnætti.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 12.00 á hádegi er bein útsending af Aramco Team Series Sotogrande á LET Tour.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.