Sport

Fékk krampa í miðju bónorði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marti Alt sést hér fá krampann í miðju bónorði.
Marti Alt sést hér fá krampann í miðju bónorði. Skjámynd/instagram

Eistneski þríþrautarkappinn Marti Alt mun líklega aldrei gleyma Járnkarlinum sem hann tók þátt í fyrra.

Myndband af „tilþrifum“ Marti strax eftir keppnina fóru á flug í netheimum í vikunni. Hann komst ekki á verðlaunapall í Járnkarlinum í Tallinn 2021 en endaði í sjötta sæti.

Marti Alt hafði þarna synt 3,8 kílómetra, hjólað 180 kílómetra og hlaupið maraþon. Hann var búinn að ákveða það að biðja kærustunnar um leið og hann kom í mark.

Erfiðið við að klára Járnkarlinn kom hins vegar í bakið á honum því Marti Alt fékk svakalegan krampa um leið og hann ætlaði að bera upp bónorðið.

Hann engdist um með hringinn í hendinni og tveir menn komu honum til hjálpar og reyndu að nudda úr honum krampann.

Marti tókst síðan að biðja hennar sárþjáður og hún sagði sem betur fer já. Þau er gift í dag.

Hér fyrir neðan má sjá þetta óvenjulega bónorð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×