Fleiri fréttir

Reading kynnir nýja umhverfisvæna knattspyrnutreyju úr plastflöskum

Knattspyrnufélagið Reading á Englandi hefur vakið athygli fyrir nýju knattspyrnutreyju sína fyrir næsta leiktímabil. Treyjan er alfarið búin til úr endurunnum plastflöskum og getur sjálf verið endurunnin í framtíðinni. Ítalski fataframleiðandinn Macron sér um að framleiða treyjurnar.

Guardiola: Haaland þarf meiri tíma

Það tók Erling Haaland ekki nema 12 mínútur að skora fyrsta markið sitt í treyju Manchester City þegar liðið vann 1-0 sigur á Bayern München á undirbúningstímabili liðanna í Bandaríkjunum.

Stuðningsmenn Atletico mótmæla hugsanlegri komu Ronaldo

Cristiano Ronaldo er sagður vera á leið frá Manchester United og hefur verið orðaður við hin ýmsu lið víðs vegar um Evrópu í allt sumar. Nú síðast var hann orðaður við Atletico Madrid en stuðningsmenn Atletico tóku þó ekki vel í þann orðróm og blésu til mótmæla á samfélagsmiðlum.

Umfjöllun,viðtöl og myndir: KR 3-3 Valur | Stórskemmtun í fyrsta leik Óla Jó

KR og Valur áttust við í stórveldaslag í Vesturbænum í 14. umferð Bestu-deildar karla. Eftir rólegan fyrri hálfleik sprakk leikurinn út í þeim síðari og fjögur mörk voru skoruð á tíu mínútna kafla. Bæði lið gátu verið svekkt með jafnteflið en leikar enduðu með 3-3 jafntefli, í fyrsta leik Ólafs Jóhannessonar í endurkomu sinni til Vals. 

„Sært dýr er alltaf stórhættulegt“

ÍA og Fram mættust á Norðuráls-vellinum á Akranesi í 14. umferð Bestu deildar karla í kvöld og enduðu leikar 0-4, Frömurum í vil. Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, segist varla geta beðið um meira.

„Í forgangi að laga varnarleikinn“

Valur gerði jafntefli gegn KR á Meistaravöllum í sex marka leik. Ný ráðinn þjálfari Vals, Ólafur Jóhannesson, taldi næstu skref sín sem þjálfari Vals vera að laga varnarleik liðsins.

Tap í frumraun Andra Lucasar í Svíþjóð

Andri Lucas Guðjohnsen lék sinn fyrsta leik í Svíþjóð í kvöld í 0-2 tapi Norrköping á heimavelli gegn IFK Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni. Ari Freyr Skúlason og Arnór Sigurðsson voru báðir í byrjunarliði Norköpping en þetta var einnig fyrsti leikur Arnórs eftir endurkomu hans til liðsins.

Betsy semur við Wellington Pheonix | „Draumur að rætast“

Betsy Hassett, leikmaður Stjörnunnar í Bestu-deild kvenna, mun yfirgefa liðið í lok leiktíðar til að fara á heimaslóðir í Nýja-Sjálandi og leika á lánssamningi með Wellington Pheonix í áströlsku A-deildinni. Betsy segir draum sinn vera að rætast að leika í A-deildinni með nýsjálensku liði en þetta verður í fyrsta skipti sem lið staðsett í Nýja-Sjálandi mun leika í áströlsku A-deildinni.

Agla María snýr aftur í Breiðablik

Agla María Albertsdóttir hefur fengið félagaskipti í Breiðablk frá sænska félaginu Häcken. Þetta kemur fram á heimasíðu knattspyrnusambands Íslands. 

Erik ten Hag refsaði leikmanni fyrir óstundvísi

Fram kemur í frétt Athletic í dag að Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, hafi refsað leikmanni liðsins fyrir að mæta of seint á fundi með því að skilja hann eftir utan leikmannahóps í æfingaleik í Ástralíu á dögunum. 

Íslenska landsliðið í tennis keppir í Aserbaídsjan

Íslenska karlalandsliðið í tennis keppir á Davis Cup, heimsmeistaramótinu í tennis, í Aserbaídsjan í þessari viku. Landsliðið féll úr þriðja styrkleikaflokki mótsins niður í þann fjórða á síðasta ári og er nú mikið í húfi fyrir íslensku leikmennina að vinna sig aftur upp um flokk.

Lýsir yfir stuðningi við Rúnar Kristinsson

Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, ber félagsmönnum baráttuanda í brjóst í pistli sem birtist á heimasíðu félagsins í dag. Páll lýsir þar yfir eindregnum stuðningi við Rúnar Kristinsson, þjálfara karlaliðs félagsins í fótbolta, og þjálfarateymi hans.

KA-menn styrkja varnarlínu sína

Knattspyrnudeild KA hefur samið Gaber Dobrovoljc en samingur hans við norðanmenn gildir út yfirstandandi keppnistímabil.

Arsenal skoðar enn einn Brassann

Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal segist hafa áhuga á því að fá brasilíska landsliðsmanninn Lucas Paquetá í sínar raðir frá Lyon.

Hamilton hvergi nærri hættur: „Ég á nóg eftir“

Breski ökuþórinn Lewis Hamilton kom annar í mark í sínum þrjúhundruðasta kappakstri þegar franski kappaksturinn í formúlu 1 fór fram í gær. Þetta var besti árangur sjöfalda heimsmeistarans á tímabilinu, en þessi 37 ára ökuþór segist hvergi nærri hættur.

Tvö ný heimsmet á lokadegi HM í frjálsíþróttum

Lokadagur HM í frjálsíþróttum kláraðist í nótt og því var vel við hæfi að tvö heimsmet hafi fallið. Svíinn Armand Duplantis bætti eigið heimsmet í stangastökki þegar hann flaug yfir 6,21m og nígeríska hlaupakonan Tobi Amusan setti nýtt heimsmet í 100m grindahlaupi.

Michael van Gerwen vann eftir frábæran leik

Michael van Gerwen bar í kvöld sigur úr býtum þegar hann mætti Gerwyn Price í úrslitaleik á Betfred World Matchplay sem fram fór í Winter Gardens í Blackpool í kvöld.

Íslenska liðið þarf að sætta sig við silfur

Íslenska karlalandsliðið í körfu­bolta skipað leik­mönn­um 20 ára og yngri laut í lægra haldi 81-67 þegar liðið mætti Serbíu í úrslitaleik B-deildar Evr­ópu­móts­ins í Tblisi í Georgíu í dag.

Umfjöllun: Keflavík - KA 1-3 | KA-menn komu til baka gegn Keflavík

Keflvíkingar tóku á móti KA-mönnum suður með sjó þar sem að tvö mörk KA í uppbótartíma skiluðu þeim þremur stigum. KA-menn unnu 3-1 en Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur, fékk rautt spjald eftir rúmlega tíu mínútna leik og spiluðu Keflvíkingar því bróðurpart leiksins manni færri.

Ísak Bergmann kom sterkur inn af bekknum

Hákon Arnar Haraldsson lagði upp eitt marka FC København þegar liðið náði í sín fyrstu stig í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta karla í dag. FC København hefur titil að verja á nýhafinni leiktíð. 

Sjá næstu 50 fréttir